Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 18
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
VINNUMARKAÐUR
Atvinnuleysi jókst um 1%
Atvinnuleysi í janúar var 6,8 prósent
samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofunnar. Að jafnaði voru 181.700
manns á vinnumarkaði. 169.300 þeirra
voru starfandi og 12.300 án vinnu
og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var
79,3 prósent og hlutfall starfandi 73,9
prósent. Hlutfall atvinnulausra jókst um
eitt prósentustig á milli ára. - skó
Hagnaður tryggingafélagsins
TM nam 2.078 milljónum króna á
síðasta ári sem er 560 milljónum
krónum minni hagnaður en árið
2012 þegar hagnaðurinn nam 2.638
milljónum króna. Þá nam framlegð
af vátryggingastarfsemi 547 millj-
ónum króna. Hún var 890 milljónir
árið 2012. Fjárfestingatekjur
voru 2.094 milljónir króna sem er
aðeins minna en árið 2012. Eigið fé
TM var 12.308 milljónir króna í lok
ársins 2013 og eiginfjárhlutfallið
40,3% borið saman við 37,3% undir
lok árs 2012.
Sigurður Viðarsson, forstjóri
TM, segir í uppgjörstilkynningu
að hagnaður fyrir skatta sé um 2%
lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir
vegna tveggja stórra skipatjóna á
fjórða ársfjórðungi ásamt annars.
- fbj
TM birtir ársuppgjör 2013:
Minni hagnað-
ur hjá TM
Hagnaður N1 nam tæpum 638
milljónum króna árið 2013, sam-
anborið við rúmlega 1.190 millj-
ónir árið 2012 og er því um tals-
verðan samdrátt að ræða milli
ára. Tekjur voru 58.122 milljón-
ir króna samanborið við 60.061
milljón árið 2012. Rekstrarhagn-
aður fyrir afskriftir nam 1.783
milljónum en var 2.650 milljónir
árið 2012. Bókfært verð eigna N1
um síðustu áramót nam 26.798
milljónum króna samanborið við
27.769 milljónir í árslok 2012.
Lækkunina má aðallega rekja
til minni birgða og lægri stöðu
viðskiptakrafna, segir í uppgjöri
N1. - fbj
Ársreikningur N1 2013:
Hagnaður N1
dregst saman
SAMDRÁTTUR Hagnaður N1 í fyrra var
minni en ári áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Náttúruminjasafn Íslands segir í
kjölfar fréttar Markaðarins í gær
um dýrkeypta endurnýjun hús-
búnaðar FME að ráðdeild fyrir-
finnist í fjármálum ríkisstofnana.
Safnið gerði kjarakaup í síðustu
viku þegar það keypti notuð hús-
gögn á uppboði á vegum Ríkis-
kaupa.
Um var að ræða íslenska fram-
leiðslu og voru húsgögnin keypt
af Sérstökum saksóknara og
Ríkislögreglustjóra og kostuðu
265.000 krónur. Húsbúnaðurinn
mun nýtast til að innrétta þrjár
skrifstofur auk bókastofu. - fbj
Keyptu notuð húsgögn:
Ráðdeild Nátt-
úruminjasafns
Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags
Vodafone, eftir skatta á síðasta ári
nam 847 milljónum króna. Hagnað-
ur Vodafone er því 112% meiri en
á árinu 2012, þegar hann var 400
milljónir. Hagnaður fjórða árs-
fjórðungs nam 201 milljón.
Ómar Svavarsson, forstjóri
Vodafone, segir að afkoma ársins
2013 hafi í heild verið góð og í takt
við útgefnar horfur. „Við höfðum
gert ráð fyrir talsverðum sveifl-
um milli ársfjórðunga og það varð
raunin. Niðurstaða ársins er því
vel ásættanleg. Framlegð hækk-
aði um 4% frá fyrra ári, EBITDA
hækkaði um 8% og hagnaður árs-
ins hækkaði um 112%,“ segir
Ómar í tilkynningu til Kauphall-
arinnar.
Eins og kunnugt er var brot-
ist inn á heimasíðu félagsins í
lok nóvember á síðasta ári. Ómar
segir það hafa verið mikla ágjöf en
gripið hafi verið til margvíslegra
aðgerða sem allar miði að því að
styrkja félagið og koma í veg fyrir
að atburðir af því tagi endurtaki
sig.
„Við höfum einnig lagt okkur
fram um að miðla af reynslunni,
svo okkar reynsla nýtist samfé-
laginu öllu á tímum alþjóðlegrar
netvár. Við stöndum sterkari eftir
tíðindamikið ár og hlökkum til
að takast á við árið sem er fram
undan með þá reynslu í fartesk-
inu,“ segir Ómar enn fremur.
Aðspurður um góða afkomu á síð-
asta ársfjórðungi segir Ómar: „Við
höfum til lengri tíma unnið að því að
styrkja stoðirnar undir fyrirtækinu,
auka jafnvægi milli tekjustrauma
og gera fyrirtækið sterkara. Það
hefur tekist ágætlega og fyrir vikið
getur félagið tekist á við áföll með
betri hætti en annars væri. Það held
ég að skýri niðurstöðuna.“
Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræð-
ingur hjá IFS greiningu, segir að
félagið geti verið ánægt með þetta
uppgjör. „Þetta er ekki uppgjör sem
kemur okkur mikið á óvart en tekj-
urnar voru þó heldur meiri en við
bjuggumst við og rekstrarkostn-
aður einnig. Félagið hefur verið í
kastljósinu af neikvæðum ástæðum
undanfarið og hefðu verið mikil frá-
vik frá spám þá hefðu menn verið
hræddir við að þau yrðu frekar nei-
kvæð í rekstrinum en urðu jákvæð.
Uppgjörið er hins vegar gott,“ segir
Jóhann í samtali við Fréttablað-
ið. Hann segir þó rétt að nefna að
þegar lekamálið kom upp voru ⅔
liðnir af fjórða ársfjórðungi þann-
ig að óljóst sé hvort það muni hafa
áhrif á reksturinn á þessu ári.
fanney@frettabladid.is
Hagnaður Vodafone
tvöfaldast frá 2012
Fjarskipti birtu ársreikning sinn fyrir rekstrarárið 2013 í gær. Forstjórinn segir
reksturinn hafa gengið mjög vel á síðasta ársfjórðungi og að allir mælikvarðar
sýni góðan árangur. Fyrirtækið standi sterkara eftir tíðindamikið ár.
INNBROTIÐ ÁGJÖF Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið vilja
miðla af reynslu sinni á tímum alþjóðlegrar netvár. FRÉTTABLAÐIÐ/EGGERT
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2014
kl. 16.00 í sal H, 2. hæð, á Hótel Hilton Reykjavík
Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á
síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár
ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um
starfskjarastefnu félagsins.
5. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins,
annars vegar um nýtt ákvæði í 9. gr. er lýtur að
heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum og
hins vegar um að felld verði út ákvæði í 13. gr.
er varða lágmarksmætingu á hluthafafundi.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Önnur mál löglega fram borin.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa-
fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja
fram skriflegt eða rafrænt umboð sem einnig skal
vera dagsett. Ekki verður unnt að greiða atkvæði
með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að
taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og
fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega
kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum
fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði
á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma
(kl. 8:30 til 16:30) til og með miðvikudeginum
19. mars 2014, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag
skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum.
Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða
samkvæmt henni eftir reglum félagsins um
atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af
stjórn félagsins 18. desember 2013.
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til
félagsstjórnar skemmst fimm dögum fyrir hlut-
hafafundinn. Tilkynning um framboð skal vera
á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur
í té og unnt er að nálgast á vefsíðu félagsins
(www.tm.is/fjarfestar). Í tilkynningunni skal
veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði
sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr.
samþykkta félagsins. Unnt er að senda félags-
stjórninni útfyllta og undirritaða framboðstilkynn-
ingu fyrir lok framboðsfrests með tölvuskeyti á
netfangið stjorn@tm.is.
Dagskrá aðalfundarins og tillögur sem fyrir
hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar
upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu
félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Að auki mun
ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins,
skýrsla stjórnar, skýrsla endurskoðenda og tillaga
stjórnar um starfskjarastefnu liggja frammi á
skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis
hálfum mánuði fyrir fundinn.
Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða
birtar á vefsíðu félagsins upplýsingar um framboð
til stjórnar.
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn
á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann
hefst og fengið fundargögn afhent.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Aðalfundur
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 2014
Tryggingamiðstöðin . Síðumúla 24 . Sími 515 2000 . tm@tm.is . tm.is