Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2013, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 26.10.2013, Qupperneq 78
26. október 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BENJAMÍNSSON Holtsgötu 12, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. október kl. 13.00. Hulda Guðmundsdóttir Kristín Berglind Kristjánsdóttir Páll Kristján Svansson Broddi Kristjánsson Helga Þóra Þórarinsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA PÉTURS BJÖRGVINSSONAR sjóntækjafræðings, Kjalarsíðu 14b, 603 Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri og lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Laufey Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Árnason Þorgerður Helga Árnadóttir Ingi Rafn Ingason Sævar Már Árnason Gunnhildur Helgadóttir Helga Laufey Ingadóttir, Jökull Sævarsson, Myrra Ísis Sævarsdóttir og Valgerður Árný Ingadóttir Okkar góða móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HÖGNADÓTTIR frá Valhöll í Grindavík, er lést mánudaginn 21. október á Sólvangi í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 29. október kl. 14.00. Hlýjar hugsanir og þakkir sendum við þeim er að umönnun stóðu. Bára Þórarinsdóttir Arngrímur Sæmundsson Þórarinn Arngrímsson Sigríður Ársælsdóttir Sæmundur Elías Arngrímsson Svavar Rúnar Arngrímsson Sigrún Arngrímsdóttir og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útfarir foreldra okkar ALBERTS JENSEN OG ÞÓRU FILIPPÍU ÁRNADÓTTUR sem létust 7. júní og 11. júlí síðastliðinn. Sérstakar þakkir sendum við til SEM-hússins og Sinnum hjúkrunarþjónustu. Magnús Valur Albertsson Guðný Guðmundsdóttir Kristín Albertsdóttir Sigríður Albertsdóttir Jörgen Árni Albertsson Karen H. Theodórsdóttir Ögmundur Guðjón Albertsson Lilja Rós Agnarsdóttir Guðfinna Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjarta var grætt í tólf daga gamla stúlku þennan dag árið 1984. Aðgerðin var framkvæmd af Leonard L. Bailey, skurðlækni við Loma Linda-háskóla- sjúkrahúsið í Kaliforníu. Þetta var í fyrsta sinn sem reynt var að græða hjarta úr bavíana í manneskju. Stúlkan, sem nefnd var Baby Fae, fæddist með vanþroskað hjarta. Nokkrum dögum eftir fæðinguna taldi Bailey læknir móðurina á að leyfa sér að skipta hjartanu út fyrir heilbrigt apahjarta enda væru lífslíkur telpunnar að öðrum kosti sáralitlar. Baby Fae lifði aðgerðina af og lífs- barátta hennar næstu daga dró að sér heimsathygli. Hún lifði lengur en nokkur önnur mannvera eftir slíka aðgerð en þó fór svo að líkaminn hafnaði hinu nýja hjarta og Fae dó úr nýrnabilun vegna þeirra ónæmisbæl- andi lyfja sem henni voru gefin. Fae dó 15. nóvember 1984 eftir tuttugu daga harða baráttu. ÞETTA GERÐIST: 26. OKTÓBER 1984 Hjarta úr apa grætt í barn „Mér þykir ekki gaman að tala um stam en lít þannig á að ég geti kannski gert einhverjum gagn með því,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður sem heldur erindi á stamhátíð í Hinu húsinu við Pósthússtræti í dag. Þar er opið hús frá kl. 13 til 16 og allir eru velkomnir. Þar ætlar Guðbjörg Ása Jóns- og Huldudóttir að kenna áhuga- sömum hvernig eigi að nýta sér stam til framdráttar og Óli Palli byrjar sinn fyrirlestur klukkan 14.15. Hann segir stam þó ekkert sem hann vilji flagga. „Við sem höfum þennan djöf- ul að draga reynum yfirleitt að fela þetta,“ útskýrir hann og segir stamið einkum hafa verið honum erfitt þegar hann var yngri. Hann sé heppinn að hafa náð að draga úr því en þó svo það heyrist ekki alltaf þá sé stamið með honum alla daga eins og spennuhnútur í maganum. „Ég var kominn yfir tvítugt þegar þetta fór að verða betra. Ég varð miklu betri eftir að ég fór að vinna í útvarpinu og veit ekki nákvæmlega hvers vegna,“ segir Óli Palli en telur það hugsanlega hafa með aukið sjálfs- traust að gera. „Þú „læknast“ ekki af stami, þetta fylgir fólki ævilangt, er sálrænt og getur verið misáberandi eftir því hvernig manni líður. Ef það verður fyrir áfalli eða er undir álagi getur stamið aukist,“ útskýrir hann. Nú starfar Óli Palli við að tala og það í beinni útsendingu. Hvernig tókst honum að ná svona góðum tökum á staminu? „Kannski með því að ráð- ast á garðinn þar sem hann var hæst- ur og byrja að tala í útvarpið,“ segir hann og hlær. „En það gerðist rólega og í mörgum litlum skrefum því ég byrjaði hér sem tæknimaður og þegar ég fór í dagskrárgerðina var ég ekki í beinni útsendingu til að byrja með. Þá er þetta eins og að prjóna peysu, hægt er að rekja upp ef eitthvað mistekst. En svo getur verið erfiðara að standa fyrir framan lítinn hóp af fólki og tala en að vera í beinni útsendingu í útvarp- inu,“ segir Óli Palli og telur hvern og einn stamara takast á við það á sinn hátt. „Fólk notar lítil trix. Einn sem ég þekki bjargar sér með því að tala á inn- soginu á köflum. Þetta er ofsalega mis- munandi frá einum til annars, svipað og göngulag.“ Óli Palli var einn þeirra sem komu að stofnun Málbjargar, félags um stam, árið 1991. „Við vorum nokkrir eða nokkur sem komum saman nokkrum sinnum í aðdragandanum og lykilmað- ur var gleðigjafinn André Bachmann sem hefur heldur betur glatt marga gegnum tíðina. Ég hef ekki verið mjög virkur í félaginu, en nú var leitað til mín og mér er bæði ljúft og skylt að vera með, að sjálfsögðu,“ segir hann. gun@frettabladid.is Réðst á garðinn þar sem hann er hæstur Alþjóðlegur stamdagur er í dag og Málbjörg heldur „stamfest“ í Hinu húsinu. Meðal fyrir- lesara er Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður sem talar um stam í lífi og starfi . ÚTVARPSMAÐURINN „Ég var kominn yfir tví- tugt þegar stamið fór að lagast. Varð miklu betri í staminu eftir að ég fór að vinna í útvarpinu og veit ekki nákvæmlega hvers vegna,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.