Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 49

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 49
JÓLAKORT | FÓLK | 3 Sif hefur búið til eigin jólakort frá árinu 1984 og breytir um þema hver jól. „Ég er föndrari af lífi og sál og handavinnukona,“ sagði Sif þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Þegar ég byrjaði að föndra jólakort bjó ég á Mallorca. Ég var fararstjóri yfir sumartímann en oft var lítið að gera eftir að ferða- tímabilinu lauk. Ég var barn- laus á þessum tíma en bauð oft vinkonum mínum sem áttu börn að koma og jólaföndra með mér. Það var góð afsökun til að föndra með trölladeig,“ útskýrir Sif sem bjó á Mallorca í ellefu ár. „Ég hef alltaf haldið í þennan sið og kortin hafa þróast með tímanum. Ég bý núna í Stokk- hólmi og starfa sem útstillinga- hönnuður. Haustin eru annatími hjá mér, sérstaklega fyrir jólin þegar setja þarf upp jólaskreyt- ingar. Tíminn til að gera kortin er því ekki eins mikill og áður var. Ég ætla alltaf að gera kortin einföld en það tekst aldrei. Það fer töluverður tími í að hanna og föndra jólakort,“ segir Sif sem býr til sextíu kort fyrir hver jól. HANDGERÐ KVEÐJA „Ég hef kynnst fólki víða um heim og hef gaman af að senda handgerð kort fyrir jólin. Ég nota sama þema á öll kortin en þau eru samt ólík þótt notaður sé sami pappír. Sumir safna kortun- um. Ein vinkona mín stillir þeim öllum upp ofan á eldhúsinnrétt- ingunni fyrir jólin. Sjálf safna ég pappír og tek eftir honum hvar sem ég er á ferðinni. Ég heim- sæki allar föndurbúðir sem ég sé og sanka að mér öllu því sem ég get notað í föndur.“ Eftir ellefu ár á Spáni flutti Sif til Íslands og bjó hér í tvö ár áður en hún flutti með eiginmanni sín- um, Leó Jóhannssyni innanhúss- arkitekt, húsgagnahönnuði og kennara, til Svíþjóðar. Hún hefur starfað sem útstillingahönnuður í þrettán ár. Hjónin vinna því bæði með hönnun, form og liti. Það gerir einnig dóttir Leós, Kolbrún, sem er hönnuður og innanhúss- arkitekt í New York. Dóttir Sifjar og Leós, Sunna Björk, er 15 ára. TÍMAFREKT FÖNDUR Vegna anna hefur Sif ekki enn komist í jólakortagerðina. „Það er mjög slæmt því það tekur mig heilan mánuð að föndra þau,“ segir hún. „Ég er að falla á tíma,“ bætir hún við. „Jólakortagerðin fer fram á kvöldin eftir vinnu. Ég er stundum að spá í hvort ég eigi að hætta þessu en ætli ég geri þetta ekki í tvö ár í viðbót,“ segir hún. Ættingjar og vinir fá því fal- lega jólakveðju þessi jólin. „Ég er með tvær hugmyndir að kortum núna, önnur er einföld en ég býst við að sú flóknari verði fyrir val- inu,“ segir Sif. Þegar hún er spurð um jóla- skreytingar í Stokkhólmi þetta árið svarar hún að þar séu þrír heimar. „Það er þjóðlegt þema með sænskum jólasveinum og jólageit, síðan er það glitter og glamúr og svo nýmóðins skand- in avískur hönnunarstíll. Í fyrra var kopar vinsæll en núna eru frekar fölir litir,“ segir Sif sem ætlar að eyða jólunum í New York en áramótunum á Íslandi. Sif er með fallega bloggsíðu – sif-littlesomethings.blogspot. com. ■ elin@365.is SNILLINGUR Í JÓLAKORTAFÖNDRI FÖNDRARI Sif Úlfarsdóttir er útstillingahönnuður í Stokkhólmi. Hún er afar listræn en því hafa vinir hennar og ættingjar fengið að kynnast þegar þeir fá jólakort ár hvert. ÚTSTILLINGAHÖNNUÐUR Sif Úlfarsdóttir er afar listræn. Vinir hennar og ættingjar fá fallega jólakveðju frá henni fyrir hver jól. Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti Við náum til fjöldans B ra n de n bu rg Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín. Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.