Fréttablaðið - 18.12.2013, Síða 16
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR16
19 Búið að tala um fjár-aukalög í 19 klukkustundir2 þingfundadagar eftir til jóla samkvæmt starfsáætlun 52 stjórnar-frumvörp bíða af-greiðslu 80 Umræða um fjárlög á síðasta ári tók rúmar 80 klukkustundir
STJÓRNARFRUMVÖRP SEM BÍÐA AFGREIÐSLU
● Fjárlög 2014
● Fjáraukalög
● Tekjuaðgerðir fjárlagafrum-
varps 2014
● Frestun nauðungarsölu
● Brottfall laga um náttúruvernd
● Stjórn fiskveiða (aflahlut-
deildir í rækju)
● Siglingavernd o.fl. (hert
öryggismál í flugi og á
hafnarsvæðum)
● Fjárhagsaðstoð vegna gjald-
þrotaskipta (skiptakostn-
aður)
● Lífsýnasöfn (söfn heilbrigðis-
upplýsinga og leitargrunnar)
● Almenn hegningarlög
(kynvitund)
● Sveitarstjórnarlög (eignar-
hlutir í orkufyrirtækjum)
● Dýrasjúkdómar og varnir
gegn þeim
● Svæðisbundin flutnings-
jöfnun
Kunnugleg staða er komin upp á
Alþingi nú þegar aðeins tveir þing-
fundadagar eru eftir til jóla. Enn á
eftir að afgreiða frumvarp ríkis-
stjórnarinnar til fjáraukalaga og
fjárlagafrumvarpið. Alls bíða 52
stjórnarfrumvörp afgreiðslu en í
heild hefur Alþingi afgreitt sjö laga-
frumvörp á yfirstandandi þingi.
Stjórnarandstaðan á hverjum
tíma hefur nýtt sér þann þrýsting
sem myndast í kringum afgreiðslu
fjárlaga í lok hvers árs til að skapa
sér samningsstöðu gagnvart stjórn-
arflokkunum. Þannig var talað um
fjárlög í rúmar 80 klukkustundir
á Alþingi í fyrra en umræðu lauk
20. desember. Björn Valur Gísla-
son, þáverandi þingmaður Vinstri
grænna, og Lúðvík Geirsson, þáver-
andi þingmaður Samfylkingarinnar,
sökuðu þá stjórnarandstöðuna um
málþóf með allóvenjulegum hætti
þegar þeir gengu fram fyrir ræðu-
stól með skilti í hendi. Þó málþóf-
ið sé umdeilt er það engu að síður
viðurkennd aðferð sem stjórnarand-
stæðingar á hverjum tíma nota til
að koma sínum áherslum á framfæri
og ná fram breytingum á frumvörp-
um ríkisstjórnarinnar.
Önnur umræða um fjárlagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar hefur nú
staðið yfir í nærri þrjátíu klukku-
stundir. Margir stjórnarliðar sem
Fréttablaðið talaði við telja að
núverandi stjórnarandstaða sé byrj-
uð á málþófi. Einn orðaði þetta sem
svo að það væri „málþófslykt í loft-
inu“. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins leggur stjórnarandstaðan
áherslu á að tillaga Eyglóar Harð-
ardóttur félagsmálaráðherra um
að atvinnulausir fái desemberupp-
bót verði samþykkt. Breytingartil-
laga minnihluta fjárlaganefndar
þessa efnis var hins vegar felld í
atkvæðagreiðslu á fimmtudag í síð-
ustu viku. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar hafa einnig gagnrýnt
ýmislegt í fjárlögum, eins og niður-
skurð á fjárframlögum til þróunar-
aðstoðar, legugjald á sjúkrahúsum
og lækkun vaxtabóta.
Formenn flokkanna hafa fundað
til að ná sátt um afgreiðslu mála
og þinglok og var meðal annars
fundað um málið í gær. Ekkert
samkomulag lá hins vegar fyrir
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Þeir þingmenn sem Fréttablaðið
talaði við telja að hægt verði að
klára þingstörf á laugardag að því
gefnu að samið verði um þinglok í
dag. Þá verði hægt að afgreiða fjár-
aukalög, fjárlög, bandorminn og
önnur dagsetningarmál en umræðu
um önnur mál verði frestað fram á
næsta ár. Reynsla síðustu ára sýnir
að um leið og samkomulag liggur
fyrir ganga þingstörf nokkuð hratt
fyrir sig.
Ekki náðist í Einar K. Guðfinns-
son, forseta Alþingis, í gær.
Pattstaða á Alþingi og
ásakanir um málþóf
Á sjötta tug stjórnarfrumvarpa bíða afgreiðslu Alþingis þegar aðeins tveir þing-
fundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun. Önnur umræða um fjárlög hefur
staðið yfir í nærri þrjátíu klukkustundir. Stjórnarandstaðan vill að tillaga félags-
málaráðherra um desemberuppbót fyrir atvinnulausa verði samþykkt.
Á ALÞINGI Þingmenn fara væntanlega brátt að eygja þinglok, þótt fjöldi stjórnar-
frumvarpa bíði enn afgreiðslu þingsins. Samkvæmt starfsáætlun eru bara tveir þing-
fundadagar eftir, en líkast til verða þeir nokkuð fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Helgi Hjörvar,
þingflokksformaður Samfylkingarinnar:
„Önnur umræða um fjárlög í fyrra stóð í sjö daga og ég
held að við séum ennþá langt frá því. Auðvitað væri betra
ef það væru færri ágreiningsatriði á milli stjórnar og
stjórnarandstöðu í þessu. Hins vegar er eðlilegt að menn
taki sér tíma til að fara yfir þær breytingartillögur sem
hafa komið fram á síðustu dögum.“
Róbert Marshall,
þingflokksformaður Bjartrar framtíðar:
„Við erum ekki í neinu málþófi enda enginn frá okkur á
mælendaskrá. Við tökum ekki þátt í svoleiðis pólitík. Við
höfum sett okkar áherslur á borðið og erum tilbúnir að
klára þessa vinnu. Við erum með breytingartillögu við
fjárlögin og þar kemur okkar pólitíska áhersla fram.“
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
þingflokksformaður sjálfstæðismanna:
„Stjórnarandstaðan er bara að nýta sér sinn rétt sam-
kvæmt þingsköpum og ég geri ekki athugasemdir við það.
Þeir munu nýta sér þennan rétt þangað til formenn hafa
komist að samkomulagi um þinglok. Þannig hefur þetta
alltaf verið.“
Sigrún Magnúsdóttir,
þingflokksformaður framsóknarmanna :
„Ég tel að það sé hægt að klára mikilvægustu málin fyrir
jól þannig að ekki þurfi að funda á milli jóla og nýárs. Það
er ekki mikill tími til stefnu en ég er bjartsýn á að þetta
takist.“
Birgitta Jónsdóttir,
þingflokksformaður Pírata:
„Þetta er hefð sem hefur verið í gangi alltof lengi.
Þingheimur er að afgreiða mörg mikilvæg mál á alltof
skömmum tíma. Stundum þarf tíma til að ræða hlutina
betur. Þar að auki hafa mál verið að koma inn seinna en
venjulega.“
➜ Þingflokksformenn um stöðuna
Höskuldur
Kári Schram
hoskuldur.schram@365.is
| FRÉTTASKÝRING |
TEKIST Á UM ÞINGLOKIN
Úrval af
baðsloppum
– ALLAR STÆRÐIR –
fyrir dömur
og herra
VERÐ FRÁ 11.900
MEÐ 20%
JÓLAAFSLÆTTI
,
Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn
eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau
þúsundir heimila og fyrirtækja.
Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni
Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á
skátavefnum: www.skatar.is
Frábærir eiginleikar:
-eðaltré ár eftir ár!
Sígræna jólatréð
10 ára ábyrgð
12 stærðir (90-500 cm)
Stálfótur fylgir
Ekkert barr að ryksuga
Veldur ekki ofnæmi
Eldtraust
Þarf ekki að vökva
Íslenskar leiðbeiningar