Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 72

Fréttablaðið - 26.10.2013, Side 72
26. október 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 44 Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, sem þekkt er fyrir starf sitt með Framand- verkaflokknum Kviss búmm bang. Ljóðin fjalla um uppvaxtar- og ung- lingsár Evu Rúnar í Neðra Breið- holtinu séð með fullorðinsgler- augunum. Fræinu að bókinni var hugsanlega sáð þegar hún var 15 ára og faðir hennar sagði við for- eldravaktina, þegar hún bankaði upp á að safna mannafla, að það væri nauðsynlegt hverjum unglingi að fá að alast upp í sjoppunni. „Ljóðin í þessari bók byrjuðu að streyma til mín þegar ég kom heim eftir að hafa búið erlend- is,“ segir Eva Rún spurð um til- urð ljóðanna í bókinni. „Ég kom heim í hverfið mitt sem er Neðra Breiðholtið þar sem allt er aflok- að að skandinavískri fyrirmynd og ég fór að velta fyrir mér þessu samfélagi og því sem ég hafði van- ist þar. Allt í einu kom nýtt ljós á það sem var svo hversdagslegt og venjulegt og þá varð það mjög sér- kennilegt, dramatískt og sorglegt. Það leit dálítið öðruvísi út þegar maður horfði á það með fullorðins- gleraugunum heldur en sem barn. Með fullorðinsgleraugum á ég við þegar maður hefur áttað sig á því að margt sem maður lærir í upp- eldinu, gildi, viðmið, reglur verð- ur til þess að maður þarf að bera þungann af alls konar skrýtnum uppfinningum fullorðinna.“ Eva Rún segist hafa skrifað ljóð síðan hún man eftir sér, en hún hafi alls ekki viljað að nokkur vissi af því. „Mér fannst það rosalega mikið feimnismál að skrifa ljóð, það þótti ekki töff í Breiðholtinu. En eftir að ég var búin að vinna við list árum saman og skrifa alls konar texta þá uppgötvaði ég að það er í rauninni af sama meiði. Ljóða- skrifin eru bara pínu fínstilling á því sem ég hef verið að gera með Kviss búmm bang. Ég er alltaf að vinna með texta, myndir og gjörð- ir, þannig að það er mjög tengt og eiginlega eru ljóðin bara „eðlilegt“ framhald af því.“ En ef það var hallærislegt að skrifa ljóð í Breiðholtinu á þínum unglingsárum, hvað var þá töff? „Það var svolítið töff að spila hand- bolta og sækja diskótek. Maður tók bara þátt í einhverju leikriti eins og hinir.“ Þótt Eva Rún segi ljóðagerð- ina eðlilegt framhald af því sem hún hefur verið að gera í leiklist- inni viðurkennir hún að það sé svolítið erfitt að axla nýjan titil. „Mér finnst dálítið erfitt að koma allt í einu út sem ljóðskáld en ég er reyndar alltaf að æfa mig í að breytast. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir því að við séum gagnkynhneigð og ekki ljóðskáld. Við þurfum að vera að brjótast út úr boxum og kössum alla ævina. Mér finnst gott að líta á það þann- ig að maður sé aldrei orðinn neitt, við getum alltaf breyst, skipt um skoðun, snúið við. Við lifum í svo týpumiðuðu samfélagi, við þurfum að vera á varðbergi svo að okkur dagi ekki bara uppi sem einhverja „svona“ týpu. Ég held ég byrji aftur í handboltanum bráðum.“ Aldrei orðin neitt Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún segist hafa skrifað ljóð alla ævi en farið með það eins og mannsmorð, það hafi ekki þótt töff í Neðra-Breiðholtinu. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Íslenskir rithöfundar halda áfram að gera það gott í Frakk- landi. Nú eru tuttugu þúsund eintök seld þarlendis af bók Bergsveins Birgissonar Svar við bréfi Helgu og bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000° hefur einnig hrifið Frakka. Stórblaðið Le Monde birti nýverið grein eftir Catherine Simon sem gerir báðar bækurnar að umtalsefni, auk einnar bókar frá Quebec. Söguhetjur allra bókanna eru vel við aldur og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvort kuldinn varðveiti söguhetjur svona vel og því komi aldraðar hetjur úr norðrinu. Simon er yfir sig hrifin af Bjarna, söguhetjunni í Svar við bréfi Helgu, segir að hann sé í senn feiminn og stórfeng- legur og að hann verði að fá að eiga það, að þó hann hafi svarað of seint þá hafi hann samt svarað. Hún segir skáldskap Hallgríms sveiflast á milli pönks og ljóðrænu og kallar bókina „roman-fleuve“ eða skáldsögu- fljót. Einnig dáist hún að því að skáldin gætu verið börn söguhetjanna – sem kuldinn hefur varðveitt svo vel. Le Monde prísar íslenskar söguhetjur BERGSVEINN BIRGISSON Svar við bréfi Helgu. HALLGRÍMUR HELGASON Konan við 1000° VILBORG FARIN Í PRENTUN Bók Sigmundar Ernis um pólfar- ann Vilborgu Örnu, Ein á enda jarðar, fór í prentun í gær. Starfsmenn Upp- heima unnu dag og nótt síðustu tvær vikur til að ljúka verkinu í tæka tíð. BÆKUR ★★★★ ★ Dísusaga - Konan með gulu töskuna Vigdís Grímsdóttir JPV-ÚTGÁFA Í upphafi Dísusögu eftir Vigdísi Grímsdótt- ur er birtur samning- ur milli tveggja pers- óna sögunnar: Vigdísar sjálfrar og Dísu Gríms, þeirrar sem hefur orðið lengst af í sögunni. Þessar tvær persónur deila lík- ama og hafa gert það frá því Vig- dís var 10 ára gömul og var nauðg- að á hrottalegan hátt. Þá kom hin svarta Gríms inn í líf stúlkunnar ungu og upp frá því eru þær tvær. Sambandið milli þeirra tveggja er erfitt, en líka nauðsynlegt til að þær lifi af og umberi sársaukann. Dísusaga er fyrsta bókin sem Dísa skrifar en Gríms virðist bera ábyrgð á höfundarverki Vigdís- ar Grímsdóttur fram að þessu. Samningurinn er nokkuð skýr og verkaskiptingin á milli þeirra líka þótt þær fylgi ekki alltaf ákvæð- um hans. Annar samningur er á hinn bóginn miklu óljósari í þess- ari sögu eins og í mörgum nútíma- legum sjálfs- og skáldævisögum. Þetta er samningurinn milli les- anda og sögumanns sem tryggir að „skáldævisagan“ sé í einhverj- um skilningi sönn. Í Dísusögu er fátt öruggt og lesandinn situr uppi með spurn- ingar eins og: Hvað er satt og hvað skáldað? Hvenær á lesandinn að taka atburði sögunnar og persónur trúanlega og hvenær ekki? Og skiptir það einhverju máli? Annað sem skilur Dísusögu frá algengu formi ævisagna er hversu lítið er þar um lýsingar á atburðum og þroska aðalpersónanna. Við fáum að vísu ýmislegt að vita um upp- vöxt og fjölskyldu en þeim mun meira um tengsl persónanna tveggja, og aðstæður þeirra um það leyti sem bókin er að verða til í sextíu daga einangrun norður á Ströndum. Lesandinn verður líka margs vísari um bækur Vigdísar og flókin tengsl þeirra við lífshlaup hennar sjálfrar, klofningurinn sem lýst er í sögunni minnir auðvitað sterklega á skáldverk hennar, ekki síst Stúlkuna í skóginum sem geng- ur eins og rauður þráður í gegnum Dísusögu, en einnig aðrar bækur hennar, Kaldaljós og Ísbjörg eru til dæmis áberandi í samtölum þeirra Dísu og Gríms. Þriðja aðalpersóna sögunnar, elskhuginn Kisi, er líka viðtakandi hennar, sá sem bréf Dísu er skrif- að til. Það getur verið freistandi á köflum að leggjast í einhvers konar spæjaraleik og reyna að komast að því hver hann er þessi dularfulli lífsnautna- og bókmenntamaður sem býr í Laugarnesinu og virðist hafa skrifað ýmislegt um íslenskar bókmenntir. En hvort sá spæjara- leikur myndi nokkurn tíma leiða að raunverulegum manni af holdi og blóði er vafamál. Kisi er eins og ýkt mynd af elskhuga, eins og hver annar högni er hann eigingjarn og sjálfselskur, en líka fágaður, býður upp á veislur í mat og drykk sem ná hámarki við bjarnarfeld og arineld. Þegar þangað er komið er ekki laust við að lesandinn spyrji sig hvort þessi mynd af hinu eilífa og klassíska karldýri hljóti ekki að eiga að tákna eitthvað annað en sjálfa sig. Skáldævisögur hafa oft og tíðum það hlutverk, beint og óbeint, að sýna okkur höfundinn að baki verkunum, varpa ljósi á höfund- arverkið og skýra það út frá sjón- arhóli höfundarins sjálfs. Það gerir Dísusaga ekki nema að tak- mörkuðu leyti, enda höfundurinn tvöfaldur í roðinu. Þess vegna er kannski best að láta þær Dísu og Gríms ekki plata sig of auðveld- lega. Gera ekki of miklar vænt- ingar um hefðbundna uppvaxtar- sögu en njóta þess sem þær bjóða upp á: frásagnar sem er uppfull af tvístringi og sársauka, en líka gleði, húmor og djúpum pælingum um skáldskap og ævi höfundarins. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Ævisaga mikils höfundar sem svarar mörgum spurningum en vekur enn fleiri. Tvær konur í sama kroppi – og kisi BERNSKAN Í BRENNIDEPLI Eva Rún yrkir um Neðra Breiðholtið í bók sinni Heimsend- ir fylgir þér alla ævi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eiga íslenskir ríkisborgarar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis, kosningarrétt á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum tíma liðnum falla menn af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarrétti. Því þurfa þeir, sem vilja vera á kjörskrá, en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 2005 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2013, til þess að halda kosningarrétti. Kosningarrétturinn gildir þá til 1. desember 2017, en endurnýja þarf hann með nýrri umsókn til Þjóðskrár Íslands eftir 1. desember 2016. Umsókn skal senda Þjóðskrá Íslands (umsóknareyðublöð eru á vefsíðu stofnunarinnar (http://skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5829). Frekari upplýsingar um kosningarréttinn má finna á vefsíðu Þjóðskrár Íslands (http://www.skra.is/thjodskra/kjorskra/kosningarettur/). Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á Íslandi geta átt kosningarrétt hér á landi. Kosningarréttur miðast við 18 ára aldur. Reglur þessar gilda með sama hætti um kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki um kosningar til sveitarstjórna. Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi tekinn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann átti síðast lögheimili á Íslandi samkvæmt þjóðskrá. Innanríkisráðuneytið, 23. október 2013. FÆRT TIL BÓKAR !
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.