Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 46

Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 46
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27. FEBRÚAR 2014 Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Loji spilar á Hlemmur Square. 20.30 Stefán Hilmarsson verður gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni Af fingrum fram. Tónleikarnir fara fram í Hofi á Akureyri. Miðaverð 3.900 krónur. 21.00 Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika á Loft Hostel í Banka- stræti 7 þar sem sveitin leikur lög af fyrstu breiðskífu sinni ásamt nýju efni. 21.00 Tónleikur heldur tónleika í Stúd- entakjallaranum. 21.00 Vísnakvöld í tilefni af 100 ára afmæli Ása í Bæ á Café Rosenberg. 22.00 Skúli mennski heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Ókeypis inn! Íþróttir 17.00 Coca-Cola-bikarinn hefst í dag í Laugardagshöll. Helgarpassi kostar 5.000 krónur. Heimildarmyndir 18.00 Call me Kuchu sýnd í Bíó Paradís á vegum Samtakanna ’78 og Amnesty International. Miðaverð 1.000 krónur. Kvikmyndir 19.30 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir heimildarmyndina Frelsi og réttlæti í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Bókmenntir 20.00 Norræna húsið býður til höf- undakvölds með Herman Lindqvist rithöfundi. Leikrit 19.00 Með allt á hreinu í Austurbæ. Miðaverð 2.500 krónur. 19.30 Spamalot sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð 5.650 krónur. 19.30 Aðalæfing á Svanir skilja ekki. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð 2.000 krónur. #BYLGJANBYLGJAN989 HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER RÚNAR OG JÓI HENDA Í NOKKRAR SORTIR BAKARÍIÐ ER Í LOFTINU MILLI KL. 09:00 - 12:00LAUGARDAG „Auðvitað kjósa einhverjir að hverfa inn í skápinn við þessar aðstæður, en annað fólk er búið að ákveða að berjast og við ætlum að bakka upp þá baráttu,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formað- ur Samtakanna ’78, sem standa ásamt Íslandsdeild Amnesty fyrir sýningu á heimildarmyndinni Call me Kuchu í Bíói Paradís í dag til styrktar hinsegin fólki í Úganda. Miðaverð á heimildarmynd- ina er þúsund krónur, og upp- hæðin rennur óskipt til grasrótar hinsegin fólks í Úganda. „Lög- gjöfin, sem núna hefur verið sett, þrengir ofboðslega að þeim. Það er verið að herða reipið utan um hálsinn á þeim, og nógu slæmt var ástandið fyrir. Þessi hópur þarf auðvitað að huga að öryggi sínu og það er alls konar kostn- aður sem myndast við lögfræði- lega aðstoð, öryggisaðstoð og svo framvegis,“ segir Anna Pála. „Samkynhneigð kona frá Úganda, sem heitir Angel P´Ojara, kemur og talar við sýningargesti í dag. Hún býr hér á landi og er vinkona baráttukonunnar Köshu Jaqueline Nabagesera, sem Amnesty bauð hingað til lands í fyrra. Angel er meðlimur í baráttusamtökum hinsegin fólks í Úganda sem við erum í samstarfi við. Ég býst við því að það verði mjög upplýsandi að ræða við hana um þróun mála,“ segir Anna Pála. Call me Kuchu verður sýnd í Bíói Paradís í dag klukkan 18. Hægt er að kaupa miða frá klukk- an 17. - ue Styrkja hinsegin fólk í Úganda Lesbísk baráttukona frá Úganda ræðir við sýningargesti eft ir sýningu á Call me Kuchu í Bíói Paradís í dag um aðstæður hinsegin fólks í Úganda. Spamalot ★★★ ★★ „Ef menn mæta ekki til að leita ein- hvers sem alls ekki er þar má njóta kraftmikillar kabarettsýningar; söngur, dans og skemmtan fín.“ Jakob Bjarnar Grétarsson. ÚGANDA Sýningin á Call me Kuchu er fyrsti liðurinn í átaki Samtakanna ’78 og Íslandsdeildar Amnesty til að safna fyrir grasrót hinsegin fólks í Úganda. Það verður einhver tryllingur í gangi á tónleikunum. Við ætlum að spila lög af nýju plötunni minni, Saman- safni. Hljómsveitin er að fara að vinna að nýrri plötu núna á næstu dögum! Loji Höskuldsson heldur tónleika á Hlemmur Square klukkan 20 í kvöld. TRYLLINGUR Á HLEMMUR SQUARE 20.00 Eldklerkurinn sýndur í Tjarnar- bíói. Miðaverð 3.500 krónur / 2.500 krónur. 20.00 Gullna hliðið sýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri. Miðaverð 4.400 krónur. 20.00 Óskasteinar í Borgarleikhúsinu. Miðaverð 4.750 krónur. Uppistand 20.00 Mið-Ísland í Þjóðleikhúskjallar- anum. Miðaverð 2.900 krónur. Tónlist 21.00 Hits and Tits kynna Febrúar- syngjó (karókí) á Harlem. 21.00 Útgáfufögnuður fyrir plötuna You Sound Asleep með Einari Indra á Bravó, Laugavegi 22. Aðgangur ókeypis. 22.00 Frumsýningarpartí á Prikinu í til- efni af útgáfu tónlistarmyndbands við lagið Nýju fötin keisarans með Emmsjé Gauta. Fyrirlestrar 12.00 Árdís Kristín Ingvarsdóttir heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Þetta er heima fyrir pabba í stofu 201 í Árna- garði í Háskóla Íslands. 12.30 Michael Biggs heldur opinn fyrir- lestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, að Laugarnesvegi 91. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 16.00 Dr. Árni Daníel Júlíusson flytur fyrirlesturinn Naut, kindur, fólk og önnur dýr. Um samhengi landbúnaðar í Noregi fyrir 800 og á Íslandi til 1800, í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands. 16.00 Fyrirlesturinn Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál verður fluttur í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Myndlist 18.00 Opnun á sýningunni Heim og heiman, samsýningu þriggja ungra lista- kvenna úr Breiðholtinu í Gerðubergi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Ég skulda vinum mínum enda- laust af tónleikum í barnaafmæl- um í framtíðinni,“ segir Emmsjé Gauti, sem frumsýnir í kvöld nýtt tónlistarmyndband sem hann fékk vini sína til að gera með sér. „Síðast þegar ég gerði tónlistar- myndband styrkti Vífilfell gerð myndbandsins, en þetta mynd- band styrkir ekkert fyrirtæki. Ég nöldraði hins vegar út greiða hjá fjölmörgum vinum mínum. Í stað- inn geta þeir alltaf komið í heim- sókn ef þeir eru svangir, og hver veit nema maður gefi þeim bjór á morgun,“ segir Emmsjé Gauti. „Myndbandið er allt tekið upp á einum degi af strákum sem heita O.B.O.C. Við fórum út með upptökuvél og löbbuðum í hringi. Sveinn Rúnar vinur minn er í aðalhlutverki í myndbandinu, og það er pródúserað af Helga Sæmundi í Úlfi úlfi. Efnið er vægast sagt skemmtilegt. Það þarf ekkert alltaf að eyða millj- ónum í tónlistarmyndbönd,“ segir Emmsjé Gauti. Myndbandið er við lag sem heit- ir Nýju fötin keisarans af plötunni Þeyr, sem kom út í nóvember. „Lagið fjallar um hluti sem fara í taugarnar á mér.“ Frumsýningar- partíið hefst klukkan 20 á Prik- inu og stendur til klukkan 22. „Þá taka plötusnúðar við sem heita Young Ones. Þeir fyrstu sem mæta fá glaðning á barnum. Ég vildi hafa þetta snemma svo fólk gæti sötrað bjór og hlustað á plötusnúðana,“ segir Emmsjé Gauti. - ue Nöldraði út greiða hjá vinum Emmsjé Gauti heldur frumsýningarpartí í kvöld út af nýju tónlistarmyndbandi. RAPP Emmsjé Gauti gaf út plötuna Þeyr í nóvember. 365/DANÍEL RÚNARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.