Fréttablaðið - 19.10.2013, Síða 43

Fréttablaðið - 19.10.2013, Síða 43
FYRIRTÆKJAGJAFIR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2013 Kynningarblað Matur, menning, skemmtun, gjafir, skraut og leikir Það getur verið erfitt að finna réttu gjafirnar handa starfsmönnum, hvort sem um er að ræða jólagjafir eða ýmsar tækifærisgjafir. Starfsmenn fyrir- tækja og stofnana eru iðulega á ólíkum aldri og hafa ólík áhugamál. Við slíkar aðstæður kemur gjafakort Miði.is sér afar vel. Gjafa- kortið er tilvalin gjöf til starfsmanna enda geta þeir nýtt það í ótal viðburði af öllum stærðum og gerðum sem Miði.is býður upp á. Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri Miði.is, segir einfalt og fljótlegt að ganga frá kaupum á gjafakortum á vefnum og þeir sem fá þau í hendurnar geti valið úr fjölda skemmtilegra viðburða í vetur. „Gegnum Miði.is geta handhafar gjafakortsins valið úr fjölda viðburða á sviði tónlistar, leik- húss og íþrótta, auk ýmissa annarra spenn- andi viðburða. Þeir sem ætla að gefa gjafa- kort geta valið úr nokkrum upphæðum, sú lægsta er 2.500 kr. og sú hæsta er 15.000 kr. Þannig er gjafakortið mjög hentug gjöf til starfsmanna því þarfir þeirra eru ólík- ar og hægt er að nýta kortið til svo margra skemmtilegra hluta á ólíkum stöðum.“ Það er afar einfalt að ganga frá kaupum á gjafakortum á Miði.is og þau eru send til greiðanda, eða þess sem á að fá gjafakort- ið að gjöf, að kostnaðarlausu um allt land. Bráðlega verður einnig boðið upp á raf- ræn gjafakort. „Sá sem fær kortið að gjöf þarf svo alltaf að virkja það á eigin kenni- tölu inni á vefnum www.midi.is. Það er gert til að tryggja hámarksöryggi fyrir korthafa. Ef hann týnir kortinu og er búinn að virkja það er því í flestum tilfellum hægt að gefa út nýtt kort án þess að hann beri nokkurn skaða af.“ Mikið úrval í boði Gríðarlega mikið úrval ólíkra viðburða er í boði inni á vef Miði.is. „Úrvalið er mjög mikið og síbreytilegt. Kortahafar geta einn- ig nýtt hluta af kortinu og þeir munu aldrei glata inneign þótt lág upphæð sé eftir á gjafakortinu. Sé lítil fjárhæð eftir er hægt að greiða mismuninn með kreditkorti eða koma við á skrifstofu okkar í Skaftahlíð 24. Þegar búið er að festa kaup á stökum við- burði kemur fram í lok pöntunar hversu há fjárhæð er eftir á gjafakortinu. Auk þess geta korthafar alltaf flett upp stöðu sinni á netinu, sent póst eða hringt á skrifstofuna.“ Gjafakort Miði.is er búið að vera til sölu síðan árið 2006 þótt salan hafi farið rólega af stað. „Síðustu árin hefur salan þó aukist jafnt og þétt. Við seljum mikið af gjafakortum til fyrirtækja og stofn- ana enda er þessi hópur helsti markhópur okkar. Sum fyrirtækin kaupa kannski 400- 500 kort fyrir starfsmenn og þetta spyrst út, enda almenn ánægja með þau. Hingað til höfum við lítið kynnt það fyrir einstakling- um, þá helst inni á vefnum okkar. Við erum þó að breyta þeim áherslum.“ Miði.is selur fyrir sífellt fleiri. „Þeim fjölgar ár frá ári. Atburðunum fjölgar stöð- ugt og nú fyrir jólin bjóðum við til dæmis upp á tugi jólatónleika svo dæmi séu tekin. Í vetur bjóðum við upp á sölu á nokkur hundruð viðburðum þannig að úr mörgu er að velja fyrir handhafa gjafakortsins.“ Mesta úrval landsins í afþreyingu Handhafar gjafakorts Miði.is geta valið úr hundruðum ólíkra viðburða í vetur. Einfalt er að panta þau á vefnum og korthafar geta flett upp inneign sinni þar og pantað miða. Gjafakortið er vinsæl gjöf til starfsmanna fyrirtækja og stofnana. Gjafakortið er tilvalin gjöf til starfsmanna enda geta þeir nýtt það í ótal viðburði sem Miði.is býður upp á. MYND/VALLI Verið er að hanna nýtt útlit á gjafakort- in sem verður tilbúið á næstu dögum. „Þau verða virkilega falleg og aðlaðandi fyrir þá sem þau hljóta að gjöf.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.midi.is. Gjafakort Miði.is er glæsileg gjöf sem nýtist á marga ólíka viðburði í vetur. Þannig er gjafakortið mjög hentug gjöf til starfsmanna því þarfir þeirra eru ólíkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.