Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 20

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 20
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóð- kirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófasts- dæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálf- sagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnu- þing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af með- ferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða mál- stola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erf- itt um mál. Eru með ein- hverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsund- ir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“. Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel mein- andi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er mál- stol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta, vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá síma- fyrirtæki. Viðmót fólks snar- breytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé með- vitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og inn- fæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfi- leikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greind- arvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjör- dæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein. Þetta fólk dregur sig í hlé – af málhöltum! SAMFÉLAG Baldur Kristjánsson prestur Sigurður Ingi Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti fram- seljanlegur og gríðar- lega verðmætur. Sigurð- ur segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi fram- seljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhags- lega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auð- vitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera sama- semmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verð- mætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlut- unina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á upp- sjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríð- arlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarút- vegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makríl- kvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verð- mæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sam- bandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítal- anum). Ekki veitir af. Kvótakerfi = gjafakvóti? Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barns- skónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbygg- ingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heild- stæðrar stefnumótunar í kynheil- brigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rann- sókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæð- um um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigrein- ina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögvernd- að starfsheiti á Íslandi. Það firr- ir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sam- bandi má nefna að allar heil- brigðisstéttir hafa sett sér siða- reglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfs- heitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kyn- lífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið til- skilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað. Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sér- fræðiþekkingar sé þörf í sam- bandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Associ- ation for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér við- eigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kyn- fræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræði- félags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræði- legt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kyn- fræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu rétt- inda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum sam- taka norrænna kynfræðifélaga. Að vera eða vera ekki kynfræðingur Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum mála- flokkum Reykjavíkur- borgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylking- arinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og mál- efnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangs- raða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gælu- verkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líf- legri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikil- vægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. ■ Eitt fyrsta verkefni Samfylk- ingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lög- bundið hámark. Afnema þarf þess- ar hækkanir og auka þar með ráð- stöfunartekjur borgarbúa að nýju. ■ Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamennt- un eftir þá stöðnun og for- ystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammi- stöðu skóla almennt. ■ Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. ■ Styrkja þarf ólíka samgöngu- kosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðar- öryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmd- ir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. ■ Tryggja þarf lóðir undir þjón- ustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öld- ungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um mál- efni eldri borgara. ■ Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinn- ar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvík- inga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðis- flokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Grunnþjónusta í stað gæluverkefna ➜ Starfsheitið kynfræð- ingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það fi rrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. ➜ „Sátt“ í sjávarút- vegsmálum virðist alltaf þýða að útgerð- armenn séu sáttir. SJÁVAR- ÚTVEGUR Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia- háskóla í New York ➜ Ég mun því sitja kirkju- þing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra mál- höltu. KYNFRÆÐI Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Áslaug Kristjánsdóttir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingar STJÓRNMÁL Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, frambjóðandi í 2. sæti í prófk jöri Sjálfstæðisfl okksins ➜ Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn lífl egri og skemmtilegri borg. Lestrarvenjur unglinga hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið og kannanir sýna að mik- ill hluti þeirra les ekki bækur sér til ánægju. Í starfi mínu sem íslensku- kennari hefur mér fundist framboð bóka sem höfða til þessa mikilvæga les- endahóps oft á tíðum hafa verið takmarkað. Þess vegna langar mig að vekja athygli á bókinni Úlfs- hjarta eftir Stefán Mána sem kom út á þessu ári. Úlfshjarta er tvímælalaust kærkomin viðbót við þær bók- menntir sem lesnar hafa verið í gegnum tíðina á efsta stigi grunn- skóla og í framhaldsskólum. Úlfs- hjarta er skrifuð fyrir ungmenni (young adults) og efnistök höf- undar eiga fullt erindi við mark- hópinn sem bókin er ætluð. Aðal- sögupersónan er 19 ára strákur sem þarf að læra að lifa með afar sérstökum persónueinkennum. Sagan er í senn ástar-, spennu- og ævintýra- saga, þar sem tekin eru til umfjöllunar ýmis málefni sem fólk almennt glímir við á lífsleiðinni. Sem dæmi um við- fangsefni má nefna glæpi og ofbeldi af ýmsu tagi, áfengis- og vímuefna- neyslu, sjálfsmynd og þá þætti sem móta hana, samskipti foreldra og barna og tilfinningar af ýmsu tagi. Bókin höfð- ar jafnt til stráka og stelpna og ég mæli hiklaust með henni til bókmenntakennslu, einkum ef eftirfarandi tilvitnun úr Aðal- námskrá grunnskóla er höfð að leiðarljósi: „Þannig getur bókmennta- kennsla í skólum stuðlað að sterk- ari sjálfsmynd nemenda og kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minni- hlutahópa.“ (Aðalnámskrá, 2013, bls. 99) Úlfshjarta MENNTUN Guðrún G. Svein- björnsdóttir grunnskólakennari og fi mm barna móðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.