Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 18

Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 18
26. október 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um mikilvægi lista og skap- andi greina í íslensku efnahagslífi, aðallega í tengslum við niðurskurð fyrirhugaðra fjárveit- inga til Kvikmyndasjóðs. Aukin vitund er um efna- hagslega þýðingu þessara greina fyrir samfélagið, ekki síst eftir að ítarleg kortlagning benti til að velta skapandi greina hefði verið um 190 milljarðar króna árið 2009, og hærri en margra annarra mikilvægra greina, svo sem bygg- ingariðnaðar og landbúnaðar. Árs- störf eru talin um tíu þúsund. Með þessari kortlagningu er þó aðeins reynt að meta efna- hagslegt vægi þess sem við getum kallað innlenda fram- leiðslu og nálgast matið meðal annars út frá skattskyldri veltu. Hér á landi er umfangsmikil verslun og þjónusta með erlend hugverk sem veitir mörgum atvinnu, t.d. stór hluti af starf- semi sjónvarpsstöðva og kvik- myndahúsa. Þá blasir við að hér á landi fer fram umfangsmikil ólögleg starfsemi, sem grefur undan löglegri starfsemi, sem veitir atvinnu, greiðir skatta og skyld- ur og rís undir margvíslegum kröfum samfélagsins um þýð- ingar, hljóðsetningu, vernd ung- menna o.s.frv. Samfélagslegir hagsmunir Hér eru gríðarlegir samfélags- legir hagsmunir í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni. Og ríkissjóður verður af miklum tekjum, hvort sem efni er stolið án nokkurrar greiðslu, eða útlendum efnisveit- um er greitt fyrir þjón- ustu sem er ólögleg hér á landi og stendur ekki skil á neinu gagnvart íslensku samfélagi. Netflix er dæmi um þjónustu sem ekki er boðin löglega hér á landi, eins og þeir komast strax að sem reyna að skrá sig beint frá Íslandi. Þrátt fyrir það eru dæmi um að hérlendir lögaðil- ar hvetji almenning til að finna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétthöfum. Íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni, þótt margt bendi til að þjófnaður á höfundar- réttarvörðum hugverkum og ólög- leg dreifing á þeim sé um þessar mundir umfangsmesti vettvang- ur efnahagsbrota í íslensku sam- félagi. Fyrir utan allan annan skaða. Nýlega sóttu t.d. fulltrúar saksóknara og lögregluembætta frá öllum Norðurlöndum öðrum en Íslandi ráðstefnu um vernd hugverka í Hörpunni. Áhuga- og framtaksleysi íslenskra refsi- vörsluaðila er skandall. Hugarfarsvandi Þegar undirritaður hóf störf í stjórnarráðinu fyrir um aldar- fjórðungi síðan, þótti ekki til- tökumál þótt ólöglegan hugbúnað væri að finna á tölvum ríkisins. Það hefur sem betur fer breyst. Hugarfarsvandinn varðandi þjófnað á hugverkum almennt virðist þó jafnvel enn djúpstæð- ari í dag en áður var með tölvu- hugbúnaðinn. Lögreglustjóri eða skólastjóri sem staðnir yrðu að umfangsmiklu búðarhnupli myndu örugglega þurfa að segja af sér embætti. En hvað myndi gerast ef þeir yrðu uppvísir að enn umfangsmeira hnupli á tal- settum bíómyndum í netheimum? Eins og ýmsir listamenn hafa bent á að undanförnu, er enginn eðlismunur á því að stela sköp- unarverkum þeirra í netheimum og því t.d. að stela málverkum af veggjum heimila. Hvort tveggja er afbrot. Stjórnmálamenn geta rifist um það hvort ríkisstyrkur til kvikmyndagerðar eða annarra skapandi greina verði meiri eða minni á þessu kjörtímabili en því síðasta. En það er alveg öruggt að það skiptir engu máli ef fram- leiðsluvörurnar eru réttlausar. Ef hver sem er getur stolið sköp- unarverkunum án þess að nokkr- um vörnum verði við komið. Þá líður framleiðslan undir lok og allt heilbrigt atvinnulíf á þessu sviði. Eru skapandi greinar réttlausar? Dagana 26. – 28. október nk. mun hið fagra Ísland bjóða velkominn í opinbera heimsókn varaforsætis- ráðherra ríkisráðs Kína, Ma Kai. Hann kemur hing- að til lands í boði Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra Íslands. Þessi heimsókn er fyrsta heimsókn eins af nýju leið- togum Kína til Íslands eftir að leiðtogaskipti áttu sér stað innan miðstjórnar- innar í Peking og sömuleiðis fyrsta heimsókn eins af leiðtogum Kína til Íslands eftir stjórnarskipti á Íslandi. Jafnframt hefur jafn valdamikill leiðtogi Kína ekki heimsótt Ísland það sem af er þessu ári. Því er um mjög merkilegan viðburð að ræða. Ma Kai varaforsætisráðherra er vel menntaður á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Hann hefur mikla reynslu af grasrótarstarfi og er jafnframt mjög reynslumik- ill þegar kemur að stjórn efnahags- mála á vegum miðstjórnarinnar. Í langan tíma gegndi hann starfi skrifstofustjóra ríkisráðsins og sýndi í störfum sínum þar einstaka leiðtogahæfileika í að miðla málum og leiða saman ólík sjónarmið. Í dag hefur hann að mestu málefni iðnaðar, samgangna og fjármála í Kína á sinni könnu og gegnir því gríðarlega mikilvægu hlutverki í framtíðarþróun efnahagsmála og samfélags í Kína. Aukið samstarf Íslensk stjórnvöld telja heimsókn Ma Kai varaforsætisráðherra mjög mikilvæga og hafa undirbúið hana af mikilli kostgæfni. Bæði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og for- sætisráðherra, Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, munu hitta Ma Kai meðan á heimsókn hans stendur og eiga viðræður við hann. Samræður leiðtoga landanna munu snúast um hvaða leiðir ný stjórnvöld í báðum löndum hafi til að efla áfram mjög svo vinsamleg samskipti ríkjanna og koma þeim í ennþá hærri hæðir. Með sanni má segja að heim- sókn Ma Kai varaforsætisráðherra að þessu sinni sé til að auka sam- ræður á milli landanna með það að markmiði að auka skilning og vin- áttu alþýðu beggja ríkja sem leiða mun af sér aukið samstarf. Í Kína segir gamalt orðatiltæki: Eftir því sem vinir færast nær eykst vinátt- an. Heimsókn Ma Kai varaforsætis- ráðherra mun auka tengsl á æðstu stöðum beggja ríkja og efla sam- skipti á meðal almennings til auk- ins skilnings. Þannig styrkist þráð- urinn er tengir þjóðirnar saman og gefur af sér aukið samstarf tveggja góðra vina til hagsbóta báðum aðil- um og friði í heiminum. Það er einlæg ósk mín að heim- sókn Ma Kai varaforsætisráðherra til Íslands megi takast vel í alla staði og ég er sannfærður um að gestrisni Íslendinga og fögur nátt- úra landsins muni skilja eftir ljúfar minningar í huga hans. Færum vináttu Kína og Íslands í hærri hæðir UTANRÍKISMÁL Ma Jisheng sendiherra Kínverska alþýðu- veldisins á Íslandi ➜ Í Kína segir gamalt orðatiltæki: Eftir því sem vinir færast nær eykst vináttan. HÖFUNDAR- RÉTTUR Ari Edwald forstjóri 365 miðla ➜ Netfl ix-þjónustan er ekki boðin löglega hér á landi, en dæmi um að hérlendir lögaðilar hvetji almenning til að fi nna hjáleiðir til að svindla á skatti og rétt- höfum. Framlagi samfélagsins til grunnrannsókna er oft líkt við kaup á happadrætt- ismiða sem mögulega geti skilað fjárhagslegum ávinningi í framtíðinni. Oft heyrist talað um „fjár- festingu til framtíðar“ og á slík samlíking vissulega rétt á sér í mörgum tilfell- um. Hitt vill þó stundum gleymast að vísindarann- sóknir eru einnig atvinnu- grein sem skilar þjóðarbúinu umtalsverðum gjaldeyristekjum ár hvert í formi rannsóknastyrkja úr erlendum vísindasjóðum. Rannsókna umsvif og erlent sam- starf styðja einnig fjárhagslega við aðrar innlendar atvinnugreinar svo sem þjónustu- og ferðamannaiðnað. Erlendar fjárfestingar í þekkingu Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að laða til lands- ins erlent fjármagn í formi fjárfest- inga. Slíkar fjárfestingar eru óneit- anlega mikilvægar fyrir íslenskt atvinnulíf. Fjárfestingar eru þó almennt þess eðlis að sá sem fjár- festir ætlast til þess, til lengri eða skemmri tíma, að ávaxta sína fjár- festingu og fá þannig meira fé út en lagt er inn. Fjárhagsleg ávöxtun vel heppnaðra erlendra fjárfestinga rennur þess vegna, a.m.k. að hluta, út úr landinu aftur, eins og forsætis- ráðherra hefur nýverið bent á. Vísindarannsóknir sem stund- aðar eru á Íslandi laða í auknum mæli að sér erlent fjármagn þar sem vinnuafl vísindamanna er nýtt til að skapa nýja þekkingu. Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum þá er ný þekking eina afurðin sem ætlast er til að slíkar fjárfestingar skili. Fjárfestingar erlendra aðila í vís- indarannsóknum á Íslandi eru því ónæmar fyrir gjaldeyrishöftum og án fjárhagslegrar ávöxtunar- eða endurgreiðslukröfu. Þar að auki eru niðurstöður rannsókna í flestum til- fellum gerðar opinberar og gagnast því öllum sem geta nýtt sér þær. Á árinu 2012 öfluðu vís- indamenn Háskóla Íslands 1.400 milljóna króna úr erlendum rannsókna- sjóðum, um 350 milljónir runnu til Hjartaverndar, 300 milljónir til Matís og svo mætti lengi telja. Hér eru svo ótaldar gjaldeyr- istekjur og umsvif vegna ferðamanna sem hingað koma í tengslum við alþjóð- legar vísindaráðstefnur og fundi. Hvers vegna Ísland? Það er alls ekki sjálfgefið að erlend- ir aðilar kjósi að kosta rannsókna- starf á Íslandi. Nóg er af hæfum rannsakendum um allan heim. Í sumum tilfellum eru rannsókn- ir framkvæmdar á Íslandi vegna ákveðinnar sérstöðu lands eða þjóðar, t.d. landfræðilegrar legu, jarðfræðilegrar gerðar, stærð- ar (smæðar) samfélagsins, bók- menntasögu eða annarra þátta. Rannsóknir íslenskra vísinda- manna eru styrktar af erlendum sjóðum þegar þær þykja leiðandi á heimsvísu enda er samkeppni um alþjóðlega styrki mjög hörð. Árangur í slíkri samkeppni er held- ur ekki sjálfgefinn, hann byggist á því að hér á landi hafi vísinda- menn traustan grunn að byggja á. Gott dæmi er rannsóknaverkefni um „Innviði eldfjalla“ sem nýlega hlaut öndvegisstyrk úr Rannsókna- sjóði Vísinda- og tækniráðs sem nam um 25 milljónum króna á ári í 3 ár. Í framhaldi af þeirri styrk- veitingu fengu forsvarsmenn verk- efnisins, í samvinnu við innlenda og erlenda vísindamenn, 950 millj- óna króna styrk frá Evrópusam- bandinu til að byggja upp Future- Volc-rannsóknasetrið. Þar af munu yfir 300 milljónir renna beint inn í íslenskt hagkerfi, m.a. í formi launa og rekstrarkostnaðar. Innlent rann- sóknafé var lykilþáttur í að tryggja verkefninu margfalt meira fjár- magn úr erlendum sjóðum. Skilaboðin Í ræðu á Alþingi 15. október 2009 sagði núverandi fjármálaráðherra: „Tekjur ríkisins má auka með tvennum hætti fyrst og fremst. Annars vegar með því að tryggja aðgerðir sem munu efla skattstofn- ana, koma atvinnulífinu aftur af stað og tryggja að ný störf verði til. Nokkur þúsund ný störf stórbæta afkomu ríkissjóðs [...] Ekki bara í nýjum sköttum frá einstaklingum heldur vegna þess að við mundum spara okkur alls konar félagslegar bætur [...] Áherslan hlýtur því að vera á að skapa ný störf sem auka verðmætaframleiðslu í landinu.“ Fyrrnefndar tölur um erlenda rannsóknastyrki samsvara nokkur hundruð störfum í hreinni þekk- ingarsköpun sem kostuð eru af erlendu fjármagni. Slíkum rann- sóknastörfum hefur fjölgað veru- lega hér á landi á undanförnum áratugum og tengja má þá fjölgun beint við aukin rannsóknaumsvif innanlands. Fyrirhugaður niður- skurður fjárveitinga ríkisins til samkeppnissjóða hefur því bein áhrif, til lengri og skemmri tíma, á möguleika okkar til að afla þeirra erlendu fjárfestinga sem skila hvað mestu á hverja krónu til þjóðarbús- ins. Skilaboðin til þeirra sem umboð hafa til að ráðstafa skattfé almenn- ings eru því skýr: Stuðningur við innlendar rannsóknir og efling þeirra gæti skilað þjóðarbúinu milljörðum í beinar gjaldeyris- tekjur á komandi árum – til við- bótar við önnur jákvæð hagræn og menningarleg áhrif – auk mögu- leikans á því að tryggja okkur nokkra vinningsmiða í happa- drættinu. Um vísindarannsóknir og fjárfestingar VÍSINDI Kristján Leósson vísindamaður ➜ Það er alls ekki sjálfgefi ð að erlendir aðilar kjósi að kosta rannsóknastarf á Ís- landi. Nóg er af hæfum rann- sakendum um allan heim. www.laktósafrítt.is Pökkunardagur Framl. Best fyrir Pökkunardagur Framl. Best fyrir laktósafrítt ab-jógúrt jarðarber – fyrir þá sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa – fyrir þá sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa laktósafrítt ab-jógúrt perur – fyrir þá sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa laktósafrítt ab-jógúrt karamella Smakkaðu nýju laktósafríu mjólkurvörurnar frá Örnu Fást nú víða um land Arna ehf. Mjólkurvinnslan í Bolungarvík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.