Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 27. febrúar 2014 | FRÉTTIR | 17 UTANRÍKISMÁL Utanríkismála- nefnd Alþingis mælir með því, í nýútgefnu nefndaráliti, að þings- ályktunartillaga um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vest- ur-Sahara verði samþykkt. Í henni felst bæði staðfesting á fyrri afstöðu Íslands að sjálfs- ákvörðunarréttur íbúa Vestur- Sahara verði virtur og hvatning til utanríkisráðherra um að beita sér með virkum hætti á alþjóða- vettvangi fyrir þeirri stefnu. Vestur-Sahara var innlimað af Marokkó fyrir rúmum 30 árum. Þó hafa vestræn ríki, og þar með talið Ísland, hvorki viðurkennt sjálfstæði Vestur-Sahara né inn- limun Marokkó. - þj Álit utanríkismálanefndar: Ráðherra styðji Vestur-Sahara KL. 13.00 SETNING Hvernig gerum við iðnnámið samkeppnishæft við bók námið og hvaða áhrif hefur stytting framhaldsskólans á iðnnám? Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra KL. 13.30 UM STYTTINGU IÐN- OG VERKNÁMS Hvernig munu skólar bregðast við styttingar- áformum? Hvaða áhrif hefur stytting náms til stúdents prófs á lengd iðnnáms? Iðnnám og framhalds- skólapróf. Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 14.00 VINNUSTAÐANÁM / STARFSÞJÁLFUN Er starfsþjálfun á vinnustað nauðsynleg? Hvernig er vinnustaðanámi háttað í Hollandi og Finnlandi. Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR Fræðsluseturs Er það samfélagskylda fyrir tækjanna að taka nema í starfsþjálfun? Dagmar Viðarsdóttir, starfsmannastjóri ÍAV Skóli sem vinnustaður, vinnustaður sem skóli. Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 15.00 FRAMHALDSMENNTUN IÐNAÐARMANNA Er þörf á sérstökum fagháskóla? Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar Nám við HR í framhaldi af iðnnámi, hvernig mætum við þörfum iðnaðarmanna og atvinnulífsins. Dr.Ing. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar hjá HR Hvernig menntun þarf atvinnulífið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 16.15 SAMANTEKT Dr. Elsa Eiríksdóttir Lektor í verk- og starfsmenntun við Menntavísindasvið HÍ KL. 16.30 RÁÐSTEFNUSLIT Stytting framhaldsskólans, vinnustaðanám og fagháskóli Ráðstefnustjóri: Edda Jóhannesdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá IÐUNNI Fræðslusetri Menntaþing SAMIÐNAR verður haldið föstudaginn 28. febrúar 2014 á Grand Hóteli Reykjavík FRAMTÍÐ IÐNNÁMS Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGAMENNTAÞINGIÐ ER ÖLLUM OPIÐ ÞÝSKALAND, AP Stjórnlagadóm- stóll Þýskalands hefur ógilt þá reglu að flokkar í framboði til Evrópuþingsins þurfi að fá að minnsta kosti þrjú prósent atkvæða til að ná þingsætum. Þar með aukast verulega mögu- leikar minni flokka í Þýskalandi, svo sem Pírata og hægri þjóðern- issinna, á því að koma fulltrúum sínum á Evrópuþingið. Í þingkosningum í Þýskalandi þurfa flokkar að fá þrjú prósent atkvæða til að komast á þjóðþing- ið, en dómstóllinn segir þessa reglu mismuna þýskum flokkum þegar kosið er til Evrópuþingsins. - gb Dómarar í Þýskalandi: Smærri flokkar fá tækifæri AUSTURRÍKI, AP Ulrike Haider- Quercia verður í fyrsta sæti flokks austurrískra þjóðernis- sinna í kosningum til Evrópu- þingsins í vor. Flokkurinn heitir Bandalag um framtíð Austurríkis og var stofn- aður árið 2005 af föður hennar, Jörg Haider, sem lést árið 2008. Hann var um skeið í forystusveit austurríska Frelsisflokksins og var þekktur fyrir hægri popúl- isma og þjóðernisdekur. Nýi flokkurinn komst inn á þing árið 2009, stuttu eftir lát Haiders, en mælist með sáralítið fylgi núna. - gb Dóttir Jörgs Haider: Býður sig fram til Evrópuþings ÚKRAÍNA, AP Átök brutust út milli and- stæðra fylkinga mótmælenda á Krímskaga í Úkraínu í gær. Meirihluti íbúanna þar hallast að nán- ara sambandi við Rússland. Þeir studdu því Viktor Janúkovítsj forseta og efndu til mótmæla í gær gegn bráðabirgðaforsetan- um, fulltrúa þeirra sem steyptu Janúkovítsj af stóli. Aðrir íbúar Krímskaga eru hins vegar hæstánægðir með að búa í sjálfstæðri Úkraínu og komu saman til að lýsa yfir stuðningi við hina nýju stjórn, sem væntan- lega verður kynnt í dag. Stjórnarmyndunartilraunir hafa þó geng- ið brösuglega, þar sem engan veginn er samhljómur meðal þeirra ólíku hópa sem tóku þátt í mótmælunum gegn Janúkovítsj. Upphaflega átti að kynna nýju stjórnina á þriðjudag, en stefnt er að því að stefna hennar og ráðherralisti liggi fyrir í dag. Rússar hafa svo enn aukið á spennuna með því að efna til heræfinga í vestanverðu Rúss- landi. Þær hefjast á morgun og standa í fjóra daga. Um 150 þúsund hermenn taka þátt í þeim og notaðir verða 880 skriðdrekar, 90 herþotur og 80 herskip. Með heræfingunum sýna Rússar fram á ótvíræða getu sína til að grípa inn í, líki þeim ekki þróun mála í Úkraínu. - gb Innbyrðis ágreiningur meðal andstæðinga Janúkovítsj hefur flækt stjórnarmyndun í Úkraínu: Átök milli mótmælenda á Krímskaga HINNA LÁTNU MINNST Á Maidan-torginu í Kænu- garði hélt fólk á ljósmyndum af látnum ástvinum sínum, sem höfðu tekið þátt í mótmælum þar. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNLAGADÓMARAR Þýskar kosn- ingareglur hafa mismunað flokkum í Evrópuþingkosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÖRG HAIDER Þjóðernissinnar vonast til þess að framboð dóttur hans auki fylgið. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.