Fréttablaðið - 19.10.2013, Side 48

Fréttablaðið - 19.10.2013, Side 48
FÓLK| Þór og þvertekur fyrir að vera stjórn- leysingi. „Ég er ekki anarkisti. Ég er minnarkisti. Ég er varkár þegar kemur að ríkisvaldi því löggjöf er í eðli sínu ofbeldi og þvingar fram vilja ríkisvaldsins, hvort sem það er til góðs eða ills. Flestir eru sammála um löggjöf gegn ofbeldi á líkama fólks en eigum við að lögleiða siðferði sem býr til glæp þar sem ekkert er fórnarlambið?“ veltir Jón Þór fyrir sér og kann vel við sig á þingi. „Þar er skemmtilegra en ég hélt og á Alþingi fer fram heimspeki „in action“. Á nefndarfundum er gaman að verða vitni að rökum og réttlætingu sem þingmenn kalla eftir fyrir málstað sínum og sjá þá nota það sem púður í þingsal.“ Vinnufélagana segir hann skemmtilega. „Ég er ekki á þingi til að eignast vini. Maður hefur oft heyrt fleygt að meðvirkni sé landlæg á Alþingi og hvorki gott fyrir kjósendur né málstaðinn að þingmenn séu meðvirkir hver með öðrum,“ segir Jón Þór sem ætlaði sér aldrei á þing. „Ég fór fram fyrir Pírata vegna þess að ég las grunnstefnu um grunnréttindi einstaklinga og þar hefur hjarta mitt alltaf slegið. Ég vil standa vörð um rétt einstaklinga til að koma að ákvörðunum sem þá varðar og í forgangi núna er sá réttur fólks að fá réttláta málsmeðferð þegar kemur að þeirra stærstu eign, sem er húsnæði þeirra. Þar er réttur lántakenda fótum troðinn og á meðan vafi leikur á lögmæti lána vil ég tryggja að húseigendum sé ekki vísað út af heimili sínu og að fólk geti fengið endurupptöku og skaðabætur reynist lánin á endanum ólögleg.“ HYGGST HÆTTA Á MIÐJU KJÖRTÍMABILI Jón Þór hyggst ekki fara fram í næstu kosningum. „Ef Ásta Helgadóttir, varaþingmaður minn, ákveður að halda áfram þing- störfum ætla ég að stíga til hliðar, jafn- vel eftir tvö ár. Við verðum að fara inn í næstu kosningar með þingmenn sem hafa reynslu og halda áfram vegferð okkar um gegnsæi, beint lýðræði og friðhelgi einka- lífsins. Birgitta fer ekki heldur fram því hún er þeirrar skoðunar að þingmenn eigi ekki að sitja lengur en átta ár. Ég er henni sammála því menn verða óskap- lega fastsetnir eftir átta ár á þingi; það sér maður skýrt á Alþingi hjá þingmönnum með langan starfsaldur,“ segir Jón Þór, sem kveðst aðeins á þingi til að ná fram markmiðum Pírata. „Ég er góður í að koma að verkefnum í upphafi, ná utan um heildarsýn, safna saman þekkingu og verkefnum og gera það aðgengilegt fyrir aðra og þar með sjálfan mig óþarfan. Alþingi er rétti vettvangurinn til þess.“ ■ thordis@365.is ALÞINGISMAÐUR Jón Þór kann vel við sig á þingi. Þar fari fram heimspeki „in action” og að vinnfélagarnir séu skemmtilegir. Hann sé þó ekki á þingi til að eignast vini. MYND/VALLI HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Allar nánari upplýsingar í síma 892 3318 eða senda fyrirspurnir á netfangið steinsmyrarvotn@simnet.is Tilboð sendist á netfangið steinsmyrarvotn@simnet.is Frestur til að senda inn tilboð er til 9 nóvember 2013 og áskiljum við okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum Útboð - Steinsmýrarvötn www.steinsmyrarvotn.is/ Tilboð óskast í veiðisvæði Steinsmýrarvatna sem tilheyra jörðinni Syðri – Steinsmýri. Útboðið er til 3 ára frá og með veiðiárinu 2014 . Svæðið er 4 stanga svæði og er veiðitíminn frá 1 apríl – 10 október. Leyfilegt agn er fluga og spúnn, eingöngu fluga á vorin. Veiðihús fylgir svæðinu . Fimm stjörnu ferðafrelsi Dethleffs og Sunlight húsbílarnir komnir í hús sýning helgina 18-19 október Opið frá: 12-16 laugardag og 13-16 sunnudag Frí vetrargeymsla fylgir seldum bílum Tökum flestar gerðir bíla uppí, ekki bara húsbíla Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur sími 517-5200 pkarlsson.is Save the Children á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.