Fréttablaðið - 16.11.2013, Qupperneq 16
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16
ÞRJÚ SKIP Á LANDI Á FILIPPSEYJUM Fellibylurinn Haiyan gerði sér lítið fyrir og vippaði í lok síðustu viku þessum þremur
skipum upp á þurrt í borginni Tacloban, sem nú er rústir einar eins og mörg önnur bæjarfélög á Filippseyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
FLÓÐ Í SÓMALÍU Úrhelli mikið hefur verið síðustu daga í Sómalíu, með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa þurft að
yfirgefa heimili sín vegna flóða. Sett hafa verið upp sjúkraskýli, þar sem konur og börn hafa fengið húsaskjól til bráðabirgða.
MAGADANS Í TYRKLANDI Karlkyns magadansari sýnir þarna listir sína, ásamt félaga sínum í Istiklal-stræti í Istanbúl.
SNJÓR Á SPÁNI Í Benasque-dalnum í Pýreneafjöllunum á Spáni tók fólk upp
skóflur í gær til að moka burt snjónum, sem kyngt hafði niður.
MEÐ HNEFANA Á LOFTI Í JAPAN Akio Toyoda, stjórnarformaður Toyota, ásamt
fleiri framámönnum japanskra bílaframleiðenda, gerir kröfur til stjórnvalda um að
skattur á bifreiðar verði lækkaður.
MÓTMÆLI Í BÚLGARÍU „Mafía“ hefur verið skrifað á
rauðu stjörnuna, sem mótmælandi þessi heldur á í Sofíu,
höfuðborg Búlgaríu. Nánast dagleg mótmæli hafa verið
gegn stjórn Sósíalistaflokksins og krefst fólk þess að efnt
verði til kosninga án tafar.
FÍLABEIN MULIÐ Í BANDARÍKJUNUM Bandarísk stjórnvöld
tóku ákvörðun um að eyða öllu fílabeini, sem hald hefur verið
lagt á, í von um að senda bæði veiðiþjófum í Afríku og kaupend-
um í Bandaríkjunum ótvíræð merki um að smygl með fílabein
verði ekki liðið.
Skiðadeild Víkings stendur fyrir árlegum
Skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað
sunnudaginn 17. Nóvember milli kl. 11 og 14.
Markaðurinn verður í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Fossvogi.
Markaðurinn er opinn öllum.
Boðið verður til sölu skíðabúnaður, skíðafatnaður, skór og skautar.
Fagleg ráðgjöf á staðnum.
Allir eru hvattir til að taka rækilega til í geymslum og skúrum og koma
með notaðan búnað til að selja á markaðnum, mikil eftirspurn er eftir
notuðum búnaði.
Tekið verður á móti búnaði til sölu í Víkinni á laugardeginum 16.
Nóvember milli 15:30 og 18:00
Markaðurinn er nú haldinn í 7. skiptið og hefur notið mikilla vinsælda
meðal skíðaiðkenda í Reykjavík. Fjölmargir hafa eignast skíði á alla
fjölskylduna á góðu verði og aðrir hafa losað um pláss í
geymslum sínum.
Kökubasar og heitt á könnunni.
ÁSTAND
HEIMSINS
1
4 2
5
3
67
3
1
2
4
5
6
7