Fréttablaðið - 16.11.2013, Page 52
Samskip eru flutningafyrirtæki með starfsstöðvar víða um heim. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og
heildarlausnir á sviði flutninga- og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með
frumkvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf og tækifæri til starfsþróunar. Öryggis- og
heilbrigðis mál starfsfólks eru í fyrirrúmi og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu.
Saman náum við árangri
Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Capacent
Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn um starf þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið rökstudd.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is)
og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
FLOTASTJÓRI
Flotastjóri sér um að skipuleggja og stýra akstri félagsins með
lágmarkskostnað og hámarksnýtingu flutningatækja að leiðarljósi.
Flotastjóri sinnir stöðugu mati á flutningsgetu og bestun ferla
auk þess að bera ábyrgð á þjónustustigi deildarinnar í samræmi
við þjónustustaðla fyrirtækisins. Flotastjóri ber ábyrgð á virku
kostnaðareftirliti einingarinnar, samningum og samskiptum við
verktaka sem og við aðrar einingar Landflutninga og Samskipa.
Menntun
• Háskólapróf í verkfræði/vörustjórnun eða önnur
háskólamenntun sem nýtist í starfið
Hæfnikröfur
• Starfsreynsla við vörustjórnun eða flotastýringu
• Reynsla við bestun ferla
• Reynsla af rekstri og rekstrareftirliti
• Marktæk stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni
• Góð almenn tölvuþekking, færni í vinnu við Excel
• Framúrskarandi samskiptahæfni
SKIPAEFTIRLITSMAÐUR
Skipaeftirlitsmaður ber ábyrgð ásamt forstöðumanni á viðhaldi
og rekstrarkostnaði skipa félagsins: Arnarfells, Helgafells,
Samskip Akrafells og ferjunnar Sæfara. Skipaeftirlitsmaður
sinnir stöðugu eftirliti með viðhalds- og rekstrarkostnaði
skipanna, fylgir eftir öryggis- og gæðastjórnun um borð og
undirbýr skipin undir viðhald eða viðgerðir. Skipaeftirlitsmaður
sinnir ásamt forstöðumanni kostnaðareftirliti með skipa-
rekstrinum í heild sinni, samningum við birgja og áætlanagerð
fyrir skiparekstur.
Menntun
• Háskólamenntun í verkfræði eða tæknifræði eða önnur
tæknimenntun sem nýtist í starfið
Hæfnikröfur
• Reynsla af viðhaldi skipa og skipaeftirliti æskileg
• Hæfileiki til þess að vinna sjálfstætt og í hópi
• Frumkvæði og metnaður til þess að ná árangri
• Tungumála- og tölvukunnátta nauðsynleg
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Framúrskarandi samskiptahæfni
Vertu með í
kröftugu liði
Samskipa