Fréttablaðið - 26.10.2013, Qupperneq 94
26. október 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 66
Ég er ekki farinn
að horfa alveg á EM.
Eftir öll þessi meiðsli
horfi ég ekki lengra en
fram í næstu viku.
Arnór Atlason
LAUGARDAGUR
8:20 F1 á Indlandi-tímataka S2 Sport
11:45 C. Palace - Arsenal S2 Sport 2
13:35 Laugardagsmörkin S2 Sport 2
14:00 Man. Utd - Stoke S2 Sport 2
14:00 Liverpool - WBA S2 Sport 3
14:00 Norwich - Cardiff S2 Sport 4
14:00 Aston Villa - Everton S2 Sport 5
16.00 Barca - Real Madrid S2 Sport
16:00 Laugardagsmörkin S2 Sport 2
16:40 Southampt. - Fulham S2 Sport 2
SUNNUDAGUR
9:00 F1 Indlandskappakstur S2 Sport
13:30 Sunderl. - Newcastle S2 Sport 2
14:00 Göppingen - Kiel S2 Sport
16:00 Chelsea - Man. City S2 Sport 2
16:00 Tottenham - Hull S2 Sport 3
16:00 Swansea - West Ham S2 Sport 4
HANDBOLTI „Lífið er stórkostlegt.
Okkur líður mjög vel hérna og við
erum smám saman að komast inn í
hlutina,“ segir Arnór Atlason hress
og kátur.
Hann söðlaði um í sumar og
samdi til þriggja ára við franska
félagið St. Raphael. Það er um 30
þúsund manna bær á frönsku rívíer-
unni. Arnór segir bæinn afar nota-
legan og veðrið sé að sjálfsögðu
mikill bónus.
„Þetta er bara eins og Akureyri.
Það er líka alltaf frábært veður
hérna eins og á Akur-
eyri.“
Það hefur mikið geng-
ið á undanfarið ár hjá
landsliðsmanninum.
Skömmu eftir að hann
samdi við franska félagið
sleit hann hásin. Það hélt
honum frá æfingum og
keppni svo mánuðum
skipti. Er hann kom síðan út til
Frakklands dundi annað áfall yfir.
„Ég puttabrotnaði nánast um leið
og ég kom út. Ég missti því alveg af
undirbúningstímabilinu hjá okkur.
Ég kom inn í hóp er deildin byrjaði
og spilaði mjög lítið í upphafi enda
nýbyrjaður að spila. Ég er sífellt að
fá meiri spiltíma og í dag spila ég
kannski 30 mínútur í leik,“ segir
Arnór. Hann er fjölhæfur leikmað-
ur og getur leyst bæði skyttustöð-
una og miðjuna.
Hann spilar þó eingöngu á miðj-
unni hjá St. Raphael líkt og hann
hefur gert með sínum félagsliðum.
Hann spilar nær eingöngu skyttu
með landsliðinu.
Leikmaðurinn er orðinn algjör-
lega heill heilsu og kennir sér ekki
lengur meins.
„Þetta var erfitt í byrjun, ég get
alveg viðurkennt það. Vonandi er
komið nóg af meiðslum í bili. Ég
finn ekkert til í puttanum og hásinin
truflar mig ekki að neinu leyti. Ég
get alveg spilað af fullum krafti.“
Arnór segir franska handboltann
nokkuð góðan.
„Þetta er hörkudeild og við
höfum farið þokkalega af stað.
Erum í fjórða sæti. Við töpuðum
tveimur leikjum sem við áttum að
vinna. Það vantar smástöðugleika
hjá okkur. Sjö bestu liðin hér eru
mjög góð. Svo eru líka slakari lið
eins og alls staðar. Þetta er jöfn
deild fyrir utan París sem er með
frábært lið. Liðin í deildinni hér
hafa styrkt sig mikið síðustu ár,“
segir Arnór og bætir við að ágæt-
lega sé mætt á völlinn.
Akureyringurinn kunni ekkert í
frönsku er hann fór út en segir að
það gangi ágætlega að læra frönsk-
una. Hann er farinn að geta tjáð sig
lítillega.
„Ég er aðeins farinn að láta heyra
í mér. Ég og tveir Danir sem komu
líka í sumar erum saman í frönsku-
tímum. Það er alltaf gaman að læra
nýtt tungumál. Ég er að verða búinn
að læra þau nokkur núna,“ segir
Arnór en hann talar einnig reip-
rennandi dönsku og þýsku.
Það styttist í Evrópumótið í Dan-
mörku og landsliðið kemur saman
á næstu dögum í æfingabúðum.
Arnór bíður spenntur eftir því.
„Ég er ekki farinn að horfa
alveg á EM. Eftir öll þessi meiðsli
þá horfi ég ekki lengra en fram í
næstu viku. Ég hlakka mikið til að
hitta strákana í landsliðinu. Ég hef
ekki verið mikið með vegna meiðsl-
anna fyrir utan síðasta sumar. Þá
var ég ekki í neinu formi til að spila
landsleiki. Nú er ég á leiðinni upp
aftur og það verður gaman að láta
til sín taka á nýjan leik.“
henry@frettabladid.is
Var erfi tt í byrjun
Arnór Atlason er kominn á fulla ferð með sínu nýja félagi, St. Raphael, eft ir
mikla meiðslahrinu. Fyrst sleit hann hásin í Þýskalandi og svo puttabrotnaði
hann fl jótlega eft ir að hann kom til Frakklands. Hann er heill heilsu í dag.
BJÖRT FRAMTÍÐ Arnór er loksins orðinn heill heilsu og sér fram á bjartari tíma á
næstu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BARÁTTAN
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Fáðu þér áskrift
CHELSEA
MAN. CITY
ENSKI BOLTINN,
NET OG HEIMASÍMI Á 8.990 KR.Gegn 3 mánaða samningi
FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo er í
banastuði og vissara fyrir Spánar-
meistara Barcelona að hafa varann
á. Portúgalinn og félagar í Real
Madrid mæta í heimsókn á Nývang
í Katalóníu í dag. Þeir hvítklæddu
geta náð Börsungum að stigum í
toppsæti deildarinnar en þrjú stig
skilja liðin að.
Átta mánuðir eru síðan liðin
mættust síðast. Eftir gott tak Börs-
unga á Real blasir sú ískalda stað-
reynd við strákarnir frá Katalóníu
hafa ekki unnið sigur í stórslagn-
um í fimm síðustu leikjum.
Einn maður hefur ráðið mestu
og sérstaklega í leikjunum á Ný-
vangi. Ronaldo hefur skorað í sex
leikjum í röð á vellinum og í tví-
gang tvö mörk. Portúgalinn hefur
skorað fimmtán mörk í síðustu níu
leikjum Real og rétt tæplega helm-
ing marka liðsins.
Lionel Messi hefur stolið senunni
frá Ronaldo oftar en einu sinni í
gegnum tíðina. Besti knattspyrnu-
maður heims undanfarin fjögur ár
hefur skorað átta mörk í deildinni
líkt og Ronaldo. Aldrei þessu vant
þurfa þeir að sætta sig við annað
sætið í keppninni um markakóngs-
titilinn á Spáni. Þar hefur forystu
Brasilíumaðurinn Diego Costa hjá
Atletico Madrid. -ktd
Átta mánaða klassískri bið lokið
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða í eldlínunni á Nývangi í dag.
Í BEINNI Leikurinn í dag hefst klukkan
16 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NORDICPHOTOS/GETTY
Bæjarlind - skrifstofuhúsnæði
Til leigu glæsilegt 232 fm skrifstofuhúsnæði í hjarta
höfuðborgarinnar. Húsnæðið er á 2. hæð við Bæjarlind
Kópavogi og skiptist í nokkrar skrifstofur, fundarherbergi,
opið rými, móttöku, eldhús og tvö salerni. Parketi og
náttúrustein á gólfi. 60 fm svalir. Leiga kr.1,600.- pr.fm.
Uppl. gefur Ísak í síma 822-5588 eða isak@tingholt.is
St. Raphael
FÓTBOLTI Stórleikur helgarinnar
í ensku úrvalsdeildinni er viður-
eign Chelsea og Manchester City
á Brúnni á morgun en bæði lið
hafa verið á sigurbraut að undan-
förnu.
Chelsea hefur unnið alla leiki
sína á móti „litlu“ liðunum í
endur komu Jose Mourinho í ensku
úrvalsdeildina en á enn eftir að
vinna eitt af þeim stóru. Chelsea
gerði jafntefli við Man. United og
Tottenham og tapaði fyrir Ever-
ton. City vann aftur á móti bæði
United og Everton en hefur hins
vegar tapað stigum á móti minni
spámönnum.
Fyrsti leikur helgarinnar er
heimsókn toppliðs Arsenal til
Crystal Palace og Man. United og
Liverpool spila síðan bæði í dag.
Alls verða tíu leikir í beinni í
enska boltanum í dag og á morg-
un. Aron Einar Gunnarsson og
félagar í Cardiff spila í dag en
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í
Tottenham á morgun.
Sebastian Vettel getur síðan
tryggt sér fjórða heimsmeistara-
titilinn í röð í Formúlu 1 þegar
Indlandskappaksturinn fer fram
og þá verður Íslendingaliðið Kiel
í beinni í þýska handboltanum á
morgun.
Nóg um að vera á Sportstöðvunum