Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 20.02.2014, Qupperneq 62
20. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Ég er búinn að senda manna- nafnanefnd beiðni um að sam- þykkja nafnið Joð,“ segir knattspyrnumaðurinn og verk- fræðineminn Tómas Þorsteinsson en hann langar að fá millinafnið Joð samþykkt. Faðir hans, Þor- steinn J. Vilhjálmsson fjölmiðla- maður hefur gjarnan verið kall- aður Þorsteinn Joð en hann heitir þó Þorsteinn Jens í þjóðskrá. „Joð-nafnið festist við mig þegar ég var í barnaskóla til að aðgreina mig frá öðrum Tómasi. Þá var pabbi mikið í sviðsljósinu og því Joð kjör- ið nafn á mig,“ útskýrir Tómas. Hann segist vera bjartsýnn á að fá nafnið samþykkt. „Ég er jákvæður og hef trú á þessu, sér- staklega því að millinöfn í dag þurfa ekki endilega að fallbeygj- ast,“ segir Tómas en segist þó ekk- ert verða brjálaður ef nafnið verð- ur ekki samþykkt. Heldurðu að faðir þinn breyti Jens-nafninu í Joð ef nafnið verð- ur samþykkt? „Ég held það sé alveg mögulegt en hann er samt svo íhaldssamur,“ segir Tómas léttur í lundu. Mannanafnanefnd hittist einu sinni í mánuði og mun Fréttablaðið að sjálfsögðu fylgjast grannt með stöðu mála þangað til niðurstaða fæst í málið. - glp Reynir að fá nafnið Joð samþykkt Tómas Þorsteinsson reynir nú að fá mannanafnanefnd til að samþykkja beiðni hans um að fá millinafnið Joð staðfest. Tómas er bjartsýnn á samþykkið. VILL NAFNIÐ SAMÞYKKT Tómas berst nú fyrir því að fá nafnið Joð samþykkt hjá mannanafnanefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég myndi segja að Grótta væri uppáhaldsbæjarhlutinn minn vegna náttúrufegurðar, fótabaðsins og svo á ég yndislegar æskuminningar þaðan, því Grótta var svo gott sem bakgarðurinn minn!“ Vigdís Másdóttir, leikkona BESTI BÆJARHLUTINN Film in Iceland, verkefni sem vinnur að því að fá erlendar kvikmyndir til landsins, var það eina utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna nú á dögunum, fyrir að þjónusta kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. „Þetta er vottur um að það hafi tekist vel hjá okkur undanfarin ár að laða erlend kvikmyndaverk- efni til landsins,“ segir Einar Tómasson, sem hefur stýrt Film in Iceland síðastliðinn áratug. „Og að það er ánægja með þau verkefni sem við höfum stýrt til landsins.“ Film in Iceland er verkefni sem rekið er af iðnaðarráðuneyt- inu innan Íslandsstofu. „Verkefnin sem hafa komið til landsins hafa gengið mjög vel og þess vegna koma erlendir fram- leiðendur aftur og aftur. Fram- leiðslufyrirtækið sem skaut Walter Mitty skaut árið á undan kvikmyndina Prometheus hér á landi. Þeim leið nógu og vel til að koma aftur sem er náttúrulega frábært,“ heldur hann áfram, en Einar leggur mikið upp úr því að þeir kvikmyndaframleiðendur sem taki upp hér á landi kynni Ísland samhliða kvikmyndinni. „Það hefur gengið vel og okkur hefur tekist að fylgja eftir land- kynningunni, eins og til dæmis með Walter Mitty þar sem Ísland var hluti af auglýsingaherferð- inni fyrir myndina. Ben Stiller ræddi Ísland í spjallþáttum og viðtölum vestan hafs og þar fram eftir götunum,“ útskýrir Einar. En Einar segir margt spila inn í. „Það eru þjónustufyrirtækin og þeir sem vinna að verkefnun- um sem láta Film in Iceland líta vel út og við erum ánægð með að taka við tilnefningunni fyrir allan þennan hóp,“ segir hann að lokum. olof@frettabladid.is Íslendingar héldu vel utan um Ben Stiller Film in Iceland var eina verkefnið utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna á dögunum. TILNEFND FYRIR WALTER MITTY Einar Tómasson segir að velgengnin sé þjónustu- fyrirtækjunum að þakka og þeim sem vinna að verkefnunum. • Albuquerque Film Commission fyrir þáttaraðirnar „Breaking Bad“ & „Lone Survivor“ • Film in Iceland fyrir kvikmyndina „Secret Life of Walter Mitty“ • Film LA fyrir þáttaröðina „NCIS: Los Angeles“ • Long Beach Film Commission fyrir „Dexter“ • South Pasadena Film Commission fyrir „Dexter“ Tilnefningar í sama flokki: Hlutverk Location Manager er yfirleitt mest í byrjun verkefna. Þeir fara þá og finna hentuga tökustaði en halda svo áfram að stýra öllu því praktíska í kringum tökurnar. Það kemur til dæmis í hlut Location Manager að fá ýmis leyfi sem þarf að fá, ræða við stjórnvöld, vera í samskiptum við þjón- ustufyrirtæki og þar fram eftir götunum. Hvað er Location Manager? „Jú, það er auðvitað heiður að þeir hafi haft sam- band við mig og viljað fá mig í vinnu,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti sem er á leiðinni á tískuvikuna í París í næstu viku til að vinna fyrir tískuhúsið Kenzo. Hulda var fengin til að stílisera tísku- þátt fyrir vefsíðu Kenzo síðastliðið haust sem lagðist svo vel í aðstandendur tísku- merkisins að þeir buðu henni þetta tæki- færi í kjölfarið. „Ég verð að vinna við að klæða fyrirsæturnar baksviðs fyrir sýninguna sem verður skemmtileg upp- lifun en þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á tískuvikuna í París. Ég er mikill aðdáandi Kenzo,“ segir Hulda en sýningin fer fram 2. mars. Tískuvikan í París er ein sú stærsta í heimi þar sem mörg frægustu fatamerkin sýna haust- og vetrartískuna 2014. Kenzo hefur verið á mikilli uppsveiflu undanfarin misseri eftir að hönn- unartvíeykið Carol Lim og Humberto Leon tóku við keflinu sem aðalhönnuðir merkisins. Hulda starfar sem stílisti og þrátt fyrir að vera á leiðinni í hringiðu tískubransans heillar ekki að starfa þar til frambúðar. „Ég stefni á frekara nám í búningahönnun. Kvikmyndir og sjónvarp heilla meira en tískuheimurinn í augnablikinu.“ - áp Á leið í hringiðuna á tískuvikunni í París Stílistanum Huldu Halldóru boðið að vinna við sýningu tískuhússins Kenzo. SPENNANDI TÆKIFÆRI Hulda Halldóra er að fara að vinna við sýningu Kenzo á tískuvikunni í París. – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s RIALTO La-Z-boy sjónvarpssófi. Svart leður á slitflötum. 205 x 90 H:105 cm. 359.990 FULLT VERÐ: 459.990 LA-Z-BOY RIALTO – SJÓNVARPSSÓFI 139.990 FULLT VERÐ: 179.990 69.990 FULLT VERÐ: 79.990 EMPIRE La-Z-boy stóll. Fæst í 3 litum litum. B:80 D:70 H:102 cm. RIALTO La-Z-boy stóll. Fæst í fjórum litum. B:80 D:90 H:105 cm. Einnig fáanlegur í áklæði á tilboði frá kr. 99.990 119.990 FULLT VERÐ: 179.990 STANLEY La-Z-boy stóll. Svart, hvítt, brúnt og vínrautt leður á slitflötum. B:81 D:94 H:103 cm. Einnig fáanlegur í álæði á tilboðsverði frá kr. 83.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.