Fréttablaðið - 19.10.2013, Síða 76

Fréttablaðið - 19.10.2013, Síða 76
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjagjafir LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 20136 Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að hagnaður fyrirtækja þar sem vinnugleði er ríkjandi er nær tvöfalt meiri en samanburðar- fyrirtækjanna og að vinnugleði geti dregið úr fjarveru starfsfólks sem og minnkað starfsmannaveltu. Því liggur mikil ábyrgð hjá stjórnendum að skapa umhverfi sem ýtir undir starfsánægju. Tækifæri til slíks veit- ist í desember. Hér eru hugmyndir að ýmsu sem fyrirtæki og starfsmannafélög geta gert til að létta fólki lundina í að- draganda jóla. Skrautið bætir Jólin væru lít il- fjörleg án örlítils jólaglingurs. Jóla- stemningin verður síst lakari með því að hengja upp jólaseríur, setja upp jólatré eða aðrar fallegar skreytingar í glugga og víðar. Hressingin kætir Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann. Að bjóða öðru hvoru upp á hressingu af ýmsu tagi hressir andann og geðið og eykur vinnugleðina. Veitingarnar geta verið af ýmsum toga, bæði sætar og hollar. Jólagleði Hefð er fyrir því að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum á jólahlað- borð á aðventunni. Slíkt er alltaf vel þegið enda gaman að borða góðan mat og lyfta sér upp. Vitanlega er slík uppákoma kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki eða starfsmannafélög. Því væri möguleiki að skipta þeim út fyrir aðrar uppákomur á borð við jóladiskótek, jólaglögg eða jafnvel jólakarókí. Litlu jólin Litlu jólin eru algeng í grunnskól- um en hafa einnig breiðst út víðar í samfélaginu, bæði í vinahóp- um og á vinnustöðum. Þau fara þannig fram að allir koma með eina litla innpakk- aða gjöf sem má ekki kosta meira en ákveðin upphæð, til dæmis 500 eða 1.000 krónur. Síðan eru pakkarnir merkt- ir með númeri og dregið um hver fær hvaða pakka. Eftir á er gaman að giska á hver gefandinn er. Nuddið eykur vellíðan Vöðvabólga og önnur stoð- kerfisvandamál eru algengustu heilsufarsvandamálin á vinnustöð- um, þar sem kyrrseta, streita, röng líkamsbeiting og álag eru helstu orsakaþættirnir. Því væri ekki úr vegi að fá nuddara á vinnustaðinn til dæmis vikurnar fyrir jól. Hægt væri að bjóða upp á herðanudd eða eitt- hvað meira í tuttugu mínútur eða svo. Með þessu mætti auka vellíðan starfsmanna. Góðar vinnustundir á aðventunni Fyrirtæki og starfsmannafélög geta gert ýmislegt til að létta starfsmönnum lundina í jólavertíðinni. Það er fátt ljúffengara en gómsætir ostar með góðu meðlæti. Hjá MS er framleitt mikið úrval af myglu- ostum og föstum bragðmeiri ostum og hefur bæst talsvert við af ostum á síðustu misserum. Ljótur og Auður eru ostar sem búnir eru til í Búðar dal og hafa á frekar skömmum tíma náð miklum vinsældum meðal neytenda að sögn Aðalsteins H. Magnússonar, sölustjóra hjá MS. „Við bjóðum upp á sjö stærðir af fyrirfram pökkuðum ljúffengum ostakörfum. Í öllum körf- unum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki en þeim fylgja einn- ig ostakex og sultur. Ódýrasta osta- karfan kostar 3.000 kr. en einnig er hægt að velja stærri og veglegri körfur sem inni- halda fjölbreytt úrval mygluosta og annarra osta. Í öllum körfunum er hugað vel að því að úrval af ostum og meðlæti sé fjölbreytt og að ostarnir passi vel saman á ostabakka.“ MS býður einnig upp á t vær óvenju veglegar ostakörfur sem inni- halda kjötmeti og sælgæti. „Önnur þeirra inniheldur hamborgarhrygg og kryddpylsu en hin úrval af góðu sælgæti. Þær eru dýrari en verðbil- ið á ostakörfum okkar er frá 3.000 til 12.000 kr. þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Þótt ostakörfurnar séu fyrirfram tilbúnar geta viðskiptavinir alltaf tekið út ákveðna osta og bætt öðru inn, til dæmis bók, geisladiski eða vínflösku. „Þá er þeim viðbót- um skilað til okkar að Bitru- hálsi og við bætum í körfurnar. Við þjónust- um fyrst og fremst fyrirtæki hér á Bitruhálsi en einstaklingar geta keypt ostakörfur okkar í flestum matvöru- verslunum landsins enda pökkum við í mörg þúsund ostakörfur fyrir jólin.“ Aðrir ostar eins og Gullostur og Camembert eru ostaunnendum að góðu kunnir og þykja ómissandi á ostabakkann. Á undanförnum árum hefur færst í aukana áhugi neytenda á föstum bragðmeiri ostum á borð við sterkan Gouda-ost og Óðals-Tind en sá síðarnefndi er nýjasti osturinn í Óðalsostalínunni að sögn Aðalsteins. „Hann er með góðu karamellubragði og líkist svolítið Primadonna-ostin- um fyrir þá sem þekkja hann.“ Nánari upplýsingar má finna á www.ms.is. Ljúffengar ostakörfur í öllum stærðum Fallegar og gómsætar ostakörfur frá MS hafa lengi verið vinsælar gjafir til starfsmanna. Fyrirtækið býður upp á sjö stærðir af körfum sem innihalda osta og meðlæti sem hentar öllum. Hægt er að bæta í körfurnar persónulegum gjöfum. „Í öllum körfunum er hugað vel að því að úrval af ostum og meðlæti sé fjölbreytt,“ segir Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá MS. MYND/GVA GJAFAKORT Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið á þjónustuborðinu á 1. hæð við Hagkaup eða á gjafakort.kringlan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.