Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 2
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hjörleifur, hvernig dettur
landeigendum þetta í hug?
„Duttu þeir ekki bara í það?“
Vatnajökulsþjóðgarður vill að fólk geti komist
hjá gjaldtöku landeigenda við Dettifoss.
Hjörleifur Finnsson er þjóðgarðsvörður á
norðursvæði þjóðgarðsins.
FERÐAÞJÓNUSTA Vegagerðin telur
óæskilegt að beina hjólandi og
gangandi fólki inn á þjóðvega-
kerfið vegna slysahættu. Bænda-
samtök Íslands leggjast gegn
þingsályktunartillögu Bjartrar
framtíðar um landsnet ferða-
leiða þar sem þau óttast átroðn-
ing ferðamanna á jörðum í einka-
eigu.
Róbert Mars-
hall, þingmaður
Bjartrar fram-
tíðar, mælti fyrir
þingsályktun
um að Alþingi
feli ráðherrum
þriggja ráðu-
neyta að skipu-
leggja leiða- og
þjónustukerfi
fyrir ferðamenn sem ferðast um
landið fótgangandi, á reiðhjól-
um eða á hestum. Málið gekk til
umhverfis- og samgöngunefndar
1. nóvember síðastliðinn.
Nauðsyn þessi kemur, að mati
Bjartrar framtíðar, til af gríð-
arlegri fjölgun erlendra ferða-
manna sem kallar á að unnið
verði samtengt landsnet ferða-
leiða. Þetta er jafnframt nauð-
synlegt til að hámarka þjóðhags-
legan ávinning og sjálfbærni
ferðaþjónustunnar, kemur fram
í ályktuninni.
„Að mati flutningsmanna er
nauðsynlegt að unnið verði hratt
að verkefninu svo fljótlega verði
mögulegt að koma til móts við ört
vaxandi straum ferðamanna, inn-
lendra sem erlendra, með viðun-
andi hætti,“ sagði Róbert.
Í umsögnum hagsmunaaðila
við tillöguna kemur fram að
málið er fjarri
því klippt og
skorið. Jákvæð-
ar umsagnir eru
þó fleiri en þær
neikvæðu.
Í u m s ö g n
Vegagerðarinn-
ar segir Hreinn
Haraldsson
vegamálastjóri
að þjóðvegakerfið ráði ekki við
umferð gangandi og hjólandi
„sem eiga heima á sérstökum
hjóla- og göngustígum“. Vega-
gerðin leggst hins vegar ekki
gegn hugmyndinni ef til koma
sérstakir stígar meðfram þjóð-
vegum. Nefnir Hreinn sem dæmi
að kílómetrinn af slíkum stígum
innan borgarmarkanna hafi kost-
að um og yfir 50 milljónir króna.
Í umsögn Bændasamtakanna
er lögð þung áhersla á samráð við
bændur og jarðeigendur, og að
samþykki þeirra verði að liggja
fyrir við skipulagningu göngu-
og reiðleiða á vegum stjórn-
valda. Sterklega er varað við því
að verði „gengið á stjórnarskrár-
varinn einkarétt jarðeigenda“.
svavar@frettabladid.is
Þjóðvegir henta ekki
hjólandi og gangandi
Vegagerðin vill ekki að hjólandi og gangandi ferðamönnum verði beint inn á
þjóðvegakerfið. Slysahætta er ástæðan. Bændur óttast átroðning ferðamanna um
einkaland og leggjast gegn hugmynd Bjartrar framtíðar um landsnet ferðaleiða.
● Fréttablaðið fjallaði á þriðjudag um hjólaleið frá Keflavík til Seyðis-
fjarðar um Suðurstrandarveg, sem verði hluti af meginkerfi hjólaleiða í
Evrópu, eða EuroVelo-verkefninu. Ferðamálastofa, sem fóstrar verkefnið,
hefur þegar sótt um aðgang að EuroVelo.
● Þingsályktun þingmanna Bjartrar framtíðar tengist hugmyndinni beint
og óbeint, enda er EuroVelo-verkefnið sérstaklega nefnt í ályktuninni.
Ný hjólaleið á stuðning í þingsölum
Á FERÐINNI Vegagerðin vill ekki auka umferð hjólandi og gangandi ferðamanna á þjóð-
vegum landsins. EuroVelo-verkefnið krefst lítils álags á einstökum leiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
RÓBERT
MARSHALL
HREINN
HARALDSSON
STJÓRNMÁL Mótmæli héldu áfram
á Austurvelli í gær þriðja daginn
í röð en voru heldur fámennari en
dagana á undan. Talið er að 1.200
til 1.500 manns hafi komið til að
krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu
en hina tvo dagana telja menn að
þrjú til fjögur þúsund manns hafi
komið á Austurvöll.
33.500 hafa skrifað undir
áskorun á thjod.is um að fram-
hald ESB-viðræðna verði sett í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru
um fjórtán prósent kosninga-
bærra manna í landinu. - jme
Mótmæli héldu áfram í gær:
Undirskriftir
yfir 30 þúsund
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Stökktu í sólina á Tenerife, tryggðu þér flug og gistingu.
Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 fullorðna með
hálft fæði innfalið eða frá 164.900 með allt innifalið.
Frá kr.
149.900
Stökktu til
Tenerife
4. mars í 14 nætur
KÍNA, AP Xi Jinping, forseti Kína, lét sig ekki muna um það á þriðju-
daginn að fá sér göngutúr í Peking þrátt fyrir kæfandi loftmengun,
sem hrjáð hefur borgarbúa undanfarna viku.
Hann settist niður með fólki og spjallaði, allt í þeim tilgangi að sýna
að hann sé maður fólksins.
Ríkisfjölmiðillinn Xinhua sagði frá þessu undir fyrirsögninni:
„Andað saman, örlögum deilt.“
Loftmengunin hefur ekki verið bundin við höfuðborgina heldur
náð yfir stórt svæði í norðurhluta landsins. Flestir reyna að halda sig
innan dyra, og setja helst á sig grímur ef nauðsynlegt er að fara út
fyrir hússins dyr.
Meira að segja styttur bæjarins hafa sett á sig grímur, eða reynd-
ar var það sálfræðinemi við Peking-háskóla sem setti grímurnar á
nokkrar styttur og dreifði svo myndum af gríninu. - gb
Kæfandi loftmengun hefur verið í Peking síðustu daga:
Forseti Kína fékk sér göngutúr
NOREGUR Nær tíundu hverri
norskri konu hefur verið nauðgað,
samkvæmt könnun sem birt var í
gær og Aftenposten segir frá.
Ellefu prósent kvenna sem
segjast hafa lent í slíku kæra
nauðgunina, en þó kemur tæpur
fjórðungur tilfella til kasta lög-
reglunnar. Einungis ellefu prósent
nauðgana eru kærð og 29 prósent
þolenda segja aldrei nokkrum frá
reynslu sinni.
Um helmingur kvennanna sem
um ræðir segir árásina hafa gerst
áður en þær náðu átján ára aldri. - þj
Ný könnun í Noregi:
Tíundu hverri
konu nauðgað
GÓÐGERÐARSTARF „Þetta er alltaf
kærkomið,“ segir Stefán Yngva-
son, yfirlæknir á Grensásdeild
Landspítalans, sem í gær tók
við rúmlega fjórum milljónum
króna frá Lionsklúbbnum Nirði.
Klúbburinn hefur á síðustu
árum gefið deildinni meira en
þrjátíu milljónir króna, sem hafa
verið notaðar til að kaupa tækja-
búnað, húsgögn og annað sem
deildin þarf á að halda.
„Við erum alltaf í því að bæta
búnað og endurnýja. Þetta slitn-
ar mikið,“ segir Stefán. Hann
segir það hafa verið skemmti-
lega stund í gær þegar gjöfin var
afhent, því karlakórinn Fjalla-
bræður mætti til að syngja og
skemmtikrafturinn Sveppi söng
auk þess tvö lög með kórnum.
Að sögn Guðlaugs Guðmunds-
sonar, formanns Njarðar, voru
peningarnir ágóði af málverka-
uppboði sem klúbburinn efndi til
í janúar. „Síðan voru Fjallabræð-
ur að efna áheit um að koma
þarna fram ef einhver vildi gefa
fé til deildarinnar,“ segir Guð-
laugur.
Það var fasteignasalan Stak-
fell sem varð við þeirri áskorun
með því að gefa hálfa milljón.
Loks sáu Ísfell hf. og Hraðfrysti-
hús Hellissands til þess að
Sveppi kom að syngja með því að
gefa deildinni 50 þúsund krónur
hvort.
- gb
Lionsklúbburinn Njörður afhenti Grensásdeild fjórar milljónir í gær:
Kærkomin gjöf sem nýtist vel
ALÞINGI Kvöldfundur stóð á Alþingi þriðja
kvöldið í röð þar sem áfram var rædd
skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um ESB.
Ólíklegt má telja að þingsályktunartillaga
ríkisstjórnarinnar um að aðildarumsókn
Íslands að Evrópusambandinu verði dregin
til baka komist á dagskrá fyrr en 10. mars.
Umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar
er ólokið og ekki gert ráð fyrir þingfundi á
föstudag. Í næstu viku eru nefndardagar á
Alþingi.
Píratar lögðu fram tillögu um að taka á
dagskrá þingsályktunartillögu um að boða
til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald
aðildarviðræðnanna samhliða sveitarstjórn-
arkosningunum í vor. Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra sagði minnihlutann
því miður ekki ráða dagskrá þingsins með
ofbeldi og tillagan var felld.
„Menn hafa nú orðið berir að ósannind-
um,“ sagði Svandís Svavarsdóttir úr VG við
upphaf þingfundar í gærkvöld og vísaði til
þess að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokks
hefðu lofað því að haldin yrði þjóðarat-
kvæðagreiðsla um áframhald aðildarvið-
ræðna. Ekki væri að furða að hiti væri í
mönnum.
- jme
Þingmenn halda áfram að ræða skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið:
Menn hafa orðið berir að ósannindum
GRÍMULAUS Á FERLI Þessir skólanemendur voru á leiðinni heim til sín í borginni
Shijiazhuang í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞAKKAÐ FYRIR
GJÖFINA Stefán
Yngvason yfir-
læknir faðmar
þarna Þorlák
Ómar Einars-
son frá Stakfelli,
en Fjallabræður
fylgjast með og
klappa.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LANGIR FUNDIR Kvöldfundur stóð á Alþingi um
skýrslu Hagfræðistofnunar þriðja kvöldið í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI