Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 35
KYNNING − AUGLÝSING Hópefli20. FEBRÚAR 2014 FIMMTUDAGUR 3 SmáraTÍVOLÍ í Smáralind býður upp á fjölbreytt úrval af hópefli fyrir allar gerðir hópa. Frá opnun hafa fjölskyld- ur, ýmsir hópar og vinnufélagar heimsótt SmáraTÍVOLÍ og skemmt sér vel og skapað góðar minningar. Svala Ástríðardóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SmáraTÍVOLÍ, segir allar gerðir hópa geta hrist sig saman með góðum árangri hjá þeim. „Við fáum mjög fjölbreytta hópa hingað til okkar en þó mest af vinnu- félögum, vinahópum og einnig þá sem eru að steggja vini og gæsa vinkonur.“ Leikjameistarinn sér um málið Að sögn Svölu hentar prógramm sem kall- að er Leikjameistarinn velflestum hópum. „Í þeim tilfellum tekur starfsmaður á móti hópn- um og fylgir honum allan tímann. Hann sér um að skipta hópnum í lið og þau keppa svo í flestöllum tækjunum sem eru í Tívolíinu. Oft- ast er þetta 2-3 klukkustunda dagskrá eftir því hvaða tímaramma hver hópur hefur og endar svo á pítsuhlaðborði og gosi. Þar eru úrslit til- kynnt og sigurvegarinn fær bikar að launum. Auk þess má geta að hópar fá sértilboð á barn- um hjá okkur.“ Þeir hópar sem nýta sér þjónustu Leikja- meistarans þurfa ekki að hafa áhyggjur af veðrinu því allt fjörið fer fram innanhúss. „Keppt er í leisertag, keilu, Speed of Light, kappakstri, farið í skotleik í 7D-bíóinu, hægt er að skella sér í danstæki og margt fleira. Starfs- mennirnir sem fylgja hópunum sjá til þess að allir skemmti sér enda þrautþjálfaðir í að taka vel á móti fólki sem vill hafa gaman. Starfs- menn sjá einnig til þess að fyllsta öryggis sé gætt á meðan á leiknum stendur.“ Svala segir það hafa sýnt sig að allir aldurs- hópar hafi gaman af því að leika sér. „Við höfum tekið á móti fólki sem hefur ekki haft neina trú á því að dagskráin okkar myndi henta því en eftir skemmtunina kveður þetta fólk okkur með bros á vör og frábærar minningar og vill endilega koma aftur.“ Skemmtilegur Fjölskyldu- dagur Fjölskyldudagur í Smára- TÍVOLÍ hefur einnig notið sí- vaxandi vinsælda að sögn Svölu en þá leigja fyrirtæki aðstöðuna hjá þeim og bjóða starfsfólki sínu að koma með fjölskyldum sínum. „Það hefur mælst afar vel fyrir og hentar þeim sem vilja bjóða starfs- fólki sínu og jafnvel viðskipta- vinum upp á fjölskylduhópefli . Þá getum við útvegað skemmti- krafta, sé þess óskað og Smári, drekinn okkar, hefur einnig litið við og heilsað upp á gestina. Börn- in fá popp, krapdjús og kandífloss og allir geta fengið pítsuhlaðborð ef þess er óskað.“ Hressir skólakrakkar Ýmsir hópar úr skólum og félags- miðstöðvum mæta líka oft í Smára- TÍVOLÍ og þá er leisertagið mjög vin- sælt að sögn Svölu. „Við erum með flottan tæplega 200 fermetra sal á tveimur hæðum með alls konar krókum og kimum þar sem fólk getur fengið útrás. Hver leikur er fimmtán mínútur og er klassískt að hópar taki tvo leiki enda er það mátulegur tími. Allt að fimmtán til sautján manns geta spilað í einu en við setjum líka allt niður í tvo einstaklinga inn.“ Hún segir að unglingunum sé boðið tíma- kort á tilboði enda vilji þeir einnig leika sér í tívolíinu. „Tímakortin virka í öll tæki nema barnagæsluna og vinningatækin og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir. Við skiptum út um 20 tækjum í lok síðasta árs og fengum góða viðbót við þann grunn sem við höfðum. Allir ættu að geta fundið sér afþreyingu við hæfi hjá okkur.“ Ólíkir hópar koma í SmáraTÍVOLÍ Allar gerðir hópa finna eitthvað við sitt hæfi í SmáraTÍVOLÍ. Leikjameistarinn tekur á móti hópum og fylgir honum eftir. Fyrirtæki bjóða starfsfólki og fjölskyldum þeirra í góða skemmtun og hópar úr skólum og félagsmiðstöðvum skemmta sér vel í fjölbreyttu úrvali leiktækja. „Við höfum tekið á móti fólki sem hefur ekki haft neina trú á því að dagskráin okkar myndi henta því en eftir skemmt- unina kveður þetta fólk okkur með bros á vör og frábærar minn- ingar.“ MYND/GVA Fjör hjá hópu m á öllum ald ri. MYND/ÚR EIN KASAFNI Vinir og vinnufélagar eiga góða stund í SmáraTÍVOLÍ. MYND/ÚR EINKASAFNI Það skapaðist mjög góð stemning í hópunum, dregur fram heiftarlegt keppnisskap í mannskapnum, öllum fannst þetta alveg geðveikt og þetta er flott hugmynd til að hrista stóra sem smáa fyrirtækjahópa saman. Eygló, Erna og Tóti hjá Samskiptum. Kærar þakkir fyrir okkur. Það eru allir mjög glaðir og ánægðir með fjölskyldu- daginn okkar í SmáraTÍVOLÍ. Flott þjónusta, fjölbreytt úrval tækja þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Nokkuð ljóst að við munum endurtaka þetta. Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi Við áttum frábæra kvöldstund með fjöruga Leikjameistaranum í SmáraTÍVOLÍ. Pottþétt skemmtun og um leið ódýr leið til að efla hópandann hjá starfsmönnum. Hittir í mark hjá fólki á öllum aldri! Lillý og Róbert frá Hlöllabátum á Höfðanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.