Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 44
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 DANS ★★ ★★★ Berserkir Lene Boel ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Á STÓRA SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS Það er alltaf kærkomið að fara aftur á danssýningu og sérstak- lega áhugavert að mæta með gagnrýnandagleraugun nú í annað sinn. Þó þessi síðari ferð á vetrarsýningu dansflokksins, Þrí- leik, sé fyrst og fremst farin til að fjalla um verkið Berserki eftir Lene Boel sem ekki var hægt að dæma eftir frumsýninguna vegna meiðsla aðaldansarans þá verður ekki hjá því komist að veita verki Valgerðar Rúnarsdóttur, Far- angri, nokkra athygli. Þar verður að nefna frammistöðu Snædísar Lilju Ingadóttur sem sýnir mikil tilþrif, jafnt í dansi, leikrænum tilbrigðum og ekki síst í söng og skemmtilega takta Brians Gerke. Verkin eru mjög ólík; annað bjart, hitt rökkvað; eitt upphafning á ofurtækni, hitt frásögn (brota- kennd þó) borin fram af flæðandi hreyfingum og röddum dansar- anna og sýna vel hversu samtíma- dans er fjölbreytt listform. Verkið Berserkir er áhuga- vert fyrir nokkrar sakir. Í því er unnið með ólíka dansstíla – breik, nútímadans og ballet – sem kryddaðir eru með akróba- tík, eitthvað sem lítið hefur sést í íslenskum dansverkum undanfar- ið. Í verkinu er breikið, sem alla jafna er tengt við dans götunnar, sett í listrænt samhengi og ný gerð líkama verður við það sýni- leg á sviðinu. Lýsingin í verkinu er sérlega vel gerð, skörp og gríp- andi og dansararnir fá tækifæri til að sýna líkamlega getu sína innan síns forms. Þar má fyrsta nefna Hjördísi Lilju Örnólfsdótt- ur sem nú fer með aðalkvenhlut- verk verksins. Hún var greinilega rétta manneskjan í hlutverkið og lýsti af öryggi, krafti, nákvæmni og snerpu. Í dansi Brians Gerke, ekki síst í sólóinu, mátti merkja áreynsluleysi og dansgleði sem skilaði sér vel til áhorfenda. Hér sýndi Brian á sér aðra hlið en í Farangri þar sem kómíkin er í fyrirrúmi. Aðrir dansara stóðu sig líka ágætlega en þurftu sterkari dans- sköpun til að styðjast við og gefa líkamlegri færni þeirra tilgang. Aðeins bestu og reyndustu dans- ararnir gátu hafið sig yfir veik- leika verksins og látið ljós sitt skína. Leifur Eiríksson breikaði til dæmis flott og akróbatískar brellur Nicholas Fishleigh voru „vá“ en það sem þeir sýndu vant- aði samhengi. Berserkir bjó yfir áhugaverðum hugmyndum og skemmtilegum köflum en skorti dýpt og heildrænan svip. Þrátt fyrir fyrirheit í leikskrá um áhrifamikla sýningu þar sem fram komi hugtök eins og „villt- ir sem úlfar“, „ljúfir sem lömb“, „magnþrungin blanda“ dansstíla og „húmorískir leikar stríðs og ástar“ varð hún frekar yfirborðs- kennt samansafn ágætis atriða. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Þrátt fyrir áhuga- verðar hugmyndir og góða kafla náði dansverkið Berserkir sér ekki úr því að vera yfirborðskennt samansafn ágætis atriða. Berserkir Íslenska dansflokksins: Taka tvö BERSERKIR: „Yfirborðskennt samansafn.“ MYND: ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN „Ég hef fókusinn á því sem Geir lagði áherslu á í vali sínu á rúss- neskum skáldum og hann lagði mesta vinnu í að þýða Maja- kovskí,“ segir Hjalti Rögnvalds- son leikari sem hefur undirbúið dagskrá um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku. Hann verður líka flytjandi hennar. Hjalti segir þýðingarnar hafa birst á víð og dreif í bókum og tímarit- um gegnum tíðina. „Ég átti megnið af þessu í mínum hillum. Ætli það sé ekki talið einkenni á bókaorm- um,“ segir hann kíminn. Geir var fæddur í Héðinsvík á Tjörnesi 1923. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1943 og eftir nám við Háskóla Íslands nam hann slav- neskt nám og bókmenntir í Uppsöl- um í Svíþjóð og síðan bókmenntir í Englandi og Frakklandi. Í Reykja- vík vann hann alla tíð við ritstörf auk þess að kenna rússnesku við MÍR. Hann lést 18. september 1991. Að Majakovskí meðtöldum eru það fjórtán skáld sem flutt verð- ur eftir í MÍR á laugardaginn, að sögn Hjalta, allt frá guðföður gull- aldar í rússneskri ljóðlist, Alex- ander Púshkín sem var fæddur 1799. „Tveir eru fæddir 1933, þeir eru yngstir,“ upplýsir hann. Yfirskrift dagskrárinnar, Hin græna eik, er titill bókar sem inni- heldur ljóðaþýðingar Geirs eftir rússnesk skáld og nokkra Spán- verja en Spánverjarnir koma ekk- ert við sögu á laugardaginn. „Dag- skráin er byggð upp á tengslum Geirs við MÍR og tekur sextíu og sex og hálfa mínútu.“ segir Hjalti og telur fulla ástæðu til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verð- ur settur í huldumannahópinn. „Sjálfur var hann dulur, fékk sér aldrei kaffi á auglýsingastofum og Séð og heyrt náði aldrei í hann.“ gun@frettabladid.is Séð og heyrt náði aldrei í hann Dagskrá helguð Geir Kristjánssyni, skáldi og þýðanda, verður fl utt í MÍR-salnum á Hverfi sgötu 105 1. mars klukkan 16. Hún er í höndum Hjalta Rögnvaldssonar. LEIKARINN „Það er full ástæða til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR • Útvarpsleikritið Snjómokstur var frumflutt af Þorsteini Ö. Stephensen og Rúrik Haraldssyni fyrir um 40 árum og er endur- flutt annað slagið. • Smásagnasafnið Stofnunin kom út 1956. • Geir ritstýrði tímaritinu MÍR frá 1950-1959. • Ský í buxum og fleiri kvæði, þýðingar eftir Vladímír Maja- kovskí 1965. ➜ Þekkt verk Geirs Kristjánssonar Þrjár listrænar og ferðaglaðar vinkonur opna sýningu á verkum sínum í Gerðubergi í Breiðholti í dag klukkan 18. Yfirskrift hennar er Heima & heiman og þema henn- ar er ferðalag. Sýningin er í þremur hlutum. Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir er með ljósmyndir og ljóð í norðuranddyri Gerðubergs. Brynja Bjarnadóttir sýnir ljósmyndir á íslenskum viði í undirgöngunum undir Austur- berg við Breiðholtslaug og Berg- lind Erna Tryggvadóttir sýnir ljós- myndir í húsnæði Breiðholtslaugar. Leiðsögn verður um sýninguna við opnun hennar sem endar í Breiðholtslaug þar sem öllum gest- um er boðið í sund. Vinkonurnar tóku þátt í Heita pottinum – Betra Breiðholti í ár, en það er verkefni sem Hitt húsið heldur utan um og snýst um að styrkja fólk á aldrinum 16-25 ára til skapandi starfa í sínu nærum- hverfi. - gun Þemað er ferðalag Brynja Bjarnadóttir, Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir opna sýninguna Heima & heiman í dag í Gerðubergi og nágrenni. AF SÝNINGUNNI Ein mynda Þorbjargar Óskar er frá Reykjavíkurtjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.