Fréttablaðið - 18.12.2013, Page 10
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR |
GETRAUNIR Annar vinningshafanna
í Lottóinu um síðustu helgi hefur
gefið sig fram við Íslenska getspá.
Fjölskyldumaður á fertugsaldri
hafði keypt miðann sinn á lotto.is og
var pollrólegur þegar hann mætti
og náði í sjötíu milljóna króna mið-
ann sinn.
„Vinningshafinn spilar oft með í
Lottó og Lengjunni og kaupir mið-
ana sína á lotto.is . Á föstudaginn fór
hann inn á lotto.is líkt og oft áður
og átti rúmlega 500 krónur inni
á spilareikningnum sínum. Hann
valdi þrjár raðir í Lottó og veitti
því athygli að hann hefði efni á að
kaupa eina röð í viðbót sem hann
gerði,“ kemur fram í tilkynningu
frá Íslenskri getspá.
„Á þessum tímapunkti velti hann
því fyrir sér að hætta við kaupin og
bæta við upphæð inn á reikning-
inn til að geta keypt tíu raða seðil.
Þá mundi hann eftir að hann hafði
einu sinni keypt Lengjumiða og látið
ógilda hann og breytt einum leik.
Ef hann hefði ekki breytt þeim leik
hefði hann unnið á miðann og því
ákvað hann að kaupa þessar fjórar
raðir. Það var nóg því það var ein-
mitt fjórða röðin sem var með allar
fimm tölurnar réttar.“
Foreldrar vinningshafans eru við
það að missa heimili sitt og fyrsta
verk hans verður að bjarga þeim.
Hinn vinningshafinn í Lottóinu á
enn eftir að gefa sig fram og sækja
sjötíu milljónirnar sínar. Sá miði
var keyptur á bensínstöð Select á
Bústaðavegi. - fb
Annar vinningshafanna í Lottóinu hefur gefið sig fram við Íslenska getspá:
Ætlar að bjarga foreldrunum
FRAMKVÆMDASTJÓRI Stefán Kon-
ráðsson er framkvæmdastjóri Íslenskrar
getspár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VINNINGASKRÁ
Hausthappdrætti 2013. Dregið 16. desember 2013
1. vinningur:
Chervrolet Captiva LT,2,2l. Diesel, sjálfskiptur.
Nýr bíll frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 6.490.000
48607
2. vinningur:
Chervrolet Cruze LT 1,8l. beinskiptur.
Nýr bíll frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 2.990.000
81368
3. vinningur:
Chervrolet Spark LT 1,2l. beinskiptur.
Nýr bíll frá Bílabúð Benna. Verðmæti kr. 2.090.000
61514
4 - 43. vinningur:
Ferðavinningar að með leiguflugi frá Heimsferðum.
Hver að verðmæti kr. 500.000
5453 17237 43604 62237 78274 97637 118564 130614
10158 23806 47585 63599 78956 101757 120935 131059
10526 30809 48385 71581 85980 116175 121398 138872
11883 32883 50340 72338 86045 117138 127324 150337
16529 40370 61781 72975 93977 117520 127360 153035
44 - 103. vinningur
Ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum.
Hver að verðmæti kr. 300.000
404 22239 62561 74480 99787 135124
8746 27472 63727 74540 101679 137086
9406 28224 64623 75692 105555 137292
12368 35596 64629 76201 105617 139954
12681 36181 66737 86093 105800 140799
15374 48561 67756 86377 108626 142817
15463 53613 68609 90079 111216 144671
18531 56161 69889 90621 111337 148785
19599 61511 69980 93980 117886 150244
21362 62238 72015 94155 120683 153216
104 - 143. vinningur:
Apple MacBook Air 11” 128 GB.
Hver að verðmæti kr. 189.990
440 17358 38045 59848 75470 103848 116352 138834
3804 18895 44906 66828 80853 105600 119727 143321
9582 21861 47135 68358 82818 112974 124418 148152
14753 30881 48709 71526 83144 114905 128461 148626
16618 38001 51274 74117 93419 115715 130252 149771
144 - 203. vinningur
Apple iPad Mini, 4G, 32GB. Verðmæti kr. 114.990
629 21536 56244 86981 107923 123357
1651 27095 56863 91345 110088 123567
5483 29246 57163 92812 110298 123870
7100 30240 69903 96485 110485 127574
7509 33647 74765 96916 114205 128784
15166 34653 80626 100378 115532 135257
16943 37811 82982 104811 116121 137920
19475 42755 83351 105058 117415 142479
20281 51548 83794 105513 120811 144245
20546 53953 85586 106709 122705 146432
Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindraafélagsins, Hamrahlíð 17.
Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar
16 m. 1.9 m.
0.4 m.
2 m.
5.9 m.
7.6 m.
4.8 m. 3.1 m. 2 m.
5 m.
3 m.
0.5 m.
$6.5 ma. $390 m.
$169 m.
$247 m.
$406 m.
$995 m.
$1.1 ma.
$591 m.
$832 m. $928 m.
$791 m.
Sjóðir sem SÞ telja nauðsynlega árið 2014
Sýrland og nágrannaríki
Palestína
Afganistan
Mjanmar*
Haítí
Mið-
Afríkulýðveldið
Súdan
Kongó-
lýðveldið
Suður-
Súdan
Sómalía
(Egyptaland, Írak, Jórdanía,
Líbanon, Tyrkland)
HJÁLPARSTARF Sameinuðu þjóðirnar
og samstarfsstofnanir þeirra munu
biðja um tæpa þrettán milljarða
Bandaríkjadala, að jafngildi um
1.500 milljarða íslenskra króna, til
að standa undir kostnaði við hjálpar-
starf um heim allan. Um helmingi
fjárins verður varið í neyðaraðstoð
vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýr-
landi, sem er hæsta upphæð sem
óskað hefur verið eftir til eins neyð-
artilfellis. Enda eru átta milljónir
manna hjálparþurfi vegna átakanna
sem hafa staðið frá vorinu 2011.
Valerie Amos, mannréttindastjóri
Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti þetta
á fundi í Genf á þriðjudag, en und-
irstrikaði að ástandið reyndi veru-
lega á viðbragðsgetu alþjóðasam-
félagsins.
Hjálparsamtök miða að því að
koma aðstoð til um 52 milljóna
manna í sautján löndum á komandi
ári. Allt þetta fólk þarfnast nær-
ingar, húsaskjóls og heilbrigðis-
þjónustu. Hættan er víða mikil þar
sem 35 milljónir manna eru til að
mynda á flótta eða vergangi bara í
Sýrlandi, Jemen og á Filippseyjum
og ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu,
þar sem hundruð þúsunda manna
hafa hrakist frá heimilum sínum,
er slæmt. „Ég hef séð fólk í hrika-
legum aðstæðum í Mið-Afríkulýð-
veldinu, Jemen, á hörmungasvæð-
unum á Filippseyjum og enn víðar í
þeim löndum sem ég hef heimsótt í
ár,“ sagði Amos.
„Það er erfitt að koma orðum að
þeirri örvæntingu sem ríkir þar en
líka þeirri reisn sem þetta fólk sýnir
þegar það stendur frammi fyrir erf-
iðum aðstæðum. Við reiðum okkur
á áframhaldandi stuðning frá okkar
samstarfsaðilum til að vinna að
því að bjarga lífum og styðja við
þær milljónir sem eiga um sárt að
binda.“
Alls vinna 568 hjálparsamtök með
1.500 milljarða er
þörf til hjálparstarfs
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að alls sé þörf á jafngildi 1.500 milljarða ís-
lenskra króna til að bregðast við neyð um allan heim. Helmingur fer til Sýrlands.
Aldrei hefur verið beðið um meira fé, en 52 milljónir manna eru nú hjálparþurfi.
Fjörutíu daga þjóðarsorg á Fil-
ippseyjum lauk í gær eftir yfirreið
fellibyljarins Hayians sem kostaði
þúsundir manna lífið. Enn ríkir þar
neyðarástand og eru meðal annars
1,4 milljónir barna á vergangi á
hörmungasvæðinu.
UNICEF hefur unnið mikið að
málefnum barna og til dæmis hafa
samtökin komið upp tímabundn-
um skólastofum fyrir þúsundir
barna. Söfnun á vegum UNICEF
úti um allan heim hefur gengið
vel, ekki síst hér á Íslandi þar sem
23 milljónir hafa safnast, að sögn
Sigríðar Víðis Jónsdóttur, kynn-
ingarfulltrúa UNICEF á Íslandi.
23 milljónir hafa safnast fyrir Filippseyjar
KLESST‘ANN Anthony Lake, framkvæmdastjóri UNICEF, heimsótti hörmungasvæðin
á Filippseyjum í vikunni og hitti meðal annars þessa krakka sem brostu þrátt fyrir
erfiðar aðstæður. MYND/UNICEF
flóttamannahjálpinni í fyrrnefnd-
um verkefnum og segir Amos að
árið sem er fram undan verði afar
krefjandi.
„Fjöldi þeirra sem hafa hrakist
frá heimilum sínum er í hámarki
og það er afar mikilvægt að hjálpar-
samtök geti brugðist við af krafti,“
sagði Antónío Guterres, flótta-
mannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.
Á þessu ári söfnuðust um átta
milljarðar Bandaríkjadala til
neyðaraðstoðar, sem er það mesta
sem safnast hefur. Fyrra met var í
fyrra þegar um 7,2 milljarðar söfn-
uðust. Þrátt fyrir örlæti gefenda
ná framlög sjaldnast meira en 60
prósentum af því fjármagni sem
leitast er eftir að safna.
thorgils@frettabladid.is
Sþ hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins um að fá nær fjórtán milljarða dala
til neyðaraðstoðar um heim allan. Helmingi þeirrar upphæðar verður varið
til aðstoðar vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi.
Sameinuðu þjóðirnar leita eftir 13-14
milljörðum dala til hjálparstarfs 2014
Fjöldi fólks í neyð
Filippseyjar
Heimild: OCHA *nauðsynlegir fjármunir munu liggja fyrir í janúar. (c) Graphic News
Jemen
10