Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 46
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27. FEBRÚAR 2014 Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Loji spilar á Hlemmur Square. 20.30 Stefán Hilmarsson verður gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni Af fingrum fram. Tónleikarnir fara fram í Hofi á Akureyri. Miðaverð 3.900 krónur. 21.00 Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika á Loft Hostel í Banka- stræti 7 þar sem sveitin leikur lög af fyrstu breiðskífu sinni ásamt nýju efni. 21.00 Tónleikur heldur tónleika í Stúd- entakjallaranum. 21.00 Vísnakvöld í tilefni af 100 ára afmæli Ása í Bæ á Café Rosenberg. 22.00 Skúli mennski heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Ókeypis inn! Íþróttir 17.00 Coca-Cola-bikarinn hefst í dag í Laugardagshöll. Helgarpassi kostar 5.000 krónur. Heimildarmyndir 18.00 Call me Kuchu sýnd í Bíó Paradís á vegum Samtakanna ’78 og Amnesty International. Miðaverð 1.000 krónur. Kvikmyndir 19.30 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir heimildarmyndina Frelsi og réttlæti í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Bókmenntir 20.00 Norræna húsið býður til höf- undakvölds með Herman Lindqvist rithöfundi. Leikrit 19.00 Með allt á hreinu í Austurbæ. Miðaverð 2.500 krónur. 19.30 Spamalot sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð 5.650 krónur. 19.30 Aðalæfing á Svanir skilja ekki. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð 2.000 krónur. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER RÚNAR OG JÓI HENDA Í NOKKRAR SORTIR BAKARÍIÐ ER Í LOFTINU MILLI KL. 09:00 - 12:00LAUGARDAG „Auðvitað kjósa einhverjir að hverfa inn í skápinn við þessar aðstæður, en annað fólk er búið að ákveða að berjast og við ætlum að bakka upp þá baráttu,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formað- ur Samtakanna ’78, sem standa ásamt Íslandsdeild Amnesty fyrir sýningu á heimildarmyndinni Call me Kuchu í Bíói Paradís í dag til styrktar hinsegin fólki í Úganda. Miðaverð á heimildarmynd- ina er þúsund krónur, og upp- hæðin rennur óskipt til grasrótar hinsegin fólks í Úganda. „Lög- gjöfin, sem núna hefur verið sett, þrengir ofboðslega að þeim. Það er verið að herða reipið utan um hálsinn á þeim, og nógu slæmt var ástandið fyrir. Þessi hópur þarf auðvitað að huga að öryggi sínu og það er alls konar kostn- aður sem myndast við lögfræði- lega aðstoð, öryggisaðstoð og svo framvegis,“ segir Anna Pála. „Samkynhneigð kona frá Úganda, sem heitir Angel P´Ojara, kemur og talar við sýningargesti í dag. Hún býr hér á landi og er vinkona baráttukonunnar Köshu Jaqueline Nabagesera, sem Amnesty bauð hingað til lands í fyrra. Angel er meðlimur í baráttusamtökum hinsegin fólks í Úganda sem við erum í samstarfi við. Ég býst við því að það verði mjög upplýsandi að ræða við hana um þróun mála,“ segir Anna Pála. Call me Kuchu verður sýnd í Bíói Paradís í dag klukkan 18. Hægt er að kaupa miða frá klukk- an 17. - ue Styrkja hinsegin fólk í Úganda Lesbísk baráttukona frá Úganda ræðir við sýningargesti eft ir sýningu á Call me Kuchu í Bíói Paradís í dag um aðstæður hinsegin fólks í Úganda. Spamalot ★★★ ★★ „Ef menn mæta ekki til að leita ein- hvers sem alls ekki er þar má njóta kraftmikillar kabarettsýningar; söngur, dans og skemmtan fín.“ Jakob Bjarnar Grétarsson. ÚGANDA Sýningin á Call me Kuchu er fyrsti liðurinn í átaki Samtakanna ’78 og Íslandsdeildar Amnesty til að safna fyrir grasrót hinsegin fólks í Úganda. Það verður einhver tryllingur í gangi á tónleikunum. Við ætlum að spila lög af nýju plötunni minni, Saman- safni. Hljómsveitin er að fara að vinna að nýrri plötu núna á næstu dögum! Loji Höskuldsson heldur tónleika á Hlemmur Square klukkan 20 í kvöld. TRYLLINGUR Á HLEMMUR SQUARE 20.00 Eldklerkurinn sýndur í Tjarnar- bíói. Miðaverð 3.500 krónur / 2.500 krónur. 20.00 Gullna hliðið sýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri. Miðaverð 4.400 krónur. 20.00 Óskasteinar í Borgarleikhúsinu. Miðaverð 4.750 krónur. Uppistand 20.00 Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallar- anum. Miðaverð 2.900 krónur. Tónlist 21.00 Hits and Tits kynna Febrúar- syngjó (karókí) á Harlem. 21.00 Útgáfufögnuður fyrir plötuna You Sound Asleep með Einari Indra á Bravó, Laugavegi 22. Aðgangur ókeypis. 22.00 Frumsýningarpartí á Prikinu í til- efni af útgáfu tónlistarmyndbands við lagið Nýju fötin keisarans með Emmsjé Gauta. Fyrirlestrar 12.00 Árdís Kristín Ingvarsdóttir heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Þetta er heima fyrir pabba í stofu 201 í Árna- garði í Háskóla Íslands. 12.30 Michael Biggs heldur opinn fyrir- lestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, að Laugarnesvegi 91. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 16.00 Dr. Árni Daníel Júlíusson flytur fyrirlesturinn Naut, kindur, fólk og önnur dýr. Um samhengi landbúnaðar í Noregi fyrir 800 og á Íslandi til 1800, í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands. 16.00 Fyrirlesturinn Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál verður fluttur í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Myndlist 18.00 Opnun á sýningunni Heim og heiman, samsýningu þriggja ungra lista- kvenna úr Breiðholtinu í Gerðubergi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Ég skulda vinum mínum enda- laust af tónleikum í barnaafmæl- um í framtíðinni,“ segir Emmsjé Gauti, sem frumsýnir í kvöld nýtt tónlistarmyndband sem hann fékk vini sína til að gera með sér. „Síðast þegar ég gerði tónlistar- myndband styrkti Vífilfell gerð myndbandsins, en þetta mynd- band styrkir ekkert fyrirtæki. Ég nöldraði hins vegar út greiða hjá fjölmörgum vinum mínum. Í stað- inn geta þeir alltaf komið í heim- sókn ef þeir eru svangir, og hver veit nema maður gefi þeim bjór á morgun,“ segir Emmsjé Gauti. „Myndbandið er allt tekið upp á einum degi af strákum sem heita O.B.O.C. Við fórum út með upptökuvél og löbbuðum í hringi. Sveinn Rúnar vinur minn er í aðalhlutverki í myndbandinu, og það er pródúserað af Helga Sæmundi í Úlfi úlfi. Efnið er vægast sagt skemmtilegt. Það þarf ekkert alltaf að eyða millj- ónum í tónlistarmyndbönd,“ segir Emmsjé Gauti. Myndbandið er við lag sem heit- ir Nýju fötin keisarans af plötunni Þeyr, sem kom út í nóvember. „Lagið fjallar um hluti sem fara í taugarnar á mér.“ Frumsýningar- partíið hefst klukkan 20 á Prik- inu og stendur til klukkan 22. „Þá taka plötusnúðar við sem heita Young Ones. Þeir fyrstu sem mæta fá glaðning á barnum. Ég vildi hafa þetta snemma svo fólk gæti sötrað bjór og hlustað á plötusnúðana,“ segir Emmsjé Gauti. - ue Nöldraði út greiða hjá vinum Emmsjé Gauti heldur frumsýningarpartí í kvöld út af nýju tónlistarmyndbandi. RAPP Emmsjé Gauti gaf út plötuna Þeyr í nóvember. 365/DANÍEL RÚNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.