Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 113

Fréttablaðið - 16.11.2013, Side 113
LAUGARDAGUR 16. nóvember 2013 | SPORT | 81 FÓTBOLTI „Leikmennirnir spiluðu frábærlega. Þið getið valið lýsingarorðin. Ég á þau ekki til að lýsa frammistöðu þeirra,“ sagði Lars Lagerbäck að leik loknum. Þjálfarinn hvatti blaðamenn til að beina spurningum til Heimis Hallgrímssonar því tilfinningar sínar væru svo blendnar. Þær sneru ekki síst að dómara leiksins, Alberto Undiano, sem átti að hans mati ekki sinn besta dag. „Dómarinn átti ekki sinn besta leik og það hjálpaði Króötum. Við vorum óheppnir með dómgæsluna,“ sagði sá sænski. Lagerbäck sagðist ekki geta lagt mat á hvort rauða spjaldið á Ólaf Inga hefði verið réttur dómur. „Ég þyrfti að sjá það í sjónvarpi. Hins vegar voru margar skrýtnar ákvarðarnir, 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur.“ Lagerbäck sagðist vera ánægður með úrslitin í ljósi stöðunnar sem upp var komin. „Ég sagði fyrir leikinn að ef við héldum hreinu í þessum leik þá ættum við góða möguleika. Það er enn raunhæft að sigra þá,“ sagði Lagerbäck. Svíinn sagðist reikna með að Kol- beinn Sigþórsson, sem fór meidd- ur af velli undir lok fyrri hálf- leiks, færi í myndatöku á morgun. Hann hefði snúið á sér ökklann. Ekki yrði kallaður nýr leikmað- ur inn í hópinn í stað framherjans enda myndi Birkir Már Sævarsson snúa aftur úr leikbanni. Lagerbäck sagði frammistöðu liðsins í síðari hálfleik, manni færri, hafa verið í heimsklassa. Ef liðið spilaði vel í síðari leiknum, líkt og til dæmis í sigurleiknum gegn Albaníu í sept- ember, þá væri góður möguleiki á að fara áfram. - ktd Vorum óheppnir með dómgæsluna Lars Lagerbäck átti erfi tt með að fi nna lýsingarorðin um frammistöðu strákanna ÓSÁTTUR VIÐ DÓMARANN Lars Lagerbäck í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson segir að Ólafur Ingi Skúlason hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann kippti Króatanum Ivan Perisic niður í upphafi seinni hálfleiksins í gær. Ólafur Ingi fékk að launum rauða spjaldið. „Hann [Perisic] var kominn í gegn og Óli sýndi hversu reyndur hann er með því að brjóta á honum. Óli var kannski í erfiðri stöðu þegar sóknin hófst en ákvörðunin var rétt.“ Kolbeinn Sigþórsson meiddist í gær og er ólíklegt að hann verði með í seinni leiknum sem fer fram í Króatíu á þriðjudaginn. „Sem betur fer erum við með nóg af góðum leikmönnum sem geta komið inn og staðið sig vel. Það var til dæmis ekki leiðinlegt að geta náð í leikmann eins og Eið Smára inn af bekknum.“ - esá Rétt hjá Óla ERFITT Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Úkraína, Grikkland og Portúgal unnu sína leiki í umspilinu í gærkvöldi og taka Grikkir og Úkraínumenn með sér tveggja marka forskot í seinni leikinn. Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Svíum. Ronaldo var hársbreidd frá því að bæta við marki skömmu eftir sigurmarkið. Úkraínumenn eru í fínum málum eftir 2-0 sigur á Frakklandi í kvöld í fyrri umspilsleik þjóð- anna um laust sæti á HM í Brasi- líu. Frakkar eiga því á brattann að sækja í seinni leiknum Grikkland vann 3-1 sigur á Rúm- eníu. Grikkir komust í 1-0 strax á 14. mínútu leiksins en Rúmenar skoruðu mikilvægt útivallarmark og jöfnuðu metin aðeins fimm mínútum síðar. Grikkir tryggðu sér sigur með tveimur mörkum. Konstantinos Mitroglou skoraði tvö mörk fyrir Grikki. - óój Frakkar ekki í góðum málum HETJA PORTÚGALA Cristiano Ronaldo skoraði mikilvægt mark í gær. MYND/AP Hvað felst í Skráargatinu? Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Veldu Skráargatið Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru. Lestu meira um Skráargatið á skraargat.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.