Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 6
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 EFNAHAGSMÁL Horfur eru á umtals- verðri aukningu umsvifa í bygg- ingariðnaði á þessu ári. Bæði koma þar til áhrif af uppbyggingu í ferða- þjónustu og uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði með því að gengið hefur á offramboðið á húsnæði eftir hrun. Eins er íbúðaverð nú yfir kostnaðar- verði nýbygginga. „ Fjárfestingar hafa reyndar verið vaxandi um nokkurn tíma,“ segir Ing- ólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar Íslandsbanka. Í fyrra hafi sam- anburður milli ára verið örlítið skakkur, þar sem á árinu áður hafi töluverð kaup á skip- um og flugvélum skekkt myndina. „En undirliggjandi fjárfesting í hag- kerfinu var engu að síður vaxandi þá, þótt sá vöxtur hafi reyndar ekki verið hraður, um það bil fjögur pró- sent á milli ára.“ Spár Greiningar benda svo til áframhaldandi vaxtar fjárfestingar. „Við spáum um það bil níu pró- senta vexti í ár sem er dágott. Og í nýbirtri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir 5,4 prósenta heildarvexti fjárfestingar. Þannig að eitthvað er að gerast þarna.“ Ingólfur bendir þó um leið á að fjárfestingarstig í hagkerfinu sé enn þá afar lágt, bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við það sem gerist í öðrum iðnríkjum og er talið þurfa til að viðhalda hagvexti til lengri tíma. Íbúðabyggingar séu þó hluti þess sem farið hafi af stað aftur í hagkerfinu. „Íbúðaverð er almennt yfir byggingarkostnaði og kaupmáttur er vaxandi.“ Þá segir hann aðra þætti líka hafa ýtt undir fjárfest- ingu í íbúðum. „Það umframfram- boð af nýbyggingum sem til varð eftir hrunið er nú horfið að mestu.“ Þá séu verkefni á borð við hótel- byggingar vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu víða um landið. Ingólfur tekur undir að orðræða um að „ekkert sé að gerast og allt sé steindautt í framkvæmdum“ fari líkast til hverfandi. „Ef maður tekur stærri myndina þá er þessi slaki sem hefur verið í hagkerfinu frá hruni að hverfa á næsta ári.“ Seðlabankinn spái meira að segja smáþenslu á næsta ári og enn meiri á árinu 2016. „Við sjáum því lúxusvandamálin aftur og menn þurfa að fara að hækka hér stýrivexti og hafa afgang í opinberum fjármálum. En fjárfest- ingarstigið er samt enn þá lágt og verið að fást við ýmis önnur vanda- mál, sérstaklega tengd afnámi fjár- magnshafta.“ olikr@frettabladid.is Byggingariðnaður að vakna Offramboð nýbygginga eftir hrun er horfið. Íbúðaverð er yfir byggingarkostnaði og kaupmáttur vaxandi. Slaki sem verið hefur í hagkerfinu hverfur á næsta ári gangi spár eftir. Útlit fyrir þenslu á næsta ári og þarnæsta. Innflutningur á steypustyrktarjárni BYGGINGAR RÍSA Hugað að járnabinding- um í nýbygg- ingu í smíðum. Umframfram- boð nýbygg- inga sem til varð eftir hrun er sagt horfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL INGÓLFUR BENDER Innflutt magn af steypustyrktarjárni endurspeglar væntanlega ágætlega umsvif í byggingariðnaði. Sjá má samdráttinn sem varð í byrjun aldarinnar og svo áhrif hrunsins 2008. Heimild: Hagstofa Íslands. 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 16.104 23.821 22.399 13.009 21.366 28.427 47.444 52.602 52.178 33.222 10.226 7.822 9.043 10.760 11.593 Tonn 1. Hversu mörg börn dvöldu í Kvenna- athvarfi nu í fyrra? 2. Hversu margir svanir eru á skrif- stofu forstjóra FME? 3. Hvar ætlar hljómsveitin Bang Gang að spila í sjö borgum í mars? SVÖR: ÞRÓUNARSAMVINNA Þróunarsam- vinnustofnun (ÞSSÍ) hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð þróun- arsamvinnu við Úganda að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Engilbert Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ, segir það vera erfiða spurningu hvort og hvenær blanda eigi saman mannréttindum og þróunarsamvinnu. „Við hljótum að leggja áherslu á mannréttindi, en það er óraunhæft að ætla að ástand mannréttinda sé svipað og á Íslandi,“ segir Engilbert. Norsk, dönsk og hollensk stjórn- völd hafa ákveðið að hætta beinum stuðningi við úgönsk stjórnvöld í mótmælaskyni við lagasetningu stjórnvalda, sem stefnt er gegn samkynhneigðum. „Mér sýnist að alla jafna hafi verið dregið úr heildaraðstoð sem nemur um tíu prósentum,“ segir Engilbert. Lagt var til á Alþingi að íslensk stjórnvöld stórykju fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í Úganda án þess að dregið væri úr heildarframlögum. „Við vitum að það er takmarkað hvað félaga- samtök geta tekið við af pening- um og framkvæmt án þess að úr verði vandi af öðru tagi,“ bendir Engilbert á. Hann segir Ísland vera í annarri stöðu en þau lönd sem hafa dregið úr aðstoð. „Þessi lönd styðja beint fjárlög landsins. Við einbeitum okkur hins vegar að stuðningi við héraðsstjórnir og verkefni þeirra, á borð við byggingu skóla og heilsugæslu,“ segir hann. - eb Nokkur ríki hætta beinum fjárstuðningi við stjórnvöld í Úganda og beina fjármagni annað: „Hljótum að leggja áherslu á mannréttindi“ VELFERÐARMÁL Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík beinir því til heilbrigðisráðherra að stofnað verði embætti umboðs- manns aldraðra. Hlutverk umboðsmanns verði að standa vörð um áunnin rétt- indi eldri borgara og tryggja óháðan málflutning um mál er þá varðar, segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að umönn- un aldraðra sé í mörgu lík umönnun barna, það þurfi mál- svara og aðstandendur fyrir báða hópa og með umboðsmanni megi tryggja jafnræði í meðferð mála óháð stöðu hins aldraða í fjöl- skyldu eða félagsstarfi. -ebg Félag eldri borgara ályktar: Aldraðir vilja umboðsmann SUÐURNES Iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur heimilað Lands- neti að framkvæma eignarnám í níu jörðum á Suðurnesjum vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Eigendur að jörðunum níu eru yfir 70. Ráðuneytið telur að öll skilyrði eignarnáms séu fyrir hendi, svo sem að samningaleið hafi verið reynd til þrautar og að almenn- ingsþörf liggi að baki. Um bætur vegna eignarnámsins fer sam- kvæmt lögum og sker sérstök matsnefnd úr ágreiningi. - jme Fær heimild til eignarnáms: Taka níu jarðir fyrir Suðurlínu 1. 97. 2. Tveir. 3. Í Kína. VEISTU SVARIÐ? ELDRI BORGARAR Með umboðsmanni vill Félag eldri borgara tryggja jafnræði í meðferð mála óháð stöðu hins aldraða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚGANDA Það reynist erfið spurning hvort og hvenær mannréttindi og þróunarsamvinna fara saman. MYND/AP. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.