Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.10.2013, Blaðsíða 8
26. október 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Saga Meniga fyrstu fimm árin: Frá stofnun til leiðandi stöðu Fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 29. október nk. kl. 12 Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga og hraður vöxtur þess frá stofnun árið 2009 verður umfjöllunarefni næsta viðburðar í fyrirlestraröðinni „Fyrirtæki verður til“. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda, fer yfir sögu Meniga frá hugmyndastigi til dagsins í dag. Saga Meniga er stutt en viðburðarík. Fyrirtækið var stofnað vorið 2009 í kjölfar efnahagshrunsins og hefur vöxtur þess verið ævintýri líkastur. Meniga er nú markaðsleiðandi á sviði heimilisfjármála- og netbankalausna í Evrópu. Yfir 15 bankar í 11 löndum nýta sér hugbúnað og ráðgjöf frá Meniga og hafa um 10 milljónir manna aðgang að lausnum fyrirtækisins. Starfsmenn eru rúmlega 60 og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Óskilgetið afkvæmi efnahagshrunsins www.hi.is – FYRIRTÆKI VERÐUR TIL – PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 31 17 Nánari upplýsingar má finna á: hi.is/fyrirtaeki_verdur_til UMHVERFISÞING 2013 8. nóvember í Hörpu Á þinginu verður fjallað um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. Dagskrá þingsins og nánari upplýsingar er að finna á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þinginu. Skráning fer fram á www.umhverfisraduneyti.is Skráningu á Umhverfisþing 2013 lýkur mánudaginn 28. október. KÓPAVOGUR Bæjarstjóri sem sagt var upp fékk sviðsstjórastarf hjá Kópavogsbæ í kjölfarið en nú er ekki talin þörf fyrir það starf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðrún Pálsdóttir var ráðin sem ópólitískur bæjarstjóri Kópavogsbæjar hinn 16. júní 2010 á grundvelli meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins og Vinstri grænna. Hún var áður sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs bæjarins. Guðrún gegndi stöðu bæjarstjóra í um tutt- ugu mánuði, eða til febrúar 2012. Meirihlutinn hafði mánuði áður ákveðið að segja Guðrúnu upp störfum en áður en af því varð sprakk meirihlutasamstarfið. Ármann Kr. Ólafsson varð bæjarstjóri nýs meirihluta og þá var gert samkomulag við Guðrúnu um að hún yrði áfram á bæjarstjóralaunum til 1. september 2012. Þá átti hún að taka við starfi sviðsstjóra á nýju sviði menningarmála hjá Kópavogsbæ. Stjórnsýsluúttekt Capacent, sem greint er frá í fréttinni, mælti hins vegar gegn því að sviðið yrði stofnað og því kom Guðrún ekki til starfa í byrjun september. Hálfu ári síðar tók hún síðan við starfi sviðsstjóra sérstakra verkefna. Var bæjarstjóri í tuttugu mánuði GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR KÓPAVOGSBÆR Meirihluti bæjar- stjórnar Kópavogsbæjar ákvað á þriðjudag að leggja niður stöðu sviðsstjóra sérstakra verkefna sem Guðrún Pálsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur gegnt. Guðrún hafði sinnt starfinu síðan í mars á þessu ári þegar sviðið var stofnað. Þá hafði hún verið á bæjar- stjóralaunum í heilt ár án þess að sinna formlegum verkefnum fyrir bæinn. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir að ákvörð- unin um að leggja sviðið niður byggist á stjórnsýsluúttekt sem bærinn fékk Capacent til að vinna og var kynnt í bæjarstjórn í nóvem- ber 2012. „Ákvörðunin tengist stjórnsýslu- breytingu sem tók á ýmsum þátt- um til að einfalda og skilgreina betur skipurit bæjarins og draga úr kostnaði. Einn þáttur í þessum skipulagsbreytingum var að staða sviðsstjóra sérstakra verkefna var lögð niður. En það er bara einn þátt- ur í miklu stærri heildarmynd,“ segir Ármann. „Þetta er túlkun Ármanns á stjórnsýsluúttektinni en í vor túlk- aði hann þessa sömu úttekt á þann veg að það ætti að stofna þessa sviðsstjórastöðu og því ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Lista Kópavogsbúa að stofna þetta svið,“ segir Guðríð- ur Arnardóttir, oddviti Samfylking- arinnar í bænum. Guðríður segir að hún hafi lengi gagnrýnt að ekki hafi legið fyrir hvaða verkefnum Guðrún sinnti í starfi sínu sem sviðsstjóri. „Ég hef ekki fengið nein svör um það, hvorki munnleg né skrifleg. Þó það sé búið að leggja stöðuna niður vil ég vita í hvað peningar skatt- greiðenda í Kópavogi hafa farið undanfarna mánuði í tengslum við þessa stöðu,“ segir Guðríður. Spurður um hvaða verkefni Guðrún hafi sinnt segir Ármann að hann hafi áður skýrt frá því í bæjar ráði Kópavogs. „Verkefnin tengdust stjórnsýslu- úttektinni sjálfri auk þess sem Guð- rún kom að ársreikningsgerð og fleiri verkefnum,“ segir Ármann. haraldur@frettabladid.is Skipulögðu fyrrverandi bæjarstjóra út Sviðsstjórastaða, sem fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs hefur gegnt, er lögð niður með skipulagsbreytingu. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON BAREIN, AP Þúsundir manna héldu út á götur í smáríkinu Barein í gær til að krefjast lýðræðisumbóta og heimta að stjórnin segi af sér. Meðal mótmælendanna var Kalíl al-Marsúk, einn helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Barein, en hann var nýsloppinn úr fangelsi. Hann á yfir höfði sér ákærur fyrir að hvetja til ofbeldis, en neit- ar allri aðild að sprengjuárásum og öðru ofbeldi. Sjía-múslimar eru í meirihluta í Barein og hafa allt frá byrjun ársins 2011 efnt reglulega til mót- mæla gegn minnihlutastjórn súnní-múslima, sem nýtur stuðnings Sádi-Arabíu. - gb Ekkert lát á ólgunni í smáríkinu Barein: Þúsundir vilja stjórnina burt FLÝR UNDAN TÁRAGASI Lögreglan í Barein beitti táragasi gegn mótmælendum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.