Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 18.12.2013, Qupperneq 50
18. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatón- leika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu ár. Í ár verða leikin eftirfarandi verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart: Divertimento kv.136 fyrir strengi Klarinettukvartett kv.378 og Klarinettukvintettþátt- ur kv.516c tvær aríur þ.e Laud- ate Dominum kv.339 og Parto Parto úr La Clemenza di Tito. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálm- inn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflaut- unni eftir Mozart. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettu- leikari, Gunnhildur Daðadóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikar- ar, Svava Bernharðsdóttir víólu- leikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari en gestur á tónleik- unum er Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona. Einnig koma fram tveir drengir úr Drengjakór Reykja- víkur, þeir Benedikt Gylfason og Tryggvi Pétur Ármannsson. Tónleikarnir verða sem hér segir: Í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudagsdagskvöldið 19. des- ember, Kópavogskirkju föstu- dagsdagskvöldið 20. desember, Garðakirkju laugardagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkj- unni í Reykjavík sunnudagskvöld- ið 22. desember. Þeir hefjast allir klukkan 21. Mozart við kertaljós Camerarctica heldur nú fyrir jólin kertaljósatónleika í nokkrum kirkjum. Þetta er tuttugasta árið sem hópurinn fl ytur tónlist Mozarts fyrir hátíðirnar. SYNGJA INN JÓLIN Kammerhópurinn Camerarctica flytur tónlist Mozarts í kirkjum fyrir hátíðirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt, ég er í hálfgerðu sjokki,“ segir Sif Sig- marsdóttir um velgengni fyrsta bindis Freyjusögu, Múrsins, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bók- menntaverðlaunanna og Fjöru- verðlaunanna, auk þess að vera ofarlega á metsölulistum og hafa hlotið rífandi góða dóma gagnrýn- enda. „Maður vonast auðvitað allt- af eftir góðum viðbrögðum við því sem maður skrifar, en þótt maður sé sjálfur rosalega ánægður með eigin grip þá veit enginn hvernig aðrir taka honum, þannig að, nei, ég hafði ekki séð þetta fyrir mér.“ Freyjusaga er framtíðarsaga sem kölluð hefur verið hinir íslensku Hungurleikar, en Sif segist hafa verið byrjuð á sögunni löngu áður en Hungurleikarnir komu fram á sjónarsviðið. „Þessi bók er búin að vera vandræðalega lengi í vinnslu, nærri sex ár, en hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var í námi í barnabókmenntum í Bretlandi. Ég byrjaði þar árið 2002 og var þá svakalega skot- in í Philip Pullman og bókunum hans um Gyllta áttavitann. Eftir að ég las þær var ég staðráðin í að skrifa einhverja drungalega fantasíu. Svo vildi þannig til að það fengu allir sömu hugmynd á svipuðum tíma og síðan þá hafa komið út margar bækur í þessum anda. Þegar ég las Hungurleikana hugsaði ég: Andskotinn, hún stal hugmyndinni minni.“ Einhverjum lesendum hafa þótt lýsingarnar í Múrnum ansi hrottalegar, finnst þér það sjálfri? „Nei, alls ekki. Það er hins vegar dálítið algengt þegar kemur að unglingabókum að fólki finnist að þær eigi að vera voða saklausar og krúttlegar og fullar af loðnum kanínum og bleikum prinsess- um, en ég er alls ekki sammála því. Við sem erum að skrifa fyrir unglinga erum að keppa við blóð- uga tölvuleiki og sjónvarpsþætti og þurfum bara hreinlega að vera samkeppnishæf. Enda held ég að unglingarnir þoli þetta smáræði nú alveg, það er aðallega fullorðna fólkið sem barmar sér yfir hvað þetta sé ógeðslegt.“ Margir líta á skrif barnabóka sem tilhlaup eða upphitun fyrir skrif „alvöru“ bókmennta, ertu á þeim buxunum? „Nei mig hefur alltaf langað að skrifa unglinga- bækur. Ein fyrsta spurningin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabók- in mín kom út var einmitt: Hve- nær ætlarðu að skrifa alvöru bók? Mér finnst hins vegar barnabók- menntir vera alvöru bókmenntir og börn og unglingar eru mjög kröfuharðir lesendur. Það er alveg óþarfi að flokka þær sem eitthvert óæðra form. Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki, alveg sama fyrir hvaða aldurshóp er skrifað.“ fridrikab@frettabladid.is Engar loðnar kanínur og bleikar prinsessur Múrinn eft ir Sif Sigmarsdóttur hefur fengið rífandi góðar viðtökur, verið hlaðin lofi og er tilnefnd til tvennra bókmenntaverðlauna. Sif segist alltaf hafa ætlað sér að skrifa fyrir börn og unglinga, enda séu þau mjög kröfuharðir lesendur. SIF SIG- MARSDÓTTIR „Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmennt- ir eða ekki.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kammerkórinn Schola Cant- orum heldur síðustu hádeg- istónleika sína á aðventunni með jólatónleikum í Hall- grímskirkju í hádeginu í dag. Á þessum þriðju hádegistón- leikum í desember flytur kórinn falleg, íslensk jólalög, m.a. Hátíð fer að höndum ein, Kom þú, kom, vor Immanúel, Ljós og hljóma eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jólaljósin blika eftir Hauk Tómasson, Það aldin út er sprungið, Englakór frá himnahöll og tvö ný jólalög eftir Hafliða Hallgrímsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast klukk- an 12 og standa til 12.30. Schola Cantorum með jólatónleika í Hallgrímskirkju: Síðustu hádegistónleikarnir Mozart við kertaljós Kammertónlist á aðventu 2013 Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn, miðaverð kr. 2.500 / 1.500 Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag 19. des. kl. 21.00 Kópavogskirkju föstudag 20. des. kl. 21.00 Garðakirkju laugardag 21. des. kl. 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudag 22. des. kl. 21.00 Camerarctica Ingibjörg Guðjónsdóttir söngur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn GENSE kvörn • Malar salt og pipar • Keramikkvörn - píanólakk • Þrír litir: svart, hvítt, rautt Kr. 6.262,- JÓL Í ELDHÚSIÐ DUALIT brauðrist • 2 brauðsneiðar • Sérstaklega víð rauf f. brauð • Hægt að rista beyglu / pítu Kr. 32.944,- DUALIT hraðsuðuketill • 1.5L hraðsuðuketill • Snúrulaus • Sía innan á stút Kr. 18.900,- FA S TU S _E _4 6. 12 .1 3 MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.