Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 1
FRÉTTIR
R óbert Pétursson, verslunarstjóri TRI, segir að Tacx-æfingatækin (e. trainer) séu góð til að við-halda styrk og úthaldi yfir vetrarmán-uðina. „Afturdekkið á reiðhjólinu er fest á tækið á einfaldan hátt og síðan er hægt að hjóla á meðan horft er á sjónvarpið, hlustað á tónlist eða iPad notaður. Æfingatækið er til í nokkrumútfærslum eð fl
HEILSUBÆTANDI JÓLAGJÖFTRI VERSLUN KYNNIR Verslunin TRI, Suðurlandsbraut 32, býður vörur fyrir
nánast allt til iðkunar á hlaupum, þríþraut og hjólreiðum. Tacx-æfingatækin
fyrir hjólreiðafólk eru heilsubætandi jólagjöf.
STEBBI HILMARS Í SALNUMStefán Hilmarsson verður með jólatónleika í Salnum annað
kvöld kl. 20 og aftur á föstudags- og laugardagskvöld. Þar
verða flutt lög af plötunni Ein handa þér, í bland við sér-
valin stemnings- og hátíðarlög. Auk þess verða flutt lög
af nýrri jólaplötu sem Stefán er með í smíðum.
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
ÖRYGGI BARNMIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Kynningarblað TM, Atlas göngugreining, Herdís Storgaard og Samgöngustofa.
KAFFIVÉLAR
MIÐVIKUDAGUR 1
8. DESEMBER 201
3
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
3 SÉRBLÖÐ
Kaffivélar | Öryggi barna | Fólk
Sími: 512 5000
18. desember 2013
297. tölublað 13. árgangur
SKOÐUN Fjölmiðlar verða að endur-
spegla samfélagið, segir Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir, formaður FKA. 21
MENNING Stærsti viðburður í sögu
sjónrænnar tónlistar fer fram í
Hörpu í lok janúar. 40
SPORT Einn besti handknattleiks-
maður þjóðarinnar, Alexander Peters-
son, verður ekki með á EM. 44 KRINGLUNNI & SMÁRALIND
Sjáðu öll tilboðin á rafha.is
Opið alla helgina
OPIÐ TIL
22
Í KVÖLD
6 DAGARTIL JÓLA
HVÍT JÓL Í KORTUNUM Snjó hefur víða kyngt niður síðustu daga. Hér má sjá jólaljósin glóa undir snjóbreiðu í kirkjugarðinum í Fossvogi þar sem Vetur konungur hefur
einmitt rækilega látið á sér kræla. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er líklegt að jólin verði hvít á landinu öllu. „Við erum í svölu og óstöðugu loft i áfram og ekki nein
langvarandi hlýindi að sjá næstu vikuna, nema síður sé,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á vakt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NEYTENDUR Atvinnuveganefnd
Alþingis gerir ekkert með umsagn-
ir Samkeppniseftirlitsins og hags-
munasamtaka, þar sem lagt er til að
kerfi tollkvóta á innflutning land-
búnaðarafurða verði endurskoðað.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp land-
búnaðar- og sjávarútvegsráðherra
sem miðar að því að sníða vankanta
af breytingum á tollalögum sem
voru gerðar í fyrra, eftir að umboðs-
maður Alþingis komst að þeirri nið-
urstöðu að heimildir ráðherra til að
ákveða tolla á innflutningskvóta
brytu í bága við stjórnarskrá.
Stefna stjórnvalda er að vernda
innlenda landbúnaðarframleiðslu
með háum innflutningstollum.
Samkvæmt samningum Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO) má þó
flytja inn lítið magn búvöru á lægri
tollum. Stjórnvöld hafa hingað til
úthlutað tollkvótunum með uppboði,
sem þýðir að sá sem býður hæst fær
að flytja inn vöruna, en hún verður
dýrari fyrir vikið.
Klúðrið sem
lagabreytingin
í fyrra orsakaði
felst í að „tollur
á dýrari vörur
verður umtals-
vert hærri en á
ódýrari vörur“
eins og segir
í greinargerð
frumvarpsins.
Reikniformúl-
an sem lögin kveða á um leiddi af
sér að tollur á dýru nautakjöti, sem
mátti flytja inn vegna kjötskorts,
varð hærri en reglugerðir WTO og
samningar Íslands við Evrópusam-
bandið kveða á um. Þetta er reynt að
lagfæra í nýja frumvarpinu, meðal
annars með því að kveða á um að
magntollur á vörum sem fluttar
eru inn á lægri tollum verði aldrei
meira en 45% af almennum magn-
tolli samkvæmt tollskrá.
Þetta atriði gagnrýna Bænda-
samtök Íslands í umsögn um frum-
varpið. „Krónan kann að styrkjast
á næstu misserum og eftir því sem
hún styrkist gagnvart erlendum
gjaldmiðlum kann sú staða að koma
upp að tollverndin kunni að rýrna.“
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins
er lagt til að horfið sé alveg frá toll-
um. „Við teljum skynsamlegt fyrir
alla að hverfa frá þessum hindr-
unum. Þær eru til þess fallnar að
draga úr samkeppni og samkeppni
er forsenda þess að framleiðni náist
og góður rekstur,“ segir Páll Gunn-
ar Pálsson, forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins. „Þetta eru hagsmunir
neytenda og framleiðenda. Því auð-
vitað er hagur bænda að búa í hag-
inn fyrir samkeppni.“
Ef ekki stendur til að afnema inn-
flutningshömlur kemur Samkeppn-
iseftirlitið með tillögu að úrbót-
um. „Við teljum koma til greina að
úthlutun verði endurgjaldslaus og
eftir atvikum hlutkesti varpað ef
umsóknir eru umfram kvóta,“ segir
Páll. -óþs, ebg / sjá síðu 20
Vilja fella niður gjald-
töku fyrir tollkvóta
Samkeppniseftirlitið vill að úthlutun tollkvóta á búvörum verði endurgjaldslaus.
Með stjórnarfrumvarpi er reynt að laga klúður sem þýddi að tollur á nautakjöti varð
miklu hærri en ætlunin var. Bændur óttast að sterkari króna dragi úr tollvernd.
PÁLL GUNNAR
PÁLSSON
MENNTUN Að fáir útvaldir fæðist
með sérstaka stærðfræðigáfu
er nokkuð sem flestir slá föstu.
Hins vegar bendir ný rannsókn í
aðra átt og sýnir að stærðfræði-
kunnátta fæst fyrst og síðast með
ástundun þar sem allir þættir
greinarinnar eru þjálfaðir.
Þetta er niðurstaða rannsókna-
hóps frá Tækniháskólanum í
Þrándheimi (NTNU) en niðurstöð-
ur hans eru nýbirtar í tímaritinu
Psychological Reports. Niðurstað-
an er sett í samhengi við nýbirta
PISA-rannsókn OECD og viðtekn-
ar kennsluaðferðir. - shá / sjá síðu 8
Kunnáttan ekki náðargjöf:
Stærðfræðigeta
afrakstur vinnu
Bolungarvík 0° 11 ?
Akureyri -1° 8 ?
Egilsstaðir 1° 8 ?
Kirkjubæjarkl. -1° 6 ?
Reykjavík 0° 10 ?
Það dregur úr úrkomu og birtir til
N- og A-lands með deginum. SV-átt 6-14
m/s en síðan hægari vindur um kvöldið.
Það kólnar í veðri. 4
Milljarða er þörf
Til að bregðast við neyð á heimsvísu
segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna að
þörf sé á sem svari eitt þúsund og fimm
hundruð milljörðum króna. 10
Komið í veg fyrir uppsagnir For-
maður SFR segir að stjórn hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar hafi verið við
það að segja upp fjölda starfsmanna. 2
Útvarpsstjóri hættur Misjafnt er
hvort starfsfólk RÚV lætur starfslok Páls
Magnússonar útvarpsstjóra koma sér á
óvart. 4
Á aftur biðlaunarétt Guðrún Páls-
dóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi,
á aftur rétt á árs biðlaunum. 6
M
YN
D
/U
N
ICEF