Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 86

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 86
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 54 Heilabrot Brandarar Kemst fólk í stuð við að lesa nýju bókina þína? Yfirleitt er fólk komið í stuð þegar það byrjar að lesa! En bókin ætti að hjálpa gífurlega. Hver er uppáhaldsleikurinn þinn? Þeir eru reyndar margir en leikurinn „Hver er maður- inn?“ er svona eins og kjúkling- ur! Kannski ekki uppáhalds, en maður er alltaf til í hann. Finnst þér krakkar leika sér of mikið í tölvuleikjum? Bæði og. Þegar ég var að stækka, eða vaxa, eða svoleiðis, þá var ekki mikið um tölvur og tölvu- leiki. Nú er þetta úti um allt svo það er gott að hafa varann á og passa upp á að fá ferskt loft í búkinn og heilann. Hvað finnst þér best að gera þegar þér leiðist? Fara í tölvu- leik! Djók! Það er smákafli í bókinni þar sem ég fer yfir það hvað er hægt að gera ef manni leiðist alveg ógurlega, eins og til dæmis að breyta herberg- inu sínu, eða teikna mynd og lita, klippa hana svo í sundur og púsla henni saman! Eða smakka eitthvað í ísskápnum sem maður hefur aldrei smakkað. Hélst þú dagbók þegar þú varst lítill? Já, og ég skrifaði yfir- leitt bara um eitthvað sem mér fannst fyndið, sniðugt eða asna- legt. Eins og þegar við vorum að skutla ömmu upp á flugvöll og ég var alveg að pissa í mig og pabbi varð að stoppa og ég fór út að pissa og það var svo mikið rok og það var sama hvernig ég sneri: pissið fauk allt á mig og ég settist inn í bíl rennblautur. Ertu hrekkjusvín? Ja, jájá. Kannski ekki svín, en svona hrekkjuhvolpur. Hvað finnst þér skemmti- legast að elda eða baka? Mér finnst eiginlega skemmtileg- ast að poppa, en ég veit ekki hvort það er bakstur eða elda- mennska. Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að byrja að ganga í jakkafötum og drögt- um? Um leið og maður hættir að vera skemmtilegur, þá má maður byrja á því! Segðu okkur einn brandara? Þessi er í uppáhaldi hjá mér núna: Maður: Jæja, hvað ertu með margar kindur hérna? Bóndi: Ég veit það ekki, ég sofna alltaf þegar ég byrja að telja. Hvenær kemur næsta bíó- mynd um Sveppa? 2015. Von- andi. Kannski. Ég er hrekkjuhvolpur Sveppi er búinn að gefa út Stuðbók þar sem hann segir frá uppáhaldsleikjunum sínum, kemur með hugmyndir að tómstundum og margt fl eira. Þegar honum leiðist fi nnst Sveppa best að breyta herberginu sínu og teikna mynd og lita. STUÐBOLTI Sveppa finnst mikilvægt að krakkar fái ferskt loft í búkinn og heilann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bragi Halldórsson 70 „Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“ Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús? Einu sinni var Óli uppi í herberginu sínu að leika sér. Þá kallaði mamma hans til hans: „Óli minn. Viltu heita samloku?“ Þá svaraði Óli: „Nei, ég vil bara heita Óli.“ Einu sinni kom maður og bankaði á hurð. Lítil stúlka fer til dyra. Hún ræðir við manninn og hleypur svo til mömmu sinnar og segir: „Mamma, mamma! Það er maður í dyrunum að safna fyrir nýrri sundlaug. Má ég gefa honum vatnsglas?“ Einu sinni kom skjaldbaka á lögreglustöð og sagði örvæntingarfull: „Hjálp, hjálp! Það var agalegt sniglagengi sem réðst á mig.“ Lögreglan biður hana um nánari útskýringar og þá segir skjaldbakan: „Ég veit það ekki, þetta gerðist allt svo hratt.“ Veistu hvað ljóskan sagði þegar hún sá krókódílinn: „Nei, sko. Lacoste- svefnpoki.“ Batmanprinsessan grínast Saga Garðarsdóttir leikkona fékkst til þess að deila nokkrum af upp- á haldsbröndurum sínum með yngstu lesendum Fréttablaðsins. Fátt er skemmtilegra fyrir káta krakka en að fara út í leik með öðrum krökkum úr götunni. Slíkir leikir þurfa hvorki að vera flóknir eða dýrir. Nóg er að hafa einn brennibolta eða jafnvel bara gamla spýtu sem maður finnur á förnum vegi. Einn skemmtilegur útileikur heitir ein- mitt Fallin spýta. Svona fer hann fram: Einn úr hópnum er valinn til að bíða hjá spýtu sem er stillt upp við vegg. Hann byrjar á því að telja upp að tuttugu. Allir aðrir þátttak- endur hlaupa í burtu og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef hann sér einhvern, hleypur hann að spýtunni og kallar hátt og snjallt: „Fallin spýta fyrir Jóni/Gunnu, einn, tveir, þrír“ og er þá viðkomandi úr leik. Þeir sem földu sig reyna aftur á móti að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar og ef einhverjum tekst það kastar hann spýtunni upp í loftið og kallar: „Fallin spýta fyrir öllum!“ og með því frelsar hann alla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.