Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 16
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16
Grímubúningar fyrir börn kosta
frá um eitt þúsund krónum og upp
í tíu þúsund, samkvæmt athugun
Fréttablaðsins á verði búninga í
nokkrum verslunum. Ódýrustu
vörurnar geta verið nokkurra ára
gamlar en hægt er að kaupa nýjar
á undir tvö þúsund krónum. Í flest-
um tilvikum er ódýrara að kaupa
búninga en leigja þá.
Partýbúðin selur ódýrustu bún-
ingana, samkvæmt athugun blaðs-
ins, á 990 krónur.
„Það eru eldri búningar sem
eru búnir að vera hjá okkur í ein-
hvern tíma og við bjóðum þá sem
valmöguleika fyrir fólk,“ segir Jón
Gunnar Bergs, eigandi verslunar-
innar, og bætir því við að flestir
búningarnir kosti frá 2.990 krón-
um til 4.990.
„Flestir búningarnir eru bara í
einni stærð og miðast þá við þann
aldurshóp sem þeir ættu að höfða
til,“ segir Jón Gunnar.
Einar Arnarsson, eigandi versl-
unarinnar Hókus Pókus á Lauga-
vegi, selur búninga frá um tvö þús-
und krónum og upp í tíu þúsund.
„Ég myndi segja að flestir bún-
ingarnir séu að fara á bilinu tvö
til sex þúsund og svo er oft auka-
kostnaður ef fólk vill bæta við hár-
kollum eða öðrum fylgihlutum.
Vinsælasti búningurinn hjá stelp-
um heitir Monster High og hjá
strákunum er þetta voða blandað.
Þeir vilja vera ninjur, Batman eða
Súperman,“ segir Einar.
Í Hagkaup er hægt að fá bún-
inga frá 1.699 krónum til 4.990.
„Monster High eru vinsælastir
og svo eru Íþróttaálfurinn og Lati-
bær alltaf vinsæl á meðal yngri
krakkanna. En verðið hjá okkur
hefur ekki hækkað milli ára,“
segir Gunnar Ingi Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Hagkaups.
Þeir sem eru í grímubúninga-
leit geta einnig haft samband við
búningaleigur. Auður Þórisdóttir,
kjólameistari og eigandi Saum-
sprettunnar, leigir barnabúninga á
átta þúsund krónur en endurgreið-
ir viðskiptavinum fjögur þúsund
þegar búningunum er skilað.
„Flestir sem koma hingað eru
að leita sér að búningum fyrir sér-
stök tilefni eins og partí og afmæli
en ekki fyrir öskudaginn enda
kostar í rauninni meira að leigja
grímubúninga en kaupa,“ segir
Auður. - hag
Ódýrustu búningarnir
kosta um þúsundkall
Hægt er að fá grímubúninga fyrir börn frá 990 krónum og upp í tíu þúsund.
Ódýrustu vörurnar geta verið nokkurra ára gamlar. Nýir búningar geta kostað
undir tvö þúsund krónum. Það er oftast ódýrara að kaupa búninga en leigja þá.
SKRAUTLEGIR Það styttist í öskudaginn með tilheyrandi búningum, grímum og andlitsmálningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gunnar Sigurðarson stjórnsýslufræðingur segir að bestu kaupin sem hann hafi gert séu
brúnsanseruð Gefjunarjakkaföt frá Rauða krossinum sem hann keypti um aldamótin.
„Ég held þau hafi verið á 1.500 krónur, jakkaföt og vesti í stíl. Það er eins og ég hafi
keypt mér handofin kasmírullarföt. Maður gæti rennt sér niður Esjuna á þessu,“ segir
Gunnar og bætir við að hann noti þau einungis við hátíðleg tilefni.
„Þessi jakkaföt eru rosamóðins í dag en þau voru alveg rosalega skrítin um aldamótin,“
segir hann. „Ég er svo furðulega hannaður af guði, ég er með langar lappir og stuttan búk,
rosagrannur en samt „þ-aður“. Það hefur einhver gamall maður verið nákvæmlega eins og ég í
vextinum því þau smullu á mig.“
Verstu kaupin eru að mati Gunnars „Ólsarablá“ snjóþota sem hann keypti handa
stráknum sínum síðasta vetur. „Það var ein buna og þá brotnaði hún. Ég var ofan á með
honum en ég er ekkert rosalega burðugur,“ segir hann. „Þarna fór einhver 2.500 kall í
vaskinn. Ég ætlaði að gera góðan „díl“ en ég hefði alveg eins getað sleppt því að kaupa
hana.“
- fb
NEYTANDINN Gunnar Sigurðarson stjórnsýslufræðingur
Brúnsanseruð Gefjunarföt
Oft getur verið ódýrara
að sauma grímubúninga
en kaupa þá. Búningagerð
hefur aukist á undanförnum
árum að sögn Ólafar Bjarkar
Björnsdóttur, eiganda vefn-
aðarvöruverslunarinnar Twill.
„Viðskiptavinir okkar
hafa keypt mikið hjá okkur
í hafmeyjubúninga, Turtles
og alls konar og það er hægt
að fá efni í búninga frá 890
krónum til 2.500,“ segir
Ólöf.
„Það er gaman að því
hvað börn eru oft með
sjálfstæðar og skemmtilegar
hugmyndir sem gera það að
verkum að foreldrarnir koma
hingað og velja efni þegar
búningarnir eru ekki til í
búðunum.“
Fleiri sem sauma eigin búninga
Um 150 manns hafa sótt átta
snjallsímanámskeið Símans það
sem af er ári. Þar af hafa 79 farið
á námskeið þar sem kennt er á
síma með Android-stýrikerfinu
og 68 á námskeið fyrir notend-
ur iPhone. Tæplega 440 manns
mættu á 35 námskeið allt árið í
fyrra.
„Á námskeiðunum er farið yfir
stýrikerfin og uppbyggingu sím-
anna og svo er verið að svara
spurningum,“ segir Gunnhildur
Arna Gunnarsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans.
Android-námskeiðin hafa að
hennar sögn hingað til verið
langtum vinsælli.
„Í fyrra komu 337 á Android-
námskeið en hundrað á iPhone.
Hins vegar hafa aðeins ellefu
færri mætt á iPhone-námskeið-
in en Android það sem af er ári,“
segir Gunnhildur og bætir því
við að námskeiðin séu haldin í
verslun fyrirtækisins í Ármúla.
„Fólk á öllum aldri sækir nám-
skeiðin. Flest er það frá fimm-
tugu; fólk sem vill að sjálfsögðu
vera sítengt og með puttann á
púlsinum á því sem er að gerast.“
- hg
Um 150 snjallsímaeigendur hafa sótt námskeið Símans það sem af er ári:
Fleiri fara á snjallsímanámskeið
SNJALLSÍMAR Snjallsímum fjölgaði um
50 prósent frá upphafi til loka árs 2013,
samkvæmt tölum Símans.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÓLÖF BJÖRK BJÖRNSDÓTTIR
Eigandi verslunarinnar Twill.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Hinn 1. mars næstkomandi hækk-
ar skilagjald drykkjarumbúða úr
14 krónum í 15 krónur á hverjar
umbúðir. Þetta mun þýða einnar
krónu hækkun á drykkjum í skila-
kerfi, en Endurvinnslan bendir
á í tilkynningu að þessi hækk-
un sé tilkomin vegna skilagjalds
sem fæst endurgreitt, ekki er um
almenna hækkun að ræða frá
framleiðendum og innflytjendum.
Á árinu 2013 voru bestu skil á
drykkjarumbúðum sem mælst hafa
hér á landi eða um 90%. - fbj
Hækkar úr 14 krónum í 15:
Skilagjald
hækkar í mars GUNNAR SIGURÐARSON Segir
að jakkafötin hafi verið rosalega
skrítin um aldamótin.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum
sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið upp á
sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að nálgast ýmsar
upplýsingar um skattamál.
Lokað fyrir hádegi
fimmtudaginn 27. febrúar
á Laugavegi 166
Aðrar starfsstöðvar RSK eru lokaðar
allan daginn
Niðurföll og ofnar
í baðherbergið EVIDRAIN
Mikið úrval
– margar stærðir
COMPACT VERA 30cm
8.790,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Reykjavík
Reykjanesbæ
PROLINE 60 cm
23.990,-
VITA handklæðaofn
50x80 cm kúptur, króm