Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 22
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 22 Kia Sorento EX Luxury Árg. 2006, ekinn 111 þús. km, dísil, 140 hö., sjálfskiptur, eyðsla 8,4 l/100.* Verð: 2.750.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2012, ekinn 33 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,7 l/100.* Verð: 4.950.000 kr. Kia Sorento EX Classic 4wd Árg. 2012, ekinn 40 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100.* Verð: 5.950.000 kr. Kia cee‘d Sportswagon LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 22 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. Verð: 3.290.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 5,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð 6,5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.* Verð: 5.790.000 kr. Greiðsla á mánuði 39.900 kr. M.v. 60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,94%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Kia Rio LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 24 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll. Verð: 2.450.000 kr. Greiðsla á mánuði 19.900 kr. M.v. 53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,53%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Gott eintak NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 Í umræðum um skólamál bregður oft fyrir hugtakinu skólastefna. Hvað er eiginlega skólastefna? Er stefna í skóla- málum viðhorf eða skoðun á því hver séu innstu rök uppeldis- og fræðslu- mála? Er skólastefna spurningin um fjármögnun og forgangsröðun verkefna þegar kemur að byggingum og bún- aði? Eða er skólastefna spurningin um menntun og kjaramál kennara? Þá má einnig spyrja hvort samkomulag geti ríkt um framkvæmdir og leiðir skóla- stefnu, sem ekki tekur skýrt á forsend- um og markmiðum? Hvað segja stjórnarskráin og grunn- skólalögin um skyldur framkvæmdavaldsins við börn og unglinga, skólastefnu lýðveldisins? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir m.a.: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi,“ og ennfremur: „Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Í markmiðsgrein grunnskólalaga segir m.a.: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arf- leifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðis- legu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskól- inn leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“ Mér sýnist skólastefna stjórnarskrárinnar og grunnskólalaganna ágætlega skýr, en fram- kvæmd grunnskólalaganna aðeins í hóflegu samræmi við þá ágætu stefnu. Draumsýn þessara lagatexta virðist enn töluvert undan veruleika daglegs skólastarfs. Fyrirheitin, sem birtust í vísindahyggju grunnskólalaga nr. 63/1974, urðu að engu með lagabreytingunum um og eftir 1990. Ætla má að ákveðið stefnu- leysi í skipulagi sérfræðiþjónustu grunnskól- anna valdi miklu um það hve fyrirheit og fram- kvæmd virðast hafa fjarlægst hvort annað. Grundvallað á misskilningi? Skólinn, sem við flytjum inn frá öðrum þjóð- um, er hannaður til þess að gæta barna, eyða ólæsi og sameina þjóðarbrot. Sú sam- félagsmynd sem skóp verkfærið var órafjarri íslenskum veruleika og því vandséð að þess væri hér þörf. Við stofnum til skólahalds að erlendri fyrirmynd, með verkfæri til þess ætl- uðu að leysa vanda sem ekki var til á Íslandi. Má þá segja að íslenskt skyldunám sé grund- vallað á misskilningi? Skyldunámi er ætlað að annast grunnmenntun þegnanna Grunnmenntun opnar aðgengi að uppruna og menningu, fortíð og sögu. Grunnmenntun er uppeldisleg menntun og mótun fyrir lífið. Þetta hlutverk rækti íslenskt samfélag um aldir – án barnaskóla. Hvert varð þá hlutverk íslenska skyldu- námsins? Annaðist íslenski skólinn þá í raun einhvers konar framhaldsmenntun? Mótað- ist viðfangsefni skólans af tíðarandanum; atvinnuþróun, verkmenningu og auknum tengslum og samskiptum við aðrar þjóðir? Opn- aði skólamenntunin aðgengi að áður óþekktum störfum? Er hér að finna meginskýringuna á því að íslenska skólakerfið hefur aldrei viðurkennt eðlismun á grunnmenntun og framhaldsmennt- un? Nú virðist gengið út frá því að aðeins sé stigsmunur á störfum grunnskóla og fram- haldsskóla en það er eðlismunur á grunn- menntun og framhaldsmenntun, menntun fyrir lífið og menntun fyrir tiltekin störf. Nauðsyn- legt er að viðurkenna og virða þennan eðlis- mun við skipan og þróun beggja skólastiga til þess að ná sem bestum árangri í uppeldis– og menntamálum þjóðarinnar. … virðingu fyrir manngildi … Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að árið 2011 var ungbarna- dauði meðal OECD-landa lægstur á Íslandi, þriðja árið í röð. Ung- barnadauði er skilgreindur sem dánartíðni barna á fyrsta aldurs- ári. Eins og gefur að skilja vekja þessar staðreyndir athygli, bæði hér á landi og erlendis, ekki síst í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem við höfum þurft að ganga í gegnum á undanförnum árum og leitt hafa til niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu sem og á öðrum sviðum opinberrar þjónustu. Ástæður þessa góða árangurs eru margar. Ber þar fyrst að nefna gott mæðraeftirlit og fæðingarþjónustu, sem eru hornsteinninn að velferð hins nýfædda barns. Ungbarnaeftirlit er með ágætum og það er undantekning að börn séu ekki bólu- sett gegn ungbarnasjúkdómum, sem voru aðaldánarorsök barna áður fyrr, en heyra nú að mestu leyti sögunni til. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að mæðra- og ungbarnaeftirlit sé ókeypis, einkum nú þegar almenningur hefur minna handa á milli en oft áður. Um árabil hafa mæður farið heim með börn sín fljótlega eftir fæð- ingu, yfirleitt innan sólarhrings ef þeim heilsast vel. Til þess að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt var á sínum tíma komið á heimaþjónustu ljósmæðra sem fylgjast með móður og barni daglega fyrstu dag- ana, auk þess sem barnið kemur í skoð- un hjá lækni á fimmta degi. Þetta fyrir- komulag hefur gefist vel og er það árvekni þeirra að þakka að mörg börn með alvar- leg veikindi á byrjunarstigi hafa verið lögð tímanlega á sjúkrahús til meðferðar. Fjármögnuð af gjafafé Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýbura- og ungbarnagjörgæsludeild, sú eina sinnar tegundar hér á landi. Hún er í nýjum húsakynnum Barnaspítalans og í nánum tengslum við fæðingar- deildina, sem gerir okkur kleift að sinna veikum nýfæddum börn- um eins og best verður á kosið. Deild- in er mönnuð vel þjálfuðu starfsfólki og henni hefur haldist vel á sínu fólki. Sér- fræðingar í hinum ýmsu undirsérgreinum barnalækninga taka þátt í meðferð barna á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Eins og gefur að skilja er góður tækjabúnað- ur forsenda nútíma gjörgæslumeðferðar. Deildin er mjög vel tækjum búin og frá upphafi hafa nánast öll tækjakaup verið fjármögnuð með gjafafé frá félagasamtök- um og einstaklingum. Kvenfélagið Hring- urinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetan- legt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. Á tímum efnahagsþrenginga er mikil- vægt að standa vörð um heilbrigðiskerf- ið, sem og aðrar grunnstoðir samfélags- ins. Annars er hætta á að fljótt halli undan fæti og að við töpum þeim góða árangri sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá getur tekið langan tíma að byggja aftur upp það sem tapast hefur. Því er brýnt að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu og að tryggt sé að hér verði áfram boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu öllum til handa. Hvers vegna er ungbarna- dauði lægstur á Íslandi?MENNTUN Sturla Kristjánsson sálar- og uppeldis- fræðingur og Davis- ráðgjafi ➜ Kvenfélagið Hringurinn hefur lagt þar langmest af mörkum og hefur framlag félagsins verið ómetanlegt. Á það án efa stóran þátt í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð veikra nýbura og ungbarna hér á landi. ➜ Nú virðist gengið út frá því að aðeins sé stigsmunur á störf- um grunnskóla og framhalds- skóla en það er eðlismunur á grunnmenntun og framhalds- menntun, menntun fyrir lífi ð og menntun fyrir tiltekin störf. HEILBRIGÐIS- MÁL Þórður Þórkelsson yfi rlæknir vökudeildar Barna- spítala Hringsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.