Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 26
26. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Vatnsaflsvirkjanir í Soginu mörk-uðu tímamót í orkumálum þjóð-arinnar. Þegar Ljósafossvirkjun var fyrst gangsett árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborg-arsvæðinu tvöfaldað. Ljósifoss er
við útfall Úlfljótsvatns en Írafossvirkjun
var gangsett neðar í ánni 1953.
Fjórum árum síðar hófust framkvæmd-
ir við þriðju Sogsvirkjunina, við Efra-Fall
í suðurhluta Þingvallavatns, en áður en
þeirri framkvæmd var lokið varð þar mikið
tjón þegar Þingvallavatn braut sér leið í
gegnum varnarþil og beljaði hömlulaust
niður í Úlfljótsvatn.
Í Morgunblaðinu var talað um að þetta
væri mesta tjón sem orðið hefði við nokkra
mannvirkjagerð hér á landi, enda var vatns-
þunginn gríðarlegur.
Nýlega fundust merkilegar ljósmyndir
sem teknar voru rétt eftir að flóðið gekk
yfir og sýna vel hvers lags hamfarir var
um að ræða. Myndirnar tók Kristján Júlíus
Finnbogason sem var vélstjóri við Írafoss-
virkjun á þessum tíma.
Varnarþil rofnaði í aftakaveðri
Framkvæmdir við virkjunina hófust í ágúst
1957. Boruð voru aðrennslisgöng niður í
gegnum Dráttarhlíð að Úlfljótsvatni. Þar
var svo búið að grafa fyrir jöfnunarþró og
stöðvarhúsið var í byggingu þegar þjóðhá-
tíðardagurinn rann upp árið 1959.
Aftakaveður hafði þá geisað úr norðri
daginn og nóttina áður og Þingvallavatn
hafði barið á varnargarði sem reistur
hafði verið framan við göngin. Snemma að
morgni 17. júní sáu þeir verkamenn sem
enn voru uppi á vinnusvæðinu að ágangur
vatnsins var með þeim ósköpum að jarð-
vegsuppfylling handan járnþils var farin að
skolast í burtu. Þrátt fyrir að allt kapp væri
lagt í að lagfæra skemmdirnar var það til
lítils og loks lét þilið undan skömmu fyrir
hádegi og vatnið flæddi óhindrað í gegn,
niður í jarðgöngin og út fyrir neðan.
Vatnsflaumurinn skall með fullum þunga
á stöðvarhúsinu sem þá var í byggingu og
flæddi inn á neðstu þrjár hæðirnar. Ekk-
ert manntjón varð, en það mátti litlu muna.
Samkvæmt blaðafréttum þess tíma var
einn verkamaður hætt kominn þar sem
hann stóð neðan við þilið þegar það brast
og þrír í viðbót voru staddir í stöðvarhúsinu
að bjarga verðmætum tækjabúnaði. Allir
sluppu þeir þó ómeiddir.
Gangsett fyrir árslok 1959
Gríðarmiklar skemmdir urðu á mannvirkj-
um þar sem straumurinn hrifsaði meðal
annars með sér sjö lítil vinnuskýli, nýsteypt
íbúðarhús gjöreyðilagðist og heljarmikill
krani fór veg allrar veraldar. Brak og fleira
skolaðist niður með Soginu og lýsti tíðinda-
maður Vísis því þannig að heilu húsmæn-
arnir hefðu staðið upp úr ánni.
Viðgerðir hófust fljótlega þar sem tekið
var að fylla í skarðið í varnarveggnum sem
var á bilinu tíu til fimmtán metrar og tókst
að koma í veg fyrir vatnsrennslið nokkrum
dögum síðar.
Virkjunin, sem var nefnd eftir Steingrími
Jónssyni rafmagnsstjóra Reykjavíkur, hlaut
nafnið Steingrímsstöð. Hún var svo tekin
í gagnið í desember sama ár og hefur hún
þjónað sínum tilgangi síðan og skilar nú
122 gígavatnsstundum á ári og þjóðhátíðar-
dagurinn afdrifaríki er einungis minning,
en myndir eins og þær sem Kristján tók og
fylgja hér með, munu lifa.
Þorgils
Jónsson
thorgils@frettabladid.is
Hamfarirnar
festar á filmu
Nýlega fundust áður óbirtar myndir frá hamfaraflóðinu sem
varð 17. júní 1959 þegar Þingvallavatn braust í gegnum varn-
arþil og óð beljaði yfir framkvæmdasvæði virkjunar í Sogi.
Gríðarmiklar skemmdir urðu og var þetta atvik talið mesta
tjón sem orðið hafði við mannvirkjagerð hér á landi.
„Pabbi var alltaf mikill
myndasmiður,“ segir Jó-
hannes Kr. Kristjánsson
fréttamaður en hann
fann myndirnar í slides-
myndasafni föðurs síns
heitins.
„Hann tók mikið af
myndum til dæmis með
AGFA colour vél og líka kassamyndavélum.
Hann tók einmitt mikið af slides-myndum á
þessum árum og eftir hann liggur heilmikið
safn af myndum, bæði úr vinnuumhverfi
hans og líka fjölskyldumyndum. Þetta eru
fleiri þúsundir mynda sem ég hef verið að
dunda mér við að fara í gegnum. Svo rakst
ég nýlega á þessar myndir, þessar hamfara-
myndir, en ég vissi ekkert hvað var þar í
gangi, nema að þetta tengdist Soginu. Svo
fór ég að gúggla mig áfram og fann blogg-
færslu eftir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ing þar sem hann fjallar um veðurofsann
sem orsakaði þetta allt saman. Ég hringdi
þess vegna í Einar sem saup hreinlega
hveljur þegar hann sá þessar myndir.“
➜ „Var alltaf mikill
myndasmiður“
EYÐINGARKRAFTUR Hér sést gjörla hinn gríðarmikli kraftur sem var í flóðinu þar sem það streymir út um munna aðrennslis-
ganganna og niður í Úlfljótsvatn. Stöðvarhúsið er hér í forgrunni.
HVÍTFYSSANDI Vatnsflaumurinn umvafði stöðvarhúsið sem
var langt komið í byggingu.
FLÆDDI UM ALLAR HÆÐIR Þrjár neðstu hæðirnar á stöðvar-
húsinu fylltust af vatni þegar flaumurinn var sem harðastur.
BROSTNAR VARNIR Þingvallavatn flæðir hér í gegnum rofið varnarþil og ofan í
aðrennslisgöngin.
MÓTIÐ SKAUST ÚT Hér er horft niður að Úlfljótsvatni, sennilega ofan við munna
aðrennslisganganna. Sívalningurinn á miðri myndinni var notaður sem eins konar
steypumót í göngunum og spýttist út með vatnsflaumnum. Hann var sennilega um
sex til sjö metrar á lengd.
STRAUMÞUNGI Vatnsmagnið í Soginu margfaldaðist þegar varnarstíflan við
Þingvallavatn brast. Þessi mynd er frá Ljósafossvirkjun, neðar í ánni.
Kristján Júlíus Finnbogason (1928-1983)
tók meðfylgjandi myndir á AGFA-myndavél. Hann
var vélstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur við
Írafossvirkjun neðar í Soginu á árunum 1956 til 1962
og hefur því annaðhvort verið í nágrenninu þegar
ósköpin riðu yfir eða komið þangað skömmu síðar.
Þegar varnarstíflan ofan við Sog brast árið 1959, varð sem betur
fer ekki mannskaði, en áhrifin á lífríki Þingvallavatns voru gífurleg,
sérstaklega á urriðastofninn sem svo gott sem hvarf úr vatninu um
áratugaskeið. Össur Skarphéðinsson, stjórnmálamaður og lífeðlis-
fræðingur, er sérfróður um Þingvallaurriðann og segir að stofninn
hafi í raun ekki náð sér fyrr en upp úr síðustu aldamótum.
„Ég man sjálfur eftir þessu því að ég var þarna sex ára gamall og
foreldrar mínir áttu sumarbústað í Miðfellslandinu. Vatnsyfirborðið
lækkaði um einhverja tvo metra og það var eins og útfiri langt út
frá bakkanum. Seiði lágu þarna dauð í hrönnum og þetta hafði
auðvitað mikil áhrif á alla stofna og lífríki í vatninu mörg ár á eftir.“
Össur segir að þegar vatnsbylgjan reið yfir árfarveg Efra-Sogs
hafi hún hrifsað með sér grófa möl af botninum, þar sem stærsti
urriðinn hafi átt hrygningarstöðvar. Össur segir hrun urriðans hafa
haft mikil áhrif á lífríkið í vatninu, enda var urriðinn þar efstur í
fæðukeðjunni.
Hann telur að áhrifa flóðsins hafi gætt allt fram yfir árið 2000,
en þá hafi urriðinn komist aftur af stað með sleppingum.
URRIÐINN VAR 40 ÁR AÐ NÁ SÉR AFTUR
MEÐ 29 PUNDA URRIÐA Í
ÖXARÁ Össur Skarphéðinsson
segir að Þingvallaurriðinn
hafi ekki náð sér fyrr en eftir
aldamót.