Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 8
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
ÞEKKINGIN BEISLUÐ – NÝSKÖPUN OG FRUMKVÆÐI
Einstök bók um nýsköpun á Íslandi – útgáfudagur 4. júní 2014
■ Afmælisrit tileinkað Þorsteini Inga Sigfússyni, prófessor og forstjóra, sextugum.
■ 33 sjálfstæðir bókarkaflar fjalla um hvernig þekking er beisluð og henni veitt í farveg
nýsköpunar og stofnunar fyrirtækja. Frumkvöðlar segja sögu nokkurra lykilverkefna í
íslensku atvinnulífi auk þess sem sérfræðingar á ákveðnum fagsviðum skrifa um efni
þeim hugleikið.
■ Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Viltu skrá þig á heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria)?
■ Þeim sem skrá sig á heillaóskaskrána býðst að kaupa verkið á kr. 5.990.– auk póstburðargjalds.
Gjaldið verður innheimt í júní 2014 samhliða dreifingu bókarinnar.
■ Hægt er að skrá nafn sitt og allar viðeigandi upplýsingar í gegnum heimasíðu Nýsköpunar -
miðstöðvar Íslands: www.nmi.is/nyskopunarbok eða með því að senda upplýsingar á netföngin:
nmi@nmi.is | hib@islandia.is Nafn viðkomandi (og maka) eða stofnunar mun birtast á heilla -
óskaskrá fremst í ritinu.
Þorsteinn Ingi Sigfússon
FlexiClog er með sérhannað innlegg sem styður við
fótinn og hjálpar þannig til við að halda líkamanum
í réttri stöðu. Verð áður kr. 12.900,-
Verð nú kr. 10.320,-
FLEXI CLOG
Hágæða vinnuskór fyrir fagfólk í eldhúsi
og á heilbrigðisstofnunum
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
F
A
S
TU
S
_H
_0
2.
02
.1
4
20%
afsláttur
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
MANNRÉTTINDI Yfirfærsla þjón-
ustu við fimmtíu hælisleitendur frá
Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur
gengið vel að sögn mannréttinda-
stjóra Reykjavíkurborgar.
Um áramót tóku gildi þjónustu-
samningar innanríkisráðuneytis-
ins við Reykjavíkurborg og
Reykjanesbæ um þjónustu við
hælisleitendur á meðan mál þeirra
eru til meðferðar hér á landi. Í
þeim felst að Reykjavík tekur við
þjónustunni við fimmtíu einhleypa
karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem
þjónustaði áður alla hælisleitendur,
eru nú að því er fram kemur á vef
bæjarins 79 manns, aðallega fjöl-
skyldufólk, enda eru þar á meðal
20 börn.
Þar segir jafnframt að með þessu
hafi létt mikið á þjónustuþörf í
bæjar félaginu, enda sagði talskona
félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ
í viðtali við Fréttablaðið síðasta
sumar, þegar um 150 hælisleitend-
ur voru þar, að bærinn hefði ekki
burði til að þjónusta svo marga.
Anna Kristinsdóttir, mannrétt-
indastjóri Reykjavíkurborgar, seg-
ist ánægð með hvernig verkefnið
hefur gengið hingað til.
„Margir af þessum mönnum
hafa verið hér á landi í langan tíma
og þessar breytingar hafa gengið
nokkuð áreynslulaust.“
Mennirnir búa, að sögn Önnu, í
um fimmtán íbúðum sem borgin
leigir á almennum markaði með
húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru
miðsvæðis, enda sér þjónustumið-
stöð miðborgar og Hlíða um þjón-
ustuna við hópinn.
Anna segir mennina hafa aðgang
að margs konar þjónustu á vegum
borgarinnar, til dæmis sundlaug-
um, strætisvögnum og öðru. Hún
segir að upplifun mannanna af dvöl
hér á landi sé öðruvísi í borginni.
„Við höfum heyrt af þeim að
það sé öðruvísi að vera hér í fjöl-
menninu en í fámennara sveitar-
félagi, þar sem þú fellur frekar
inn í fjöldann hér. Það er ekki svo
að almenningur gefi sér hér að um
hælisleitendur sé að ræða ef fólk
af erlendum uppruna býr í íbúð úti
í bæ. Það er kannski helsti mun-
urinn og gerir þessa félagslegu
aðlögun auðveldari, sem er ein-
mitt það sem borgarstjóri lagði
upp með í byrjun verkefnisins,“
segir Anna.
thorgils@frettabladid.is
Falla frekar
inn í fjöldann
í borginni
Fimmtíu hælisleitendur þiggja nú þjónustu frá Reykja-
víkurborg. Voru áður í Reykjanesbæ þar sem ekki var
hægt að anna öllum hælisleitendum. Falla frekar inn í
fjöldann í borginni, sem auðveldar félagslega aðlögun.
VIÐ TJÖRNINA Mannréttindastjóri Reykjavíkur segist heyra á þeim hælisleitendum
sem flutt hafa til borgarinnar að þeim þyki þeir falla betur inn í mannfjöldann í
borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRNIR Golfklúbburinn
Oddur, sem rekur golfvöll á landi
Oddfellow-reglunnar, á nú í rekstr-
arerfiðleikum.
Er formaður og framkvæmda-
stjóri Odds gengu fyrir íþrótta- og
tómstundaráð Garðabæjar upp-
lýstu þeir að af 1.150 félagsmönn-
um byggi fjórðungur í Garðabæ
og um tvö hundruð væru í Odd-
fellow. Félagsgjald væri hærra
en hjá öðrum en dygði ekki fyrir
öðru en leigugjaldi af vellinum til
Odd fellow. Stækka þyrfti völlinn
og farið var fram á að Garðabær
greiddi leiguna af landinu. - gar
Erfiðleikar hjá golfklúbbi:
Eiga rétt fyrir
leigu á landi
Í URRIÐAHOLTI Oddur rekur Urriðavöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Við höfum heyrt af
þeim að það sé öðruvísi að
vera hér í fjölmenninu en í
fámennara sveitarfélagi, þar
sem þú fellur frekar inn í
fjöldann hér.
Anna Kristinsdóttir
mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar
BANDARÍKIN Milljón manns gætu
misst vinnuna í Bandaríkjunum
verði fyrirætlanir Baracks Obama
Bandaríkjaforseta um hækkun
lágmarkslauna að veruleika.
Það er vegna þess að ráðgert er
að vinnuveitendur muni bregðast
við hærri launakostnaði með því
að segja upp starfsfólki.
Þetta er niðurstaða skýrslu fjár-
lagaskrifstofu bandaríska þings-
ins sem var falið að meta áhrif
þess ef alríkislögum um lág-
markslaun yrði breytt svo að þau
myndu hækka úr 7,25 dollurum
á klukkustund upp í 10,1 dollara.
Repúblikanar segja að fækk-
un starfa bitni helst á þeim sem
hafa minnsta starfsreynslu, sem
sé ungt fólk. Demókratar hafa
hins vegar bent á að samkvæmt
skýrslunni gæti hækkunin leitt
til þess að milljón manns kæmist
upp fyrir fátæktarmörk. Margir í
röðum demókrata hafa þó kosið að
gera sem minnst úr skýrslunni og
segja hana vera á skjön við kenn-
ingar sumra hagfræðinga sem
telja að hækkun lágmarkslauna
ýti ekki undir atvinnuleysi. - js
Skýrsla um áhrif hækkunar lágmarkslauna kyndir undir deilum vestanhafs:
Milljón störf geta farið í súginn
BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti vill
hækka lágmarkslaun með lögum.
MYND/AP