Fréttablaðið - 18.12.2013, Side 30

Fréttablaðið - 18.12.2013, Side 30
FÓLK|FERÐIR VINSÆLASTIR Á INSTAGRAM FERÐIR Instagram er vinsælt forrit meðal snjallsímaeiganda. Þar getur fólk deilt lífi sínu í myndum. Nýlega gáfu forsvarsmenn Instagram upp þá tíu ferða- mannastaði sem oftast er deilt í gegnum forritið. 3. DISNEYLAND Í KALIFORNÍU Disneyland-skemmtigarðurinn í Kaliforníu var opnaður árið 1955. Hann var hann- aður undir leiðsögn Walts Disney sjálfs. 2. TIMES SQUARE Í NEW YORK Times Square er á vegamótum á Manhattan í miðri New York þar sem göturnar Broadway og 7. breiðstræti liggja saman. Áberandi auglýsingaskjáir eru einkennismerki torgsins en auk þess er hátíðin sem haldin er þar á gamlárskvöld heimsþekkt. 1. SIAM PARAGON Siam Paragon í Bangkok í Taílandi er ein stærsta verslunarmiðstöð Asíu með fjölda verslana og kvikmynda- hús með 15 sölum. Þar er einnig að finna Siam Ocean World sem er neðansjávarsædýrasafn, listagallerí og óperuhús. Auk alls þessa má finna í Siam Paragon keilusal og karaókí-miðstöð. 4. BELLAGIO FOUNTAINS Í LAS VEGAS Gosbrunnarnir fyrir framan Bellagio-hót- elið þykja tilkomumiklir. Vatnið dansar í takt við tónlist og ljósasýningu. Sýningin fer fram á hálftímafresti síðdegis en á hverju korteri á kvöldin. 5. DISNEY WORLD Í FLÓRÍDA Skemmtigarðurinn var opnaður í Flórída árið 1971 og er mest sótti skemmtigarður- inn í Disneyland-keðjunni. Garðurinn var hannaður af Walt Disney en hann lést áður en bygging hans hófst. 6. STAPLES CENTER-ÍÞRÓTTALEIKVANGURINN Í L.A. Margnota íþróttahöll þar sem keppt er í körfubolta og íshokkí. Höllin er til dæmis heimastöð körfuboltaliðanna Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers. 7. CENTRAL PARK Í NEW YORK Central Park er almenningsgarður á miðri Manhattan-eyju í New York-borg í Banda- ríkjunum. Garðurinn var fyrst opnaður 1857. Hann er 341 hektari að stærð og var skráður sem sögulegt bandarískt kenni- leiti árið 1966. 8. DODGER STADIUM Í LOS ANGELES Íþróttaleikvangur þar sem spilaður er hafnabolti. Dodger Stadium er heimavöll- ur Los Angeles Dodgers. 9. SUVARNABHUMI-FLUGVÖLLUR- INN Í BANGKOK Í TAÍLANDI Flugvöllurinn var hannaður af arkitekt- inum Helmut Jahn og byggður árið 2006. Á vellinum er hæsti frístandandi flugturn heims, 132 metra hár. 10. THE HIGH LINE Í NEW YORK Einnar mílu langur göngustígur í miðri New York-borg. Stígurinn er afar gróður- sæll en hann var lagður á gömlum járn- brautarteinum. 7.990 kr. 0 kr.+ Internet og heimasími fylgir sjónvarpsáskrift í þrjú ár! Kynntu þér tilboðin nánar í verslun okkar í Skaftahlíð 24 eða í sölubás okkar á jarðhæð Kringlunnar. Þjónustuver 512 5100 | Nánar á 365.is á 36 má nuðum 180.000 kr. sparnað ur Með Skemmtipakkanum færðu aðgang að sex frábærum stöðvum, aðgang að Tónlist.is í þrjá mánuði og Stöð 2 Vild sem er eitt öflugasta vildarkerfi landsins. Sex frábærar sjónvarpsstöðvar Internetið og heimasími innifalið í 36 mánuði Enginn binditími fyrir internet og heimasíma. Tilboðið býðst aðeins til áramóta! fyrir internet og heimasíma Enginn binditími ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.