Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 12
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÚKRAÍNA Átökin í Kænugarði í fyrrinótt voru þau mannskæðustu til þessa og kostuðu að minnsta kosti 25 manns lífið. Meira en 200 manns særðust. Viktor Janúkovítsj Úkraínu- forseti rak yfirmann úkraínska hersins í gær eftir að fram kom hörð gagnrýni á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins hafa verið kallað- ir saman til fundar í Brussel í dag. Jose Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist reikna með því að á þess- um fundi yrði samþykkt að beita refsiaðgerðum gegn þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Úkraínu. Barroso fór ekki í grafgötur með að hann teldi ráðamenn Úkraínu bera þar höfuðábyrgðina. Joe Biden, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Bandaríkin fordæma ofbeldi allra, sem hlut eiga að máli, en Úkraínustjórn bera þó „sérstaka ábyrgð“. Biden skoraði jafnframt á Janúkovítsj að draga sérsveitir til baka og sjá til þess að aðgerðum verði haldið í hófi. Þá hefur Navi Pillay, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, kallað eftir því að gerð verði óháð rannsókn á ofbeldinu í Kænugarði, til að tryggja að hægt verði að draga til ábyrgðar þá sem átt hafa stærstan þátt í því hvernig fór. Janúkovítsj forseti segir hins vegar stjórnarandstöðuna bera alla ábyrgð á dauðsföllunum og skorar á hana að slíta tengsl sín við róttæk öfl. Stjórnarandstæð- ingar hafi gengið of langt þegar þeir hvöttu menn til að mæta vopn- aða til mótmælanna í Kænugarði. Rússnesk stjórnvöld standa þétt við bakið á Janúkovítsj og hóta því nú að grípa inn í og binda enda á átökin. „Úkraína er vinaríki okkar og mikilvægur samstarfsaðili, og við munum beita öllum okkar áhrif- um til þess að koma á friði og ró,“ sagði í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneyti Rússlands. gudsteinn@frettabladid.is Fiskikóngurinn www.fiskikongurinn.is NÝ VERSLUN HÖFÐABAKKI 1 VERIÐ VELKOMIN Sogavegi 3 Höfðabakka 1 TILBOÐIÐ GILDIR ALLA VIKUNA Dýraríki Íslands teiknað af Benedikt Gröndal ÖRN OG ÖRLYGUR Þann 6. október 1976 minntumst við 150 ára afmælis náttúrufræðingsins og snillingsins Benedikts Gröndal og gáfum út þetta höfuðverk hans í 1500 tölusettum og árituðum eintökum. Hinn þjóðkunni náttúrufræðingur og skólameistari, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, ritaði eftirmála um ævi og störf Benedikts, sem einnig er á ensku í bókinni. Það talar sínu máli um glæsileik og gildi verksins, að Vigdís Finnbogadóttir forseti valdi það sem gjöf til erlendra þjóðhöfðingja. Meginupplag bókarinnar var fyrir löngu uppselt en á síðasta ári fundust nokkrar ónotaðar prentarkir. Þær voru bundnar inn og settar á markað. Enn eru eftir 17 eintök af verkinu og gefst nú almenningi kostur á að eignast þau. Verð hvers eintaks er kr. 49.500,- Bókin er seld beint af forlagi. Nánari upplýsingar í síma 898 6658 og á netfanginu ornogorlygur@gmail.com ESB íhugar refsiaðgerðir Átökin í Úkraínu hafa kostað tugi manna lífið frá því á þriðjudag. Leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna eru sammála um að Úkraínustjórn beri höfuðábyrgðina. Sameinuðu þjóðirnar fara fram á óháða rannsókn. MÓTMÆLENDUR BÚA SIG UNDIR FRAMHALD ÁTAKA Grjóti safnað úr götu- hleðslum til að nota gegn lögreglunni í Kænugarði. NORDICPHOTOS/AFP ÓEIRÐALÖGREGLAN Fjölmennt lið lögreglumanna stóð vaktina gegn mótmælend- um í Kænugarði í fyrrinótt, meðan eldarnir loguðu í kring. NORDICPHOTOS/AFP VÍGBÚNIR MÓTMÆLENDUR Átökin á Maidan-torgi í Kænugarði í fyrrinótt urðu þau mannskæðustu frá upphafi mótmælanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÚKRASKÝLI Í KIRKJU Dómkirkjan í Kænugarði hefur verið nýtt sem skýli fyrir mótmælendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VENESÚELA, AP Leopoldo Lopez, einn helsti leiðtogi stjórnarand- stæðinga í Venesúela, gaf sig fram við lögreglu í fyrrakvöld og var þegar í stað færður í fangelsi. Hann hefur verið í felum undan farna viku og á yfir höfði sér margvíslegar ákærur, þar á meðal fyrir hryðjuverk og morð, allt tengt átökum mótmælenda við lögreglu og her þegar upp úr sauð þar í síðustu viku. Hörð átök brutust út í höfuð- borginni Caracas í fyrrinótt eftir að Lopez hafði verið handtekinn. Sjálfur greip hann gjallarhorn og sagði mannfjöldanum áður en hann gaf sig fram að hann óttað- ist ekki að þurfa að sitja í fang- elsi, ef það mætti verða til þess að vekja athygli á því tjóni sem fimm- tán ára stjórn vinstri alræðisafla hefur valdið landinu. Nicolas Maduro forseti tók við af Hugo Chavez á síðasta ári, en Chavez hafði þá stjórnað landinu frá 1999. Fjölmenn mótmæli hafa verið í borginni og víðar um land allt frá því Lopez fór í fararbroddi fjölda- mótmæla í höfuðborginni þann 12. febrúar, sem beindust gegn stjórn og forseta landsins. - gb Leiðtogi mótmælenda í Venesúela gaf sig fram: Lopez handtekinn LEOPOLDO LOPEZ Hvetur félaga sína til að halda áfram. NORDICPHOTOS/AFP Úkraína er vinaríki okkar og mikilvægur samstarfsaðili, og við munum beita öllum okkar áhrifum til þess að koma á friði og ró. Úr tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Rússlands TAÍLAND, AP Dómstóll í Taílandi kvað í gær upp þann úrskurð að stjórnvöld mættu ekki brjóta gegn réttindum mótmælenda, þrátt fyrir neyðarlög sem sett voru í síðasta mánuði. Fjölmenn hreyfing mótmælenda í Taílandi hefur mánuðum saman krafist þess að Shinawatra forsætisráð- herra segi af sér ásamt ríkis- stjórn sinni. Sigur hennar í nýlegum kosn- ingum hefur engu breytt því mót- mælendur vilja enn að hún segi af sér. - gb Dómsúrskurður í Taílandi: Ekki leyfilegt að beita ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.