Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 34
26. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34
Sakleysislegar snjóflygsur falla tignarlega til jarðar í logninu á Akureyri þegar flugvélin lendir. Það er mikil tilhlökkun fyrir manneskju sem ólst upp við söng Helenu Eyjólfsdóttur
í óskalagaþáttum útvarpsins að hitta
hana í eigin persónu. Hún býður mér
brosandi í bæinn og á stofuborðinu ligg-
ur bókin um hana, Gullin ský, sem sögu-
ritarinn, Óskar Þór Halldórsson, var að
koma með glóðvolga úr prentsmiðjunni.
Við flettum bókinni með lotningu, skoð-
um myndirnar og rifjum upp lög sem
Helena gerði vinsæl því textarnir eru
birtir aftast í bókinni. Þeir fjalla nán-
ast allir um ást. Hún hlær þegar ég spyr
hvort hún trúi á ástina. „Já, svo sann-
arlega. Gerir þú það ekki líka?“ svarar
hún að bragði.
Æfði í kjallarakompu
Rúm 60 ár eru frá því Helena kom fyrst
fram syngjandi. Nú er hún að undir-
búa tvenna stórtónleika í kvöld á Græna
hattinum, í tilefni af útkomu bókar-
innar. Þeir seinni byrja klukkan ellefu
svo hún verður að fram á nótt en hún
er ekki óvön því. Meðan ballmenning-
in var í mestum blóma söng hún fyrir
dansi öll kvöld vikunnar nema miðviku-
dagskvöld. Hún ætlar að endurtaka tón-
leikana í Súlnasalnum 9. nóvember og slá
þar upp balli á eftir. Með henni á báðum
stöðum er úrvalslið hljóðfæraleikara og
söngvara.
Helena var barnastjarna. Hún hóf
söngnám níu ára hjá Guðrúnu Pálsdótt-
ur, ekkju Héðins Valdimarssonar. „Guð-
rún bjó í flottu húsi við Sjafnargötuna
og ég labbaði til hennar tvisvar í viku úr
Stórholtinu. Mér fannst ég komin í höll,
þegar ég kom til hennar. Hún kenndi
mér í þrjá vetur og tók ekki krónu fyrir.“
Meining Guðrúnar var að gera óperu-
söngkonu úr Helenu enda kveðst Helena
oft hafa æft óperuaríur í kjallarakompu,
þar sem hún taldi að enginn heyrði til, en
síðan hafi dægurlagasöngurinn heillað
og haldið henni fanginni upp frá því.
Eilíf sæla
Helena ólst upp í Reykjavík hjá góðum
en fremur fátækum foreldrum, ásamt
tveimur systrum, en faðir hennar dó
þegar hún var tíu ára og yngsta systirin
þriggja. „Pabbi var plötu- og ketilsmið-
ur. Okkur var sagt að hann hefði dáið úr
lungnabólgu en ég hef grun um að það
hafi verið einhver rafsuðueitrun, hann
varð alveg heiðgulur og þetta tók hann
mjög hratt. Lát hans var reiðarslag fyrir
okkur mæðgurnar.“
Sumarið eftir að faðir Helenu dó fór
hún til föðurbróður síns og hans konu
sem bjuggu á Akureyri. „Það átti að
heita að ég væri að passa yngsta strák-
inn þeirra en auðvitað voru þau bara að
létta undir með mömmu. Ég var ellefu
ára og tók strax ástfóstri við Akureyri.“
Seinna náði Helena sér í akureyrsk-
an pilt, Finn Eydal, sem bauð henni að
koma norður að syngja með hljómsveit
sem hann og bróðir hans Ingimar voru
að stofna og hét Atlantic kvartett. Þá var
hún sextán ára og sló til. „Þetta sumar,
1958, var eilíf sæla. Mér finnst alltaf
hafa verið sól. Seinna fluttum við Finnur
hingað þannig að ég er búin að búa hér
mestan hluta ævi minnar,“ segir hún og
augun tindra.
Nú vil ég vita hvar fundum hennar og
Finns bar saman. „Finnur var að spila
með Hljómsveit Svavars Gests í Sjálf-
stæðishúsinu í Reykjavík sem er Nasa
núna. Ég var einu sinni að syngja þar á
árshátíð. Þá kom hann til mín á eftir og
spurði hvort hann mætti hringja í mig
næsta dag. Ég hélt hann ætlaði að bjóða
mér í bíó en þá var hann að biðja mig
að koma norður að syngja með Atlantic
kvartettinum. Þannig kynntumst við nú.“
Gott að horfa á gullnu skýin
Helena Eyjólfsdóttir hefur sungið opinberlega í 60 ár. Hún heldur tónleika norðan og sunnan heiða í tilefni af útgáfu
bókarinnar Gullin ský sem snýst um ævi hennar, ást og söng en líka erfiðleika vegna veikinda eiginmannsins.
SÖNGKONAN „Það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja með mínum gömlu félögum sem ég hitti oft. Í mínum huga eru þeir alltaf strákarnir,“ segir Helena. MYND/AUÐUNN NÍELSSON
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Egill
Ólafsson
var að tala
um þetta
hljóðfæri
og segir: Ja,
við köllum
þetta nú
alltaf
Helenu-
stokk. Ég
fann
hvernig ég
kafroðnaði.
Hann hefur séð eitthvað meira í þér en
söngkonu, segi ég. „Já, það er fræg setn-
ing sem hann sagði við Ingimar bróður
sinn þegar hann tjáði honum að hann
væri búinn að finna söngkonu og Ingi-
mar spurði hvernig hún væri: „Hún er
með gleraugu.“ Ingimar var hins vegar
ekki að spyrja um útlitið heldur söng-
hæfileikana.“
Erfiðasta hlutverkið
Skemmtanabransanum hefur oft fylgt
sukk en Helena kveðst alltaf verið reglu-
söm. „Það var aldrei notað áfengi þegar
við vorum að spila, hvorki í hljómsveit
Finns né Ingimars. En Finnur ánetjaðist
lyfjum, var á tímabilum á því sem í dag
er kallað læknadóp, svefnlyf og verkja-
lyf. Það var mjög erfitt en við áttum
okkar góðu stundir á milli.
Finnur fékk tvívegis krabbamein,
fyrst undir tungu. „Við reyktum bæði,
undir það síðasta reyktum við pípu því
sígarettur voru svo dýrar. Mér fannst
ægilega gott að reykja pípu,“ segir Hel-
ena. „Meinið var fjarlægt en þetta var
erfitt fyrir Finn, því tungan er svo mik-
ilvæg þegar leikið er á blásturshljóð-
færi. En það tókst að laga þetta. Svo fékk
Finnur krabbamein í ristil, það var tek-
inn bútur og þá var það búið. En svo kom
nýrnabilunin. Það endaði með því að
nýrun hreinlega gáfu sig og hann þurfti
að lifa við blóðskilunarvél.“
Helena gerði sér lítið fyrir og lærði
á blóðskilunarvél til að geta sinnt Finni
og einu herbergi á heimilinu var breytt
í sjúkrastofu. Þannig var það í fjögur ár.
„Þetta er erfiðasta hlutverk sem ég hef
tekist á við en sé aldrei í lífinu eftir því.
Það varð til þess að við þurftum ekki að
flytja suður og Finnur gat haldið áfram
HLJÓMSVEIT INGIMARS EYDALS Bjarki Tryggvason, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Grímur Sig-
urðsson, Árni Ketill Friðriksson og Ingimar Eydal. Búningurinn var stundum nefndur Skæruliðafötin.