Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 14

Fréttablaðið - 20.02.2014, Side 14
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR Í MYNDUM | 14 FLOSAGJÁ „Ísland heillar, það er einfaldlega þannig,“ segir Elías Bj. Gíslason ferðamálastjóri. GULLFOSS Í KLAKABÖNDUM Vetur konungur þaggar niður í glymjandanum í Gullfossi. HÁLKAN HEFTIR Göngustígurinn við Gullfoss er sums staðar lokaður vegna hálku. ALMANNAGJÁ Gullni hringurinn hefst jafnan með viðkomu á Þingvöllum. HAUKADALUR Húfa og hlý úlpa sjá til þess að menn láta frostið ekki stoppa sig, þótt það bíti í kinnarnar. FJÖLDI FERÐAMANNA „Það er fjöldi fólks sem fer Gullna hringinn á hverjum degi,“ segir Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins. FERÐAÞJÓNUSTA Straumur erlendra ferðamanna til Íslands á veturna hefur stóraukist á sein- ustu árum. Til að mynda varð 37,8 prósenta fjölgun á komum hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á milli vetrarmánaða 2012 og 2013. Til samanburðar var aukningin einungis 14,4 prósenta á sumarmánuðum sömu ára. Heildaraukningin var því 20,7 prósent á milli ára. „Ísland heillar, það er einfaldlega þannig,“ segir Elías Bj. Gíslason, ferðamálastjóri hjá Ferðamálastofu. Hann segir að 27 prósent ferðamanna sem sæki landið heim komi nú á vet- urna, en það sé töluvert meira en það sem áður þekktist. Elías segir Gullna hringinn hafa einna mest aðdráttarafl fyrir þá sem sækja landið heim, hvort sem er á veturna eða á sumrin. Að auki skipti aukin landkynning á veturna miklu máli og ekki síður aukin samkeppni flugfélaga. Helstu áfangastaðirnir á Gullna hringnum eru Þingvellir, Gullfoss og Geysir. johanness@frettabladid.is Frost og freri spilla ekki fegurðinni Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, lagði leið sína um Gullna hringinn þar sem fjöldi erlendra ferðamanna varð á vegi hans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.