Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 50

Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 50
FÓLK|HELGIN Þetta var virki-lega skemmtileg áskorun og við erum ánægð með út- komuna,“ segir Elísa- bet Ólafsdóttir, bók- menntafræðingur og vefstýra, sem skapaði hinn bráðskemmti- lega og lærdómsríka leik Stafina okkar ásamt fjölskyldu sinni og ljær honum meðal annars rödd sína. Leikurinn er fyrir spjaldtölvur og snjall- síma og hefur slegið í gegn hjá íslensku smáfólki á síðustu mánuðum. Því vilja aðstandendur hans sýna þakklæti sitt í verki með gefins uppfærslu á leiknum í dag, á degi íslenskrar tungu. „Fyrsta myndasafnið sýndi börnum ýmiss konar orð en nú hefur bæst við stórt myndasafn með alls konar dýrum. Erfiðast var að finna dýr sem byrjar á stafnum „i“ en Vísindavefurinn kom til bjargar með dýrin iglur, iktur og ildýr. Ildýrin urðu fyrir valinu enda skemmtilega myndræn bifdýr alsett litlum hárum,“ útskýrir Elísabet. Stafurinn „x“ olli einnig smávegis höfuðverk en niðurstaðan var að nota orðið uxi. „Þá ekki eins og í útihátíðinni Uxa, heldur sem annað orð yfir tudda eða tarf,“ segir Elísabet og hlær. „Íslenskan er rík af fal- legum og fróðlegum orðum og óþarfi að börnin okkar hafi bara úr erlendum spjaldtölvuleikjum að velja. Leikurinn Stafirnir okkar er nú orðinn tvöfalt skemmti- legri og okkur fannst kjörið að kynna þessa skemmtilegu og ókeypis viðbót við leikinn á degi íslenskrar tungu,“ segir Elísabet og tekur fram að leikurinn sé þegar kominn út fyrir Android en þegar þetta er skrifað er Apple að leggja lokahönd á rýnina. „Við krossum bara putta og vonum að Apple haldi sig við settan dag. Það er ekkert smá spennandi!“ Fyrir jólin er væntanlegur nýr leikur frá hópnum sem ber nafnið Tölurnar okkar. „Í honum tökumst við á við tölustafina með skemmtilegum myndskreytingum,“ segir Elísa- bet um fróðlegan leik sinn og skemmtilega barnaskemmtun. Stafirnir okkar fást í Appstore og á Google Play. Þeir sem eiga leikinn nú þegar fá í dag dýrapakk- ann gefins og þeir sem kaupa leik- inn eftir uppfærslu fá tvo stafa- pakka í stað eins. ■ thordis@365.is STAFRÓF AF DÝRUM DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU Í dag er kynnt ókeypis viðbót við leikinn Stafina okkar sem kom út í sumar. Bæst hefur við myndasafn sem sýnir dýr af öllum stærðum og gerðum en erfitt reyndist að finna dýr fyrir alla stafina. LEIKGLEÐI Arnaldur Kjárr Arnþórsson er tveggja ára sonur Elísabetar og Arnþórs. Hann hefur verið hjálplegur við prófanir á leiknum. MYND/DANÍEL STAFAFÓLK Þetta fólk er tengt fjölskylduböndum og eru aðstandendur leiksins. Frá vinstri: Bergrún Íris Sævarsdóttir, myndlistar- og blaðakona, Andri Ómarsson tóm- stundafræðingur, Arnþór Snær Sævarsson tölvunarfræðingur og Elísabet Ólafsdóttir, bókmenntafræðingur og vefstýra. MYND/ÚR EINKASAFNI 1. Ávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra 2. „Ef ég er pirraður þá fer ég kannski í aðeins blóðugri leiki“ – Netnotkun íslenskra ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri 3. Löggjöf um vernd barna gagnvart skaðlegu efni á Íslandi og reynsla annarra ríkja Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlanefnd 4. Ábyrgð foreldra, skóla og samfélagsins gagnvart börnum og skaðlegu efni Hrefna Sigurjónsdóttir, Heimili og skóli 5. Tilgangur og gagnsemi vatnaskilareglna og auglýsingabanns. Sjónarmið frá fjölmiðli Ari Edwald, forstjóri 365 miðla ER BARÁTTAN TÖPUÐ? Er hægt að vernda börn gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum og tölvuleikjum? Pallborð Páll Magnússon (RÚV) Snæbjörn Steingrímsson (SMÁÍS) Fulltrúi frá Ungmennaráði SAFT Fundarstjóri Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna MÁLÞING FJÖLMIÐLANEFNDAR OG HEIMILIS OG SKÓLA Í SAL ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS 20. NÓVEMBER KL.16–18 Ateronon er fyrsta og eina fæðubótarefnið sem inniheldur líffræðilega virkt lycopene. Eitt hylki af Ateronon á dag getur hamlað oxun LDL- kólesteróls í blóði, um allt að 90% á átta vikum. Virka efnið í Ateronon er lycopene, öflugt andoxunarefni sem Miðjarðarhafsmataræði er ríkt af og hefur löngum verið tengt við gott ástand æðakerfis hjartans. Lycopene er náttúrulegt andoxunarefni sem finnst í tómötum og öðrum rauðum ávöxtum. Ateronon var þróað með það að markmiði að gera náttúrulega vöru sem hefur skýran, vísindalegan ávinning og jákvæð langtímaáhrif á líf fólks. Vísindamenn í Cambridge hafa í samstarfi við mat- vælafyrirtækið Nestlé uppgötvað nýja leið til að gera lycopene líffræðilega virkt svo líkaminn geti nýtt það betur en áður hefur þekkst. Ateronon er einstakt efni og er einkaleyfisskráð uppgötvun á náttúrulegu efni. Hömlun oxunar á LDL-kólesteróli er lykillinn að því að hindra að fyrirstaða myndist í slagæðum. Ateronon bætir að auki blóðflæði um allan líkamann. Fyrirstaða í æðum gerir það að verkum að blóð hefur ekki eins greiða leið út í líkamann og getur valdið heilsutjóni. Ateronon er auk þess eina fæðubótarefnið sem með góðum árangri hamlar oxun LDL-kólesteróls og er staðfest með rannsóknum. Ateronon má taka með lyf- seðilsskyldum lyfjum. Það er unnið á nátt- úrulegan hátt og hefur engar þekktar auka- verkanir. Fólk sem þolir ekki soja, tómata eða mysuprótein getur ekki notað vör- una. Hylkin innihalda ekki erfðabreytt efni (GMO free). UMSAGNIR SÉRFRÆÐINGA „Algjörlega ný leið í meðferð á háu kólesteróli í blóði.“ Prófessor Anthony Leeds, stjórnarmaður í HEART UK „Ateronon virðist hafa áhrif á efnaskipti og LDL-kólesteról á allt annan hátt en hefðbundin andoxunarefni. Það er vegna þessarar virkni sem Ateronon lofar góðu í baráttunni við að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum til langs tíma.“ Dr. Howard Sesso, aðstoðarprófessor í læknisfræði við Harvard-háskóla í Boston „Æðakölkun, þrengingar af völdum kólesteróls í slagæðum, er stór áhættuþáttur þegar til heilablóð- falls kemur. Við vitum að andoxunaraefnaríkt mat- aræði er ákjósanlegt til að minnka þrengingarnar og við fögnum niðurstöðum þessara rannsókna.“ Dr. Peter Coleman, rannsóknarforstjóri samtaka um heilablóðfall á Bretlandi NÁTTÚRULEG LÆKK- UN KÓLESTERÓLS ICECARE KYNNIR Fæðubótarefnið Ateronon markar tímamót þegar kemur að því að viðhalda góðri heilsu hjarta og æðakerfis. NÝJUNG Birna Gísladóttir, sölustjóri hjá Icecare, segir að Ateronon hafi vakið mikla athygli í Bret- landi. Útsölustaðir Ateronon eru: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkað- anna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.