Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 56
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
Börn eru fórnarlömb, einstæðir feður eru fórnarlömb, neytendur eru
fórnarlömb, sjúklingar eru fórnarlömb,
listamenn eru fórnarlömb, samkyn-
hneigðir eru fórnarlömb, útgerðarmenn
eru fórnarlömb, lántakendur eru fórnar-
lömb, fósturforeldrar eru fórnarlömb,
konur eru fórnarlömb, gagnrýnendur
eru fórnarlömb, hælisleitendur eru
fórnarlömb, bændur eru fórnarlömb,
börn eru fórnarlömb, börn eru fórnar-
lömb, börn eru fórnarlömb, börn eru
fórnarlömb, börn eru fórnarlömb.
TIL umfjöllunar eru fórnarlömb
dómskerfisins, fórnarlömb
læknamistaka, fórnarlömb
pýramída svika, fórnarlömb
kynferðisbrota, fórnarlömb
menntakerfisins, fórnarlömb
klámvæðingar, fórnarlömb
alþjóðavæðingar, fórnarlömb
þöggunar, fórnarlömb kirkj-
unnar, fórnarlömb vaxta-
stefnunnar, fórnarlömb man-
sals, fórnarlömb ofbeldis,
fórnarlömb ofbeldis, fórnar-
lömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis,
fórnarlömb eineltis.
EN hver kemur fyrir leitið, akandi löt-
urhægt á gljáfægðum kagga, til móts
við rísandi sól með rúðuna dregna
niður? Er þetta lítið lamb sem rúntar
um hverfi borgarinnar, með Sjostako-
vítsj í græjunum og svalafernu í hægri
klaufinni? Lambið virðir fyrir sér
vígvöllinn, valkestina, örvæntinguna.
Það rýkur úr rústunum og fórnarlömb-
in engjast um í sárum; sárþjáð andlit
þeirra speglast á sólgleraugum lambs-
ins sem fær sér svalasopa og jarmar
hlutlausu jarmi.
Í heimi fórnarlamba tók þetta lamb að
sér að vera sigurvegari. Það fékk ekki
margt upp í hendurnar, þótti aldrei
neitt afburðalamb. Í raun má segja að
það hafi lent í því að verða sigurveg-
ari og hefur liðið fyrir það. Það reyndi
eitt sinn að kveikja í sér en ull þess er
steinull. Og því spyr ég ykkur: Er þetta
lamb ekki bara fórnarlamb eins og allir
aðrir?
Litla lambið Viktor
Stjörnuparið Katy Perry og John
Mayer hafa bundið enda á 18 mán-
aða samband sitt samkvæmt heim-
ildum E! fréttastofunnar.
Perry sást með demantshring á
fingri í byrjun mánaðarins, sem
blés lífi í þær sögusagnir að parið
hefði trúlofað sig. En nú berast
hins vegar fréttir af skilnaði í
staðinn.
Ekki er vitað um ástæðu sam-
bandsslitanna enn, en hvorki Perry
né Mayer hafa staðfest fréttirnar.
Söngfuglarnir rugluðu saman
reitum sínum sumarið 2012 eftir
að Perry skildi við Russell Brand.
Þau hættu saman í stuttan tíma í
mars í fyrra en voru fljót að sætt-
ast aftur þá. - áp
Hætt saman
ÁSTIN DÓ Katy og John eru hætt
saman enn á ný.
VIDEODROME
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
RIDE ALONG
RIDE ALONG LÚXUS
LEGO ÍSL. TA L 2D
LEGO ÍSL. TA L 3D
ROBOCOP
HER
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D
SECRET LIFE OF WALTER MITTY
THE HOBBIT 3D 48R
NEBRASKA (ÓTEXTUÐ)
RIDE ALONG
NYMPHOMANIAC PART 1
ROBOCOP
INSIDE LLEWYN DAVIS
AUGUST: OSAGE COUNTY
THE BOOK THIEF
KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30
KL. 5.30 - 8 - 10.35
KL. 10.30
KL. 3.30
KL. 8
KL. 8
Miðasala á: og
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 8 - 10.15
KL. 8 - 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 5.40
KL. 5.30
KL. 5.25
NÁNAR Á MIÐI.IS
RIDE ALONG
NYMPHOMANIAC PART 1
ROBOCOP
KL. 6 - 8 - 10
KL. 10
KL. 6 - 8
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
HOLLYWOOD REPORTER
GDÓ - MBL
AFTENBLADET EXPRESSEN
RIDE ALONG 6, 8, 10:10
ROBOCOP 8, 10:25
LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50
DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8, 10:25
T.V. - Bíóvefurinn.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
„Við leggjum allt í þetta og þetta
kostar um þrjár milljónir,“ segir
Tómas Guðjónsson, formaður Nem-
endafélagsins NFL, í framhalds-
skólanum á Laugum, en söngva-
keppni skólans, Tónkvísl, fer
fram um helgina og er ein mikil-
fenglegasta söngvakeppni lands-
ins. Þó svo að einungis séu um 120
nemendur í skólanum sækja að
jafnaði um sex
hundruð manns
söngvakeppnina
sem haldin er í
íþróttahúsinu.
„Við breytum
íþróttahúsinu í
tónleikahöll og
það kemur fólk
alls staðar að,“
bætir Tómas við.
Það eru ekki eingöngu fram-
haldsskólanemar sem etja kappi
í söng því grunnskólarnir í kring
taka einnig þátt. „Þetta eru í raun
tvær keppnir. Tólf keppendur í
framhaldsskólakeppninni og tólf
keppendur úr grunnskólunum.“
Keppendurnir í grunnskólakeppn-
inni eru úr Vopnafjarðarskóla,
Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla,
Reykjahlíðarskóla og grunnskólan-
um á Þórshöfn og eru þeir allir í
grennd við skólann. „Grunnskólinn
á Þórshöfn er lengst frá okkur eða
í um tveggja klukkustunda akst-
ursfjarlægð.“
Tónkvísl er einn stærsti við-
burðurinn sem fer fram í sveitinni
en fyrir þá sem ekki vita er fram-
haldskólinn staðsettur á Norður-
landi, á milli Akureyrar og Húsa-
víkur. „Viðburðurinn er mjög vel
sóttur og er einn mesti menningar-
viðburðurinn í Þingeyjarsýslunni.“
Umfang keppninnar er mikið, en
eins og sagt er frá hér að framan
er íþróttahúsinu breytt í tónleika-
höll og er keppnin tekin upp á átta
myndavélar og gefin út á DVD-
disk. „Þetta er að jafnaði jólagjöf-
in í ár í Þingeyjarsýslunni.“
Miðað við höfðatölu eru nemend-
ur skólans mjög söngelskir og eru
atriðin mjög fjölbreytt. „Við höfum
getið af okkur Mugisona og Birg-
ittur Haukdal,“ segir Tómas um
hæfileikasöguna. Húshljómsveit-
in er skipuð nemendum í skólan-
um sem hefur æft af kappi síðan
í október. „Meðlimir sveitarinnar
koma alls staðar að af landinu en
yngsti meðlimurinn er sextán ára
gamall og leikur á bassa.
Við gerum ráð fyrir yfir sex
hundruð manns en keppnin hefst
klukkan 19.30.“ Til gamans má
geta að skólinn hefur aldrei unnið
lokakeppnina. „Við erum samt
mjög bjartsýn í ár.“ Daníel Smári
Magnússon vann keppnina í fyrra
með laginu More Than A Feeling
með hljómsveitinni Boston.
gunnarleo@frettabladid.is
„Þetta er eins og Eurovision-
keppni Norðurlandsins“
Söngkeppni framhaldsskólans á Laugum, Tónkvísl, fer fram um helgina. Mikið er lagt í viðburðinn sem er
einkar vel sóttur. Um er að ræða einn stærsta menningarviðburð sem fram fer í Þingeyjarsýslu á ári hverju.
● Tónkvísl kostar um þrjár milljónir
● Um sex hundruð manns sækja keppnina
árlega
● Keppnin skiptist í framhaldsskólakeppni og
grunnskólakeppni
● Tólf atriði keppa í hvorri keppni
● Keppnirnar eru teknar upp á átta mynda-
vélar og gefnar út á DVD-disk
TÓNLEIKAHÖLLIN Íþróttahúsinu eru breytt í tónleikahöll en keppnin kostar um þrjár milljónir króna. MYND/EINKASAFN
ALLT LAGT Í KEPPNINA Söngvakeppni
framhaldsskólans á Laugum, Tónkvísl,
fer fram á laugardagskvöld. MYND/EINKASAFN
TÓMAS
GUÐJÓNSSON
TÓNKVÍSL Í
HNOTSKURN