Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 27. febrúar 2014 | SKOÐUN | 21 A ndstæðingar E SB - umsóknarinnar hafa grip- ið til margra þversagnar- kenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lög- fræðingur benti á með sannfær- andi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA- ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samn- ingurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur mark- aður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Nor- egur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stönd- um hins vegar fyrir utan og þiggj- um lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðild- arsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eig- inlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegs- ins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, held- ur hafði hún fengist í gegnum bar- áttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einka- vædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samninga- viðræður. Þær hefjast á svoköll- uðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samning- inn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórn- málaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhag- stæður Íslendingum í sjávar- útvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slík- um samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Hver er skelfi ngin? Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigð- um og eftirsjá að frétta að borg- arstjórn Reykjavíkur hefði ákveð- ið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég starfaði sem dagskrár- stjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík vettvang- ur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæða- flokki víðsveg- ar að úr heim- inum og auðga þannig kvik- myndamenningu Reykjavíkur- borgar. Á þess- um árum varð ég mér til mikill- ar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvern- ig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skap- andi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmynda- iðnaði og framleiðslu. Það að byggja upp kvik- myndahátíð kallar á mikla fag- þekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóð- leg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viður- kenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmynda- gerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum henn- ar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorg- legt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar. Ég vona innilega að borgar- stjórn Reykjavíkur muni endur- skoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíð- arinnar. Það er trú mín að áfram- haldandi stuðningur borgarstjórn- ar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mik- inn árangur á þessu sviði sé skyn- samlegasti valkosturinn. Opið bréf vegna RIFF Sacla klassískt pestó með basilíku eða tómötum er nú fáanlegt í handhægum skvísum sem auðvelt er að nota og geymist í allt að fjórar vikur eftir opnun. Fullkomið með pizzu, pasta, fiski, kjúklingi eða salati. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár... Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur á Facebook. EVRÓPUMÁL Gauti Krist- mannsson prófessor við HÍ ➜ Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“... MENNING Dimitri Eipides fv. dagskrárstjóri RIFF Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.