Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 47

Fréttablaðið - 31.10.2013, Side 47
KYNNING − AUGLÝSING Úlpur & yfirhafnir31. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR 7 Útivistarvöruverslunin Fjallakof-inn er með vörur í háum gæða-flokki og þar fæst m.a. gott úrval af yfirhöfnum fyrir ýmis tilefni. Brand- ur Jón Guðjónsson, verslunarstjóri Fjalla- kofans í Húsi verslunarinnar í Kringlunni 7, segir verslunina fyrst og fremst þjón- usta útivistar- og göngufólk auk þeirra sem almennt hreyfa sig mikið. „Fyrir þann sem stundar fjallgöngur allan árs- ins hring er afskaplega mikilvægt að vera í skjólgóðum flíkum sem verja vel, hvern- ig sem viðrar, og því skiptir máli að vanda valið. Í fatnaði erum við mest með vörur frá amerískum framleiðanda sem heit- ir Marmot. Þeir bjóða upp á mikla breidd í vörulínu sinni og við erum með flík- ur frá þeim sem henta bæði borgarbúum, skíðafólki og göngugörpum svo dæmi séu tekin. Við bjóðum einnig upp á fatnað frá austurríska merkinu Löffler fyrir hjóla- fólk og hlaupara að ógleymdum útivist- arflíkum frá kanadíska háklassamerkinu Arc‘teryx.“ Litríkar yfirhafnir Í Fjallakofanum er m.a. boðið upp á lit- ríkar yfirhafnir. Brandur segir að mun auðveldara sé nú að bjóða íslensku úti- vistarfólki fatnað í öðrum litum en svörtum heldur en var fyrir nokkrum árum. „Við höfum meðvitað gert sem minnst af því í gegnum árin að kaupa flíkur í dökkum litum fyrir útivistarfólk. Við viljum að fólk skeri sig úr í lands- laginu þannig að það sjáist vel á mynd- um og eins að það finnist f ljótt ef eitt- hvað bjátar á. Við finnum mjög vel fyrir því að viðskiptavinir eru orðnir opnari fyrir bjartari litum í dag. Fólk er meira til í glaða liti.“ Fjallakofinn býður líka upp á gott úrval af hefðbundnum götuúlpum og regnjökk- um fyrir daglega notkun, til dæmis fyrir fólk á leið úr og í vinnu eða í bæjarrölt- ið. Þar má finna kápur og jakka sem eru allt frá því að vera þunnar yfirhafnir og upp í að vera hlýjar dúnfóðraðar og vatns- heldar skjólflíkur. Úrval annarra vara Fjallakofinn selur einnig gott úrval af skóm, húfum og vettlingum, hlýjum sokk- um og góðum nærfötum. „Við sjáum til þess að viðskiptavinir okkar séu vel varðir og þeim líði sem best, innst sem yst,“ segir Brandur að lokum. Utan verslunarinnar í Kringlunni 7 rekur Fjallakofinn tvær aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Laugavegi 11 og aðra á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Allar nánari upplýsingar má finna á www.fjallakofinn.is og á Facebook og Twitter. Úlpur og jakkar í glöðum litum Í verslunum Fjallakofans fæst mikið úrval af vönduðum og fallegum yfirhöfnum frá þekktum framleiðendum gæðavöru. Auk þess býður Fjallakofinn upp á ýmsar vörur aðrar fyrir göngufólk og aðra útivistarunnendur. „Fyrir þann sem stundar fjallgöngur allan ársins hring er afskaplega mikilvægt að vera í skjólgóðum flíkum sem verja vel,“ segir Brandur Jón Guðjónsson verslunarstjóri. MYND/STEFÁN Úlpurnar og jakkarnir frá Marmot henta vel fyrir skrifstofuna, í skólann, á skíðin eða til að skreppa á fjöll.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.