Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 35

Fréttablaðið - 26.10.2013, Síða 35
LAUGARDAGUR 26. október 2013 | HELGIN | 35 Nokkrir atburðir í ævi Helenu 1954 Fyrsta platan kom út þegar Helena var 12 ára, með jólasálmunum Heims um ból og Í Betlehem. Hún var tekin upp í Dómkirkjunni og organistinn, Páll Ísólfs- son, lék undir. Helena kom fram sem dægurlagasöng- kona í fyrsta skipti fimmtán ára á rokktónleikum í Austurbæjarbíói með hljómsveit Gunnars Ormslev sem hitaði upp fyrir Tony Crobie og hljómsveit. Hjá Atlantic kvartett var Helena fyrst ráðin söngkona, þá 16 ára. Kvartettinn spilaði í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Áður hafði hún sungið nokkrum sinnum með hljómsveit José Riba. Íslenskir tónar gáfu út plötu með fjórum metsölulögum frá Evrópu, sungnum af Helenu. Eitt þeirra var Hvítir mávar sem varð gífurlega vinsælt og langlíft. Helena og Finnur Eydal, klarínettu-og saxófónleikari, giftu sig eftir þriggja ára samband. Hún var nítján ára og hann tuttugu og eins. Platan Í sól og sumaryl kom út með samnefndu lagi, ásamt Maríu Ísabel, Hoppsa bomm og fleiri sívinsælum lögum. Hún er söluhæsta platan sem Helena hefur sungið inn á til þessa. Finnur, eiginmaður Helenu lést, en áður hafði hún hjúkrað honum heima í fjögur ár. að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri, sem hann hafði unun af. Í lokin fékk hann stórt heilablóðfall þar sem hann lá á Landspítalanum, ég rétt náði til hans áður en hann dó. Það var ómetanlegt. Við gerðum alla hluti saman og mér fannst dásam- legt að við værum saman á þess- ari stundu líka.“ Nú í nóvember eru sautján ár frá því Finnur lést, 56 ára að aldri. Blessuð sé minning hans. Ekkert mávapex En líf Helenu heldur áfram, hún er heilbrigðin uppmáluð og kveðst jákvæð manneskja að eðlisfari. „Það er gott að horfa bara á gullnu skýin,“ segir hún brosandi. „Ég sef vel, jafnvel þótt eitthvað bjáti á, það er ég þakklát fyrir. Ég fer út að ganga á hverjum einasta degi og reyni að borða hollt. Ég á þrjú börn og elska að knúsa barnabörnin en þau búa bara í Reykjavík og Banda- ríkjunum. Það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja með mínum gömlu félögum sem ég hitti oft. Í mínum huga eru þeir alltaf strák- arnir. Ég var að skrifa vinkonu minni í Svíþjóð tölvupóst um dag- inn og endaði á að segja. „Jæja, nú verð ég að hætta, því ég er að fara að syngja með strákunum.“ Hún skrifaði um hæl. „Þú meinar auð- vitað körlunum.“ Ég var svo móðg- uð að ég svaraði henni ekki einu sinni.“ Nú er sólódiskur í undirbúningi hjá Helenu. Fyrsti sólódiskurinn á ferlinum. Hún segir þar meðal annars verða ný lög frá íslensk- um höfundum. „Hálfum mán- uði áður en Jóhann G. Jóhanns- son dó rétti hann útgefandanum mínum umslag með níu lögum sem hann merkti mér. Það finnst mér dásamlegt. Ég tek örugglega eitthvað af þeim.“ Hún ætlar þá sem sagt ekki að taka sín gömlu lög? Nei, það verð- ur ekkert Á skíðum skemmti ég mér eða mávapexið, eins og Raggi Bjarna kallar Hvíta máva. „Hel- ena mín, komdu og syngdu hérna með mér mávapexið.“ Ekki er hægt að sleppa Hel- enu án þess að minnast á Helenu- stokkinn fræga, hún er einmitt með hann á bókarkápunni. Skyldi hún ekki ánægð með að hafa auðgað íslenskuna með því orði? Hún hlær. „Það var alls ekki ég sem gaf stokknum þetta nafn. Ég heyrði það í fyrsta skipti í sjón- varpsþætti með Stuðmönnum þar sem Egill Ólafsson var að tala um þetta hljóðfæri og segir: Ja, við köllum þetta nú alltaf Helenu- stokk.“ Ég fann hvernig ég kaf- roðnaði. Á menningarnótt á Akur- eyri í lok ágúst var ég að syngja með Retro Stefson, strákum af þriðju kynslóð frá mér. Það var mjög skemmtilegt. Ég valdi lagið María Isabel og tók stokkinn með mér. Pallurinn var neðst í gilinu, við Hótel Kea og svakalega öflugt hljóðkerfi, fólkið allt í Gilinu og kirkjutröppunum. Ó, þetta var svo gaman, alveg ógleymanlegt.“ 1954 1957 1958 1959 1961 1972 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.