Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 19.10.2013, Blaðsíða 118
19. október 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 82 „Fólk spyr mig hvernig ég komst í gegnum það og ég svara alltaf: Með aðstoð vina, hreyfingu og vítamínum.“ SÖNGKONAN KATY PERRY ÞEGAR HÚN VAR SPURÐ AÐ ÞVÍ HVERNIG HÚN KOMST YFIR SKILNAÐINN VIÐ FYRRVERANDI EIGIN- MANN SINN, RUSSELL BRAND. Leitin að Jólastjörnunni 2013 er hafin á Vísi. Þetta er í þriðja sinn sem leitin fer fram. „Ég dáist að kjarkinum í krökkunum, þú ert svo mikið að afhjúpa þig þegar þú syngur svona inn á myndband,“ segir Gunnar Helgason, einn dómaranna í leit- inni, um aðdáun sína á þátttakendum. „Ég ráðlegg krökkunum að syngja ekki á ensku því þá er svo mikil hætta á að þeir hermi bara eftir. Ef krakkarnir syngja á íslensku kemur röddin betur í ljós og krakkarnir syngja frekar með sínu nefi.“ Þeir sem eru sextán ára og yngri geta tekið þátt í leitinni að Jólastjörnunni. Tíu bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn vera valinn. Ísland í dag mun fylgjast grannt með leitinni. Sigurvegarinn kemur síðan fram með nokkrum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar hinn 14. desember á stórtón- leikunum Jólagestir Björgvins í Laugar- dalshöllinni. - glp Dáist að kjarkinum í krökkunum Leitin að Jólastjörnunni er hafi n en hún mun koma fram á Jólagestum Björgvins. DÁIST AÐ KRÖKKUNUM Gunnar Helga- son er einn af dómurunum í leitinni að Jólastjörnunni 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ Til að taka þátt þarf að hlaða mynd- bandi inn á vefsíðu á borð við Youtube eða Vimeo og senda svo hlekkinn ásamt umsókninni. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýs- ingarsíðum á borð við Dropbox, Box.com eða Google Drive. Skráningu lýkur á miðnætti miðviku- daginn 23. október. DANIR HRIFNIR AF EINARI MÁ Skáldsaga Einars Más Guðmundsson- ar, Íslenskir kóngar, hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku. Gagnrýnandi Politiken lýsir bókinni sem „alvöru skáldsögu, fullri af ævintýralegum við- skiptum og kostulegum uppákomum“. Gagnrýnandi Berlingske Tidende lýsir Íslenskum kóngum sem „sígildum Guðmundssyni“. Hann auglýsir eftir dönskum rithöfundum sem þori að leggja til viðlíka atlögu við fjár- málafurstana. Þá segir Weekendavisen bókina vera „frábær- lega skemmtilega og alvörugefna ræningjasögu“. - fb „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leik- stjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslending- um. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður- Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“ Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barna- vagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heim- komuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því að Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlut- verkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumur- inn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvik- myndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Draumur Þorvaldar orðinn að veruleika Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur nú í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Tökur á myndinni hófust daginn eft ir fæðingu dóttur hans. FEÐGIN Á GÖNGU Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. MYND/ÚR EINKASAFNI JÓLAPLATA VÆNTANLEG Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona er nú á fullu að vinna að jólaplötu ásamt Svavari Knúti og Ragnheiði Gröndal. Helmingur laga plötunnar er frumsaminn, en áðurgreindir listamenn sömdu tvö lög hver fyrir plötuna. Grunnarnir voru teknir upp í Hljóðrita í Hafnarfirði, en nú fer upptökuvinnan fram í stofunni hjá Svavari Knúti, þar sem sett hefur verið upp upptökuaðstaða. Gert er ráð fyrir að platan komi út í lok nóvember. - glp ➜ Á vefsíðunni Wikipedia kemur fram að hlutverk Bright Eyes, illræmds leigumorðingja í her Ottómana, sé leikið af Thor Kristjansson, en það er enskt listamannsnafn leikarans. Fiskikóngurinn Stærð 30/40 Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Má bjóða þér grannmeti? Fjölskylduskemmtun í aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu á morgun, sunnudaginn 20. október, kl. 14.30. Sigrún og Þórarinn Eldjárn stýra listasmiðjum fyrir krakka. Ljótikór flytur lög Hauks Tómassonar við ljóð Þórarins Eldjárns. AÐGANGUR ÓKEYPIS ALLIR VELKOMNIR SAFNAR FYRIR FÓRNARLÖMB FELLIBYLS Fyrirsætan og fegurðardrottningin Ásdís Lísa Karlsdóttir hefur gengið til liðs við FIA, filippseysk samtök á Íslandi, í fjáröflun til styrktar björg- unarmönnum og eftirlifendum jarð- skjálftans á Filippseyjum. Í borginni Cebu, sem er heimabær móður Ás- dísar, hrundu spítalar, sögufrægar kirkjur og margar aðrar byggingar og hefur mikill fjöldi manns misst heimili sín og býr nú á götum úti á rigningartímabili. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á Face book-síðu FIA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.