Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA Í tilefni upphafs tískuvikunnar í London á dögunum fjölluðu tískublaðamenn breska blaðsins The Guardian um helstu áhrifavaldana í bresks tískuheim- inum. Auk þeirra sem fjallað er um hér voru nefnd þekkt nöfn eins og Alexandra Shulman, ritstjóri breska Vogue, Cara Delevingne, fyrirsæta og Dylan Jones, ritstjóri breska GQ. KATE MOSS Ein þekktasta fyrirsæta heims síðastliðin 25 ár. Undanfarin ár hefur hún hannað sína eigin línu fyrir verslanakeðjuna Topshop. Ekki er nóg með það heldur starfar hún nú við rit- stjórn breska Vogue. Þannig hefur hún komið að öllum hliðum tískubransans. ALEXA CHUNG Fyrirsæta, rithöfundur, sjón- varpskynnir og verðandi hönnuður. Chung hefur verið mörgum hönnuðum innblástur þar sem hún hefur mjög áber- andi persónulegan stíl og vilja þeir flestir fá hana til að klæðast fötum sínum. Hún hefur marg- sinnis komist á lista yfir best klæddu konurnar. VICTORIA BECKHAM Victoria Beckham hefur staðið sig fullkomlega fyrstu árin sín í tískuiðn- aðinum. Allt frá því hún kynnti fyrstu hönnun sína fyrir fáum útvöldum ritstjórum í risíbúð í New York fyrir opnun netverslunar sinnar hefur vörumerki hennar styrkst jafnt og þétt. Öll markaðssetning hennar hefur verið lýtalaus. Bresku tísku- verðlaunin (British Fashion Award) sem hún hlaut árið 2011 eru merki um það. PHILIP GREEN Viðskiptajöfur og framkvæmda- stjóri Arcadia Group, versl- anakeðju sem inniheldur meðal annars Topshop og Dorothy Perk- ins. Topshop styður verkefni sem gerir ungum og upprennandi hönnuðum kleift að komast fram á sjónarsviðið á tískuvikunni í London. Þannig leikur hann stórt hlut- verk í því hvað kemst í tísku hverju sinni. STÆRSTU TÍSKUJÖFRARNIR LEIÐANDI Í TÍSKU Bretar hafa lengi haft ítök í tískubransanum hvort sem horft er til hönnuða, fyrirsætna eða tímarita um allan heim. Stærstu nöfnin í bransanum má sjá hér en þetta fólk hefur haft áhrif í öllum geirum tískuheimsins á ólíkan máta. ■ TÍSKUGYÐJA Söngkonan Rihanna hefur í hyggju að ýta eigin tískulínu úr vör sem allra fyrst. Hún gefur þó lítið upp um hvers konar fatalínu verði að ræða. Í nýlegu viðtali lýsti hún því hvernig tískan hefur haft áhrif á feril hennar sem söngkona. „Þetta er ekki allt rödd minni að þakka. Margir eru hæfileikaríkari en ég þegar kemur að söng. En fólk vill vita hver þú ert og föt geta hjálpað manni við tjáningu á persónuleika.“ Rihanna hefur skapað tískulínur fyrir tvö hönn- unarmerki hingað til. Önnur þeirra var fyrir Em- porio Armani undirföt og Armani Jeans og hin fyrir tískubúðina River Island. MEÐ EIGIN TÍSKULÍNU PHILIP GREEN ALEXA CHUNG KATE MOSS VICTORIA BECKHAM Frakkar, jakkar og kjólar. Skipholti 29b • S. 551 0770 Vertu velkomin! Fylgstu með okkur á facebook.com/Parisartizkan Ný sending af vorvörum! Min num á að nú styt tist í lok á rým inga rsölu nni af e ldri fatn aði. Læk kuð ver ð. Sjá fleiri myndir á Kjóll áður 16.990 Nú 12.990 kr. Kjóll áður 12.990 Nú 9.990 kr. KJÓLARDAGAR Í FLASH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.