Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 44

Fréttablaðið - 16.11.2013, Síða 44
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 Tillögur hagræðingar-hóps ríkisstjórnarinnar voru kynntar í vikunni. Hópurinn leggur meðal annars til að háskól-um verði fækkað með sameiningu eða samstarf milli háskóla verði aukið til að nýta megi fjármuni betur. Illugi segir að þetta séu skynsamlegar tillögu og segir nauðsynlegt að sameina háskóla með einhverjum hætti. „Ég held að það sé alveg augljóst þegar við horfum á háskólasvið- ið okkar að það er heldur mikið í lagt fyrir rétt rúmlega 300 þús- und manna þjóð að vera með sjö háskóla. Ég hef ekki viljað segja á þessari stundu hvaða háskólar það eru sem ég tel rétt að samein- ist eða breyti rekstrarformi sínu en það er augljóst að þessi staða er uppi,“ segir Illugi. Vinna við þetta er þegar hafin innan ráðu- neytisins en ekki liggur fyrir hve- nær henni lýkur. „Ég sé ekki fram á að fjárframlög til háskólastarfs muni aukast mikið á næstunni. Þá verðum við að horfa á hina hlið- ina, þ.e. hvernig getum við nýtt fjármunina betur til þess að auka gæðin. Þetta á bæði við um kennsl- una en ekki síður rannsóknir. Ef við getum búið til meiri gæði fyrir sömu fjármuni þá eigum við að gera það. Hagræðingarhópurinn er ekki að leggja til að við förum að draga fjármuni út úr háskóla- kerfinu. Ég held að allir hljóti að vera sammála því að við þurfum að auka. En þá er það spurning- in hvað við getum aukið. Ef við getum náð fram betri gæðum með samruna, sameiningu eða aukinni samvinnu þá þurfum við að gera það. Svo þurfum við mark- visst á næstu árum og sennilega áratugum að auka fjárframlög til háskólastigsins. Allir hljóta að sjá að við getum ekki haft það þann- ig að við séum eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við.“ Aukning til rannsóknarsjóða Ákvörðun Illuga um að falla að hluta frá fyrirhugaðri hækkun á fjárframlögum til rannsóknar- sjóða hefur mætt mikilli gagn- rýni. Illugi segir að hækkunin hafi byggst á fjárfestingaáætlun síð- ustu ríkisstjórnar og að sú áætlun hafi ekki verið að fullu fjármögn- uð. „Hún var grundvölluð á því að menn voru að gefa sér ákveðn- ar forsendur varðandi stöðuna í ríkis fjármálum. Bæði hvað varð- ar tekjur og útgjöld. Þær hafa ekki gengið eftir. Í fyrstu var talið að ríkissjóður ætti að vera í jafnvægi en í stað þess stefnir í 30 milljarða króna halla. Þar þarf að grípa til einhverra aðgerða. Við erum þess vegna að skera niður. Hins vegar er einungis hluti af þessari hækk- un til rannsóknarsjóða tekinn til baka. Stór hluti hennar stendur eftir. Þannig að ef menn bera þetta saman við árin 2012, 2011 og 2010 þá er um verulega aukn- ingu að ræða.“ Úrelt framhaldsskólakerfi Ársæll Guðmundsson, formað- ur Skólameistarafélags Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag að framhaldsskóla- kerfið hér á landi væri úrelt. Kerfið sé ósveigjanlegt og að hluti vandans sé kjarasamningar kennara. Illugi tekur undir orð Ársæls og segir nauðsynlegt að endurskoða kerfið. „Við þurfum auð vitað að skoða kerfið og það er eitthvað sem aðrar þjóðir hafa líka verið að gera. Menn eru að reyna að auka sveigjanleika. Hluti af því eru kjarasamningar og hvern- ig þeir eru uppbyggðir. Það hefur án vafa áhrif þar á en ég er ekki að segja að það ráði öllu. Ég held að allir sem hafa skoðað þessi mál viti að kjarasamningar og upp- bygging þeirra er ekki beint til þess fallin að auðvelda eða liðka fyrir. En þetta á allt sínar sögu- legu ástæður og að sjálfsögðu verða menn að horfast í augu við það en það er líka nauðsynlegt að horfa til framtíðar og spyrja sig hvernig við viljum byggja upp framhaldsskólakerfið.“ Nauðsynlegt að stytta nám Illugi hefur verið talsmaður þess að stytta nám til stúdentsprófs og telur enn fremur rétt að sam- eina framhaldsskóla. „Það kann að vera nauðsynlegt að sameina skóla undir eina stjórn til að tryggja að nemendur hafi aðgang að nægi- legu námsframboði. Það er erf- itt fyrir minni skólastofnanir að bjóða upp á jafn fjölbreytt nám og stóru skólarnir geta gert. Spurn- ingin er hvort að það sé hægt með samvinnu eða sameiningu. Aðal- atriðið er að tryggja aukin gæði í framhaldsskólastarfinu og aukna valmöguleika fyrir nemendur. Vitan lega þarf líka að huga að hagræðingunni. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því,“ segir Ill- ugi. Hann segist ætla að beita sér sérstaklega fyrir því að stytta nám til stúdentsprófs. „Ég held að það sé skynsamlegast að nálg- ast þetta út frá sjónarhorni nem- endanna. Nemendurnir eiga sinn tíma, hver og einn einstakling- ur á sinn tíma. Ríkið á ekki tím- ann. Skylda hins opinbera er að bjóða upp á kerfi sem gerir nem- endum kleift að nýta sinn tíma sem best. Ísland er eina landið í OECD þar sem það tekur 14 ár að undirbúa sig undir háskólanám. Öll önnur lönd eru með 12 til 13 ár. Með öðrum orðum, hin löndin bjóða nemendum upp á kerfi þar sem þeir geta nýtt tíma sinn betur. Er það eitthvað sérstakt á Íslandi sem er ólíkt öllum öðrum lönd- um og gerir það að verkum að við þurfum 14 ár en allir aðrir 12 eða 13? Á meðan menn koma ekki með útskýringu á því af hverju það þurfi að vera 14 ár þá tel ég ein- sýnt að stytta námið,“ segir Illugi. Hlynntur sameiningu stofnana Í tillögum hagræðingarhópsins er lagt til að yfirstjórnir opinberra safna og menningarstofnana verði sameinaðar til að auka hagræð- ingu. Þannig er lagt til að yfir- stjórnir Þjóðleikhússins, Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Íslenska dansflokksins og Íslensku óper- unnar verði sameinaðar. Einnig yfirstjórnir Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Einars Jónssonar og Listasafns Íslands. Illugi segir að óperan sé ekki ríkisstofnun og því hafi hann ekki vald yfir henni. Að öðru leyti segist hann vera opinn fyrir þessum tillögum. „Eitt af því sem við erum komin af stað með er að sameina Námsgagnastofnun og Námsmatsstofnun. Tilgangur- inn er ekki bara að spara peninga heldur líka auka gæðin.“ Uppsagnir ekki útilokaðar Illugi útilokar ekki að fækkun yfirstjórna og sameining skóla muni kalla á uppsagnir. „Nú er það þannig með opinbera starfsmenn rétt eins og alla aðra starfsmenn að menn geta ekki gengið að því vísu að halda sínu starfi. Það geta komið aðgerðir sem gera það að verkum að starfsmönnum fækkar. Það á við um hinn almenna vinnu- markað og einnig ríkisstarfsmenn. Tilgangurinn er hins vegar ekki að fækka opinberum starfsmönn- um. Tilgangurinn er að nýta sem best skattpeningana,“ segir Illugi. Vill endurskilgreina hlutverk RÚV Innan menntamálaráðuneytisins er nú hafin vinna í tengslum við endurnýjun á þjónustusamningi ríkisins við RÚV. Illugi vill endur- skoða hlutverk RÚV. „Ég hef alltaf litið svo á og hef lýst yfir þeirri skoðun að hlutverk RÚV eigi að snúa að því að tryggja að boðið sé upp á efni sem einkastöðvarn- ar eiga erfitt með að gera. Ekki endilega að sé til markaður fyrir slíkt efni. Þetta hefur einkum að gera með sögu þjóðarinnar, menn- ingu hennar og listir, og jafnvel stjórnmálaumræðu. Einkaaðil- ar eru líka að sinna þessu en við gerum þá kröfu að RÚV sinni þar auknu hlutverki.“ Illugi segir að tæknibreytingar, t.d. varðandi miðlun efnis, muni umbylta fjöl- miðlamarkaðinum á næstu árum. Þetta þurfi einnig að hafa í huga þegar endurskoða á hlutverk RÚV. „Ef menn ætla að halda áfram að hafa ríkisútvarp þarf það að hafa sérstaka skírskotun og sérstakan tilgang. Ég held að hann snúi að íslenskri menningu og þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að vera ríkisútvarp. En ég er ekki talsmaður þess að það sé til ríkis- útvarp sem sé alveg eins og aðrir fjölmiðlar sem starfa á einka- markaði,“ segir Illugi. Leysir engan vanda að loka Þjóðleikhúsinu Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og flokksbróð- ir Illuga, kallaði nýlega eftir breyttri forgangsröðun í ríkis- fjármálum til að tryggja grunn- þjónustu. Gagnrýndi hann sér- staklega að peningum væri varið í rekstur Þjóðleikhússins og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á sama tíma og verið væri að skera niður í heilbrigðismálum. Illugi er ósam- mála Elliða hvað þetta varðar. „Ég skil stöðu hans sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann er að auð- vitað að reyna að verja að það sé ákveðin þjónusta til staðar í Vest- mannaeyjum. Okkur vantar meira fé inn í heilbrigðiskerfið en lausn- in á því er ekki að loka Þjóðleik- húsinu. Okkur vantar líka meira fjármagn inn í menntakerfið og ég er alveg klár á því að öryrkjar og aldraðir telja að það vanti meira fjármagn inn í þeirra málaflokk. Að mínu mati er umræðan á villi- götum. Ætla menn að loka Þjóð- leikhúsinu af því að það vantar fjármagn hér og þar? Hvað ætla menn að gera þegar búið er að loka Þjóðleikhúsinu og áfram vantar? Siðað samfélag þarf á svona starf- semi að halda og þetta bætir sam- félagið,“ segir Illugi. Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@365.is Nauðsynlegt að sameina háskóla Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðar uppstokkun í menntakerfinu. Hann segir óhjákvæmilegt að sameina háskóla og vill stytta nám til stúdentsprófs. Þá vill hann endurskilgreina hlutverk RÚV á fjölmiðlamarkaði. Viðtalið við Illuga er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA „Ég hef alltaf litið svo á og hef lýst yfir þeirri skoðun að hlutverk RÚV eigi að snúa að því að tryggja að boðið sé upp á efni sem einkastöðvarnar eiga erfitt með að gera,“ segir Illugi Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MENNTUN Stúdentspróf MR 1987. BS-próf í hagfræði HÍ 1995. MBA-próf frá London Business School 2000. HELSTU STÖRF Fiskvinna á sumrin hjá Hjálmi hf. Flateyri 1983-1993. Leiðbeinandi við Grunnskóla Flateyrar 1987-1988. Organisti Flateyrarkirkju 1995-1996. Skrifstofumaður hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri 1995- 1997. Stundaði rannsóknir í fiskihagfræði við HÍ 1997-1998. Aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 2000-2005. STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, 1989-1990, oddviti 1993- 1994. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1993-1995. Fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1993-1995. Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1997- 1998. Þingmaður síðan 2007. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009- 2010 og 2012-2013. Mennta- og menningarmálaráðherra síðan 2013. ➜ ILLUGI GUNNARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.