Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 4
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur yst á V-fj örðum og með SA-strönd, annars hægari. BJART SUNNANLANDS næstu daga en úrkoma norðan og austan til, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Það verður vindasamt norðvestanlands og með suðausturströndinni en annars víða fremur hægur vindur. 1° 16 m/s 2° 12 m/s 3° 6 m/s 5° 10 m/s Á morgun Hvasst á NV-landi en hægari vindur annars staðar. Gildistími korta er um hádegi 2° 1° 3° 1° 0° Alicante Aþena Basel 19° 15° 6° Berlín Billund Frankfurt 12° 8° 10° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 8° 7° 7° Las Palmas London Mallorca 21° 10° 16° New York Orlando Ósló -1° 17° 4° París San Francisco Stokkhólmur 10° 15° 4° 4° 7 m/s 5° 9 m/s 3° 5 m/s 3° 8 m/s 1° 4 m/s 1° 9 m/s -3° 7 m/s 4° 0° 5° 3° 1° Gefum 8x10.000 kr. af eldsneyti dagana 25-28. febrúar! www.lodur.is - Sími 544 4540 Vertu vinur okkar á Facebook og þú gætir unnið! IÐNAÐUR Með samþykkt Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) á ríkisaðstoð vegna uppbyggingar iðnaðarsvæð- is í landi Bakka við Húsavík hefur öðru af tveimur skilyrðum þýskra fjármálastofnana fyrir fjármögnun kísilvers PCC verið uppfyllt. Sam- þykki ESA fjárfestingarsamning ríkisins og PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins, sem er talið viðbúið, tryggir það fjármögn- un verkefnisins, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Frá því var greint í gær að ESA hefði gefið ríkisaðstoð vegna upp- byggingar á Húsavík grænt ljós; meðgjöfin samrýmist EES-samn- ingnum og gengur ekki í berhögg við samkeppnissjónarmið. Í hnotskurn snýst málið um 3,4 milljarða króna meðgjöf ríkisins. Annars vegar vegna uppbygging- ar innviða; hafnargerðar á Húsa- vík, lóðarframkvæmda á Bakka og vegtengingar á milli lóðar og hafn- ar. Hins vegar það sem snýr beint að kísilverinu sjálfu, í formi skatta- ívilnana til þýska fyrirtækisins sem metnar eru á 100–150 milljónir króna á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðarráðherra undirritaði fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamn- ing við PCC vegna byggingar og reksturs kísilversins 1. október síð- astliðinn. Eftir samþykkt ESA í gær verður fjárfestingarsamningurinn tekinn fyrir með sama hætti og verður niðurstöðu að vænta innan skamms. Eins og greint hefur verið frá hefur fjármögnun PCC tafist og er hún oft nefnd sem stærsta spurning- armerkið við verkefnið í heild sinni. Ástæða tafanna er að þýskar fjár- málastofnanir hafa beðið eftir sam- þykki ESA á ríkisaðstoðinni áður en þeir losa um 200 milljóna evra (36 milljarðar íslenskra króna) lán til uppbyggingar fyrri áfanga kísil- versins á Bakka. Bergur Elís Ágústsson, bæjar- stjóri Norðurþings, segir að með þessari niðurstöðu ESA í gær hafi verið tekið stórt skref fram á við, enda sé úrskurðurinn fyrirvara- laus. „Þetta er gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur. Það má segja að við séum búin að ryðja öllum stórum steinum úr götunni til að hægt sé að hefja uppbyggingu, og þá vonandi sem allra fyrst,“ segir Bergur. „Þetta þýðir að innvið- ir verða til staðar miðað við þær áætlanir sem eru uppi varðandi uppbyggingu kísilversins, og það er stór áfangi.“ svavar@frettabladid.is Samþykki ESA losar lánsfé fyrir kísilver Annað af tveimur skilyrðum þýskra banka fyrir fjármögnun PCC á kísilveri á Bakka er uppfyllt. Eftirlitsstofnun EFTA gaf ríkisaðstoð vegna iðnaðaruppbygg- ingar á Bakka grænt ljós í gær. Risaskref í átt til uppbyggingar, segir bæjarstjóri. ● Stefnt er að því að PCC hefji framleiðslu kísilmálms á Bakka á árinu 2016. ● Framleiðslugeta verksmiðjunnar er 33 þúsund tonn með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund tonn árlega. ● Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði til 120 bein störf við verk- smiðjuna en með stækkun bætist við 40 bein störf til viðbótar. Þá hefur Byggðastofnun metið afleidd störf við fyrsta áfanga um 160 og eftir stækkun um 210. ● Landsvirkjun skrifaði undir raforkusölusamning við PCC BakkiSilicon hf., íslenskt dótturfélag PCC SE, í lok júní 2012. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun afhenda 52 megavött vegna fyrri áfanga kísilversins. ➜ PCC stefnir að framleiðslu árið 2016 ALÞINGI Þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson telja nauðsynlegt að skerpa eftirlitshlutverk fjárlaga- nefndar gagnvart framkvæmda- valdinu. Í því skyni hafa þau lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipan opinberra framkvæmda. Formaður fjárlaga- nefndar eða sérstaklega tilnefnd- ur fulltrúi hefur hingað til setið í nefnd um opinberar framkvæmdir. Þingmennirnir leggja hins vegar til að ráðherra skipi fulltrúa í nefndina í stað fjárlaganefndar - jme Ráðherra skipi fulltrúa: Á að styrkja fjárlaganefnd SVEITARSTJÓRNIR Píratar í Kópa- vogi ætla að stofna félag um mánaðamótin og taka ákvörð- un um hvort þeir bjóða fram til bæjarstjórn- ar í kosningun- um í vor. Árni Þór Þor- geirsson pírati segir í tilkynn- ingu að ef af framboði verði þá verði efst á stefnuskránni að finna leiðir til að draga úr spill- ingu og gefa Kópavogsbúum tækifæri til að hafa áhrif á nær- samfélag sitt. Þá vilja þeir bæta íbúalýðræði og gera rekstur bæj- arfélagsins opnari. - jme Nýtt félag í Kópavogi: Píratar vilja minni spillingu VINNUMARKAÐUR Langflest- ir þeirra atvinnuleitenda sem nýttu sér starfsþjálfunarúrræði á síðasta ári, eða 85 prósent, voru enn í vinnu þremur mán- uðum eftir að úrræðinu lauk. Þetta kemur fram í skriflegu svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar um vinnumarkaðsúr- ræði. Alls komu 19.311 inn á atvinnuleysisskrá á síðasta ári og nýtti tæpur helmingur þeirra sér eitthvert af þeim vinnu- markaðsúrræðum sem í boði eru. Þar af fór rúmur helmingur í starfsþjálfun þar sem bætur atvinnuleitanda eru greiddar út til atvinnurekanda í allt að sex mánaða starfsþjálfunartímabil. - þj Aðgerðir gegn atvinnuleysi: Starfsþjálfunin reynist best 41 trúfélag hefur frá árinu 1998 til ársins í ár verið skráð hjá Hagstofu Íslands. Þjóðkirkjan var fjölmennust árið 2013 með 245.184 innan sinna raða. Trúfélagið Heimakirkja var fámenn- ast með tíu manna söfnuð. HÚSAVÍK Hvalaskoð- un tengja menn helst við atvinnumál á Húsavík. Fátt stendur í vegi iðnað- aruppbygg- ingar í sveit- arfélaginu. NORDICPHOTOS/ GETTYIMAGES NORÐUR-ÍRLAND, AP Peter Robin- son, fyrsti ráðherra í heimastjórn Norður-Írlands, hótaði í gær að segja af sér eftir að upp komst um leynilegan samning breskra stjórnvalda við flóttamenn úr Írska lýðveldishernum (IRA). Bresk stjórnvöld viðurkenna nú að hafa veitt sakaruppgjöf 187 liðsmönnum IRA sem höfðu flúið til Írlands. Þeir þurfa því ekki að óttast að verða sóttir til saka í Bretlandi fyrir glæpi sem þeir kynnu að hafa framið. - gb Leynisamningur við IRA: Ráðherra hótar að segja af sér TYRKLAND, AP Forseti Tyrklands staðfesti í gær umdeild lög sem takmarka sjálfstæði dómsvaldsins í landinu. Lögin eru almennt talin liður í viðbrögðum Receps Tayyips Erdogan forsætisráðherra við ásök- unum um spillingu. Fyrir nokkrum dögum var lekið á netið upptökum sem sagðar eru vera af samtali Erdogans við son sinn. Þar gefur Erdogan syni sínum fyrirmæli um að losa sig við kynst- ur af peningaseðlum sem geymdir voru í íbúðarhúsi nokkru. Erdogan segir upptökurnar fals- aðar og sakar stjórnarandstæðinga um samsæri gegn sér. Ríkisstjórn hans hefur hins vegar lengi sætt margvíslegum ásökun- um um spillingu og meðal annars brugðist við með fjöldauppsögnum í lögreglu og dómsvaldi. Nýju lögin gefa innanríkisráðu- neytinu aukin völd við skipan dóm- ara og saksóknara í embætti. Spillingarásakanirnar hafa orðið til þess að fjórir ráðherrar Erdog- ans sögðu af sér í vetur. - gb Forsætisráðherra Tyrklands bregst við ásökunum um spillingu: Erdogan herðir tök á dómurum MÓTMÆLI Í ISTANBÚL Andstæðingar Erdogans fjölmenntu út á götur borgar- innar í gær. NORDICPHOTOS/AFP VEÐUR Veðrið yfir vestan- og suð- vestanverðu landinu í gær var óvenju þurrt og sjálfvirkar veð- urstöðvar mældu rakastig í lofti lægra en það hefur áður mælst í febrúarmánuði. Það átti bæði við á veðurathugunarstöðvunum hjá Veðurstofunni og á Reykjavíkur- flugvelli. Fram kemur á vefsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings að raka- stigið hafi lægst farið í 12 prósent á Þingvöllum í gær. Hann segir þó rétt að geta þess að nokkur óvissa sé um nákvæmni rakamæla þegar rakastigið sé svo lágt. - bj Veðrið í febrúar slær met: Loftið aldrei verið þurrara ÞURRKUR Á ÞINGVÖLLUM Rakastig lofts yfir landinu fór lægst í 12 prósent á Þingvöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁRNI ÞÓR ÞORGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.