Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 22
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Það er fiðringur í magan-
um og spenna í loftinu. Þau
hafa ekki farið í áheyrnar-
prufu áður. Þau eru líka
bara níu ára. Þau halda öll
að næsta haust fari þau að
læra á hljóðfæri hjá sveit-
inni. Þessi níu ára börn vita
ekki að það eru yfirgnæf-
andi líkur á að brátt fái
þau fyrstu höfnunina. Síð-
asta vor varð Skólahljóm-
sveit Kópavogs að hafna
80% umsókna í hljómsveit-
ina. Fjögur börn af hverjum
fimm fá ekki tækifæri til að taka
þátt í því frábæra starfi sem unnið
er hjá hljómsveitinni.
Skólahljómsveit Kópavogs var
stofnuð árið 1966, en afmælisdag-
urinn miðast við fyrstu tónleika
sveitarinnar 22. febrúar 1967. Hún
er eini tónlistarskólinn í Kópavogi
sem er stofnaður af bænum og á
forræði hans. Hljómsveitin er eitt
flaggskipa Kópavogsbæjar, enda
er hún þekkt fyrir að vera sérlega
góð. Fyrir bæjarfélagið er hún því
vörumerki, á sama hátt og íþrótta-
félögin Breiðablik og HK og fim-
leikafélagið Gerpla, sem mikil-
vægt er að hlúa að.
Skólahljómsveit Kópa-
vogs kemur fram á um
90 viðburðum á ári,
m.a. á mörgum viðburð-
um hjá Kópavogsbæ.
Hljómsveitin spilar í
skrúðgöngu bæjarins 17.
júní og á vorhátíðum og
aðventu í leikskólum og
grunnskólum bæjarins.
Mikil vinna og skipu-
lagning liggur í því að
koma fram fyrir hönd
bæjarins, enda hefur
metnaður ávallt verið
í fyrirrúmi þegar hljómsveitin
kemur fram. Hljómsveitin er stolt
af bænum sínum og skorast ekki
undan því að spila fyrir hönd bæj-
arins.
Sigraði þrjú ár í röð
Hljómsveitin hefur spilað í óperu-
uppfærslum, fyrir Frostrósartón-
leika og á tónlistarhátíðum eins
og Tectonics enda veit tónlistar-
fólk að hljómsveitin stendur undir
merki sínu. Hljómsveitin náði
þeim einstaka árangri síðastliðið
vor að sigra í Nótunni þriðja árið
í röð. B-sveitin sigraði í flokki
samleiks í grunnnámi árið 2011,
C-sveitin í flokki samleiks í mið-
námi árið 2012 og A-sveitin sigr-
aði í flokki nemenda í grunnnámi
síðastliðið vor. Þessi árangur er
ekki sjálfgefinn, því um 15.000
nemendur í um 90 tónlistarskól-
um hafa þátttökurétt í Nótunni og
þó nokkuð margir tónlistarskólar
hafa aldrei náð að koma atriði í
lokakeppnina. Það má því auð-
veldlega jafna þessu við að hafa
unnið Íslandsmeistaratitil þrjú ár
í röð í sínum flokki.
Skólahljómsveitin starfar í
þröngu húsnæði í HK húsinu við
Skálaheiði. Það húsnæði er ekki
hannað til tónlistarkennslu og
flutti hljómsveitin í það til bráða-
birgða fyrir fjórtán árum. Öll
aðstaða í húsinu er óviðunandi.
Árið 2007 var búið að teikna góða
aðstöðu fyrir skólann í Digra-
nesskóla, sem stóð til að endur-
nýja, en í kjölfar bankahrunsins
var byggingin slegin út af borð-
inu og Digranes- og Hjallaskóli
sameinaðir í Álfhólsskóla. Eftir
stendur skólahljómsveitin með
óleystan húsnæðisvanda. Bæjar-
yfirvöld hafa ákveðið að lagfæra
húsnæðið við Skálaheiði og nýta
rými sem áður tilheyrði HK undir
hljómsveitina. Það er auðvitað
þakkarvert að bæjaryfirvöld séu
tilbúin til að stækka rými hljóm-
sveitarinnar en það breytir því
ekki að húsnæðið er ekki hann-
að undir tónlistarkennslu. Það
leysir því miður ekki vandann að
bæta óhentugt rými með meira
af óhentugu rými. Þessi ráðstöf-
un getur því aðeins verið til mjög
skamms tíma.
Einstakt starf
Það starf sem unnið er hjá skóla-
hljómsveitinni er einstakt, enda
sést það best á þeim árangri sem
hljómsveitin hefur náð á þeim
tíma sem Össur Geirsson hefur
verið við stjórnvölinn.
Hvernig væri að bæjarfulltrú-
ar Kópavogsbæjar tækju málefni
skólahljómsveitarinnar okkar í
Kópavogi upp á sína arma og legðu
sitt af mörkum til að skapa henni
þá aðstöðu sem hún og stjórnandi
hennar, Össur Geirsson, eiga skil-
ið? Það eru aðeins þrjú ár þar til
hljómsveitin heldur upp á hálfrar
aldar afmæli sitt. Besta afmælis-
gjöf bæjarins til hljómsveitarinn-
ar og um leið til bæjarbúa væri
að almennilegt framtíðarhús-
næði fyrir hljómsveitina verði á
teikniborðinu. Bæjaryfirvöld hafa
gert vel í húsnæðismálum fyrir
íþróttafélög bæjarins og Tónlist-
arskóli Kópavogs (sem er þó ekki á
forræði bæjarins) er einnig í góðu
húsnæði en enn situr Skólahljóm-
sveitin í óviðunandi húsnæði eftir
tæplega 50 ára bið.
Ég skora á bæjarfulltrúa og
íbúa bæjarins að mæta á næstu
tónleika hljómsveitarinnar þann
9. mars nk. í Háskólabíói. Þeir
sem mæta á tónleika sveitarinn-
ar verða fljótt áskynja mikilvægi
þess að hlúa því góða vörumerki
Kópavogsbæjar sem hljómsveit-
in er.
➜ Það er auðvitað þakkar-
vert að bæjaryfi rvöld séu
tilbúin til að stækka rými
hljómsveitarinnar en það
breytir því ekki að hús-
næðið er ekki hannað undir
tónlistarkennslu. Það leysir
því miður ekki vandann að
bæta óhentugt rými með
meira af óhentugu rými.
Opið bréf til bæjarfulltrúa í Kópavogi
Vorið 2011 lögðu
15 þingmenn VG
fram á Alþingi
á lyk t u n u m
úrsögn Íslands
úr Atlantshafs-
bandalaginu,
Nató. Ályktunin
var studd marg-
víslegum rökum
þar sem sagði að
Ísland gumaði af
því að vera herlaust og friðsamt land
og að það væri brýnt að Ísland sýndi
í verki að það væri sjálfu sér sam-
kvæmt, herlaust og andvígt hernað-
arofbeldi.
Undanfarin ár hefur íslenska
ríkið verið í ferli sem miðar að því
að Íslendingar verði þegnar í Evr-
ópusambandinu svo vitnað sé orð-
rétt í sáttmála sambandsins um
stöðu íbúa þess. Það er samband sem
byggt er á sáttmála um vígbúnað og
hervæðingu. Þar starfar þing sem
reyndar er valdaminna en nafnið
gefur til kynna, en það hefur álykt-
að með miklum meirihluta um stofn-
un Evrópuhers. Þegnskapur í slíku
sambandi gengur lengra í þá átt
að flækja Íslendinga í hernaðarvél
stórvelda en aðild íslenska ríkisins
að Nató hefur nokkurn tímann gert.
Ekki náðist að greiða atkvæði um
ályktunina um úrsögn úr Nató svo
segja má að þingmennirnir hafi ekki
fengið fullt tækifæri til að sýna að
hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þing-
menn VG fá nú kærkomið tækifæri
til að sýna kjósendum sínum og þjóð-
inni allri hvort þeir vilji stöðva ferli
sem miðar að því að gera Íslendinga
að þegnum í verðandi herveldi gömlu
evrópsku nýlenduveldanna. Varla
láta þeir það sér úr greipum ganga.
Tækifæri VG
UTANRÍKISMÁL
Haraldur Ólafsson
veðurfræðingur
Fyrir nokkrum árum átti
ég áhugavert samtal við
gamlan menntaskólakenn-
ara. Hann var skólamaður
af lífi og sál eins og lang-
flestir í hans stétt, mjög
metnaðarfullur, kröfuharð-
ur en sanngjarn og bar vel-
ferð nemenda sinna mjög
fyrir brjósti, enda elskað-
ur og dáður af þeim.
Hann sagðist allmörg-
um árum áður hafa hitt
þingmann úr kjördæminu
sem hann hefði verið ágætlega mál-
kunnugur. Eftir að þeir höfðu rætt
stundarkorn saman um veður, afla-
brögð og heyskap barst talið að því
hversu mikill munur væri á launa-
kjörum menntaskólakennara og
alþingismanna. Þingmaðurinn bar
sig aumlega, sagði að þing-
fararkaupið væri varla
mönnum bjóðandi, nú yrðu
þeir bara að fara gera eitt-
hvað í málinu, krefjast þess
að þingfararkaupið yrði að
minnsta kosti sambærilegt
við laun menntaskólakenn-
ara. Þingmaðurinn viður-
kenndi að vissulega væru
þetta miklar kröfur svona
í einum rykk, en að kannski
mætti stefna að því að ná
að uppylla þær í áföngum.
Breyta þarf gildismatinu
Ég er vitaskuld ekki að rifja þetta
upp til að gera lítið úr störfum
alþingismanna, síður en svo, lýð-
ræðislega kjörnir fulltrúar okkar
á Alþingi eiga að sjálfsögðu að fá
mjög sanngjörn laun fyrir sín þjóð-
þrifastörf. Þingfararkaup er nú um
630 þúsund krónur á mánuði, en
meðallaun framhaldsskólakennara
eru um 380 þúsund krónur. Frá því
áðurnefndur menntaskólakennari
átti samtalið við þingmanninn góða
hefur þetta því snúist við, og það
raunar fyrir nokkuð löngu. Þetta
litla en áhugaverða dæmi sýnir
glögglega hvernig gildismatið í
samfélagi okkar hefur breyst. Það
að uppfræða og annast unga fólkið
okkar þykir ekki lengur eins dýr-
mætt og að setja lög, stjórna fyrir-
tæki, spá í hagfræðispil, sýsla með
excel-töflur eða telja baunir.
Þetta er öfugþróun sem verð-
ur að stöðva. Ef við viljum halda
áfram að þróa og efla nútímalegt
þekkingarþjóðfélag og nýsköpun
hérlendis, vera auðug og farsæl
þjóð meðal þjóða, verðum við að
breyta þessu gildismati og virkja
betur mikilvægustu og áhugaverð-
ustu auðlindina sem við eigum,
heilasellurnar, gráa undraefnið
sem við erum öll með í hausnum.
Skólafólk á öllum stigum mennta-
kerfisins, þar á meðal framhalds-
skólakennarar, er lykilfólk í
íslensku samfélagi og ber megin-
ábyrgðina á því að við búum áfram
í velferðarsamfélagi á komandi
árum. Þess vegna ætti að hækka
laun þeirra til jafns við þingfar-
arkaup. Vissulega eru það miklar
og kannski ekki raunhæfar kröf-
ur svona í einum rykk, en kannski
mætti stefna að því uppfylla þær í
vel afmörkuðum áföngum, svoköll-
uðum framfaraskrefum.
➜ Þetta er öfugþróun sem
verður að stöðva. Ef við
viljum halda áfram að þróa
og efl a nútímalegt þekk-
ingarþjóðfélag og nýsköpun
hérlendis, vera auðug og
farsæl þjóð meðal þjóða,
verðum við að breyta þessu
gildismati og virkja betur
mikilvægustu og áhugaverð-
ustu auðlindina sem við
eigum, heilasellurnar, gráa
undraefnið sem við erum öll
með í hausnum.
Skólafólk er lykilfólk
KJARAMÁL
Friðrik Rafnsson
þýðandi og
stjórnarmaður
í Bjartri framtíð
MENNING
Sigrún
Hallgrímsdóttir
foreldri í Kópavogi
og í stjórn
foreldrafélags SK