Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.02.2014, Blaðsíða 58
27. febrúar 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV Snæfell fékk deildarmeistarabikarinn KÖRFUBOLTI Það var sannkölluð sigur- hátið í Stykkishólmi í gær þegar kvenna- lið félagsins í körfubolta fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deidlinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Snæfell vinnur þennan titil en liðið hefur haft mikla yfirburði í deildinni og er með tíu stiga forskot á Hauka. Snæfellskonur ollu sínu fólki engum vonbrigðum í gær með því að leika á alls oddi og vinna sannfærandi sigur á Njarðvík. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um leikinn DOMINOS KVENNA SNÆFELL - NJARÐVÍK 87-60 Snæfell: Chynna Unique Brown 27, Hildur Kjartansdóttir 20/14 frák. Hildur Sigurðar- dóttir 11/12 frák./9 stoðs., Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Eva Kristjánsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Björgvinsdóttir 5, Silja Davíðsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 1. Njarðvík: Nikitta Gartrell 29, Emelía Ósk Grét- arsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 5, Aníta Kristmundsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Guðlaug Júlíusdóttir 4, Heiða B. Valdimarsdóttir 3. KEFLAVÍK - HAMAR 84-88 Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 32/10 frák., Diamber Johnson 20, Sara Rún Hinriksdóttir 19/10 fráköst/6 stolnir, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/10 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4. Hamar: Chelsie Alexa Schweers 54/13 frák., Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Íris Ásgeirs- dóttir 11, Fanney Lind Guðmundsdóttir 9/13 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. GRINDAVÍK - VALUR 79-76 Grindavík: Crystal Smith 33/7 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 20/14 fráköst, Pálína Gunn- laugsdóttir 11/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 1/7 fráköst, . Valur: Anna Alys Martin 39/8 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8, Þórunn Bjarnadóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Rut Herner Konráðsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2/9 fráköst HAUKAR - KR 74-91 Haukar: Lele Hardy 24/11 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 11, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 8, Dagbjört Samúels- dóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4. KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 39, Ebone Henry 23, Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7, Sara Mjöll Magnúsdóttir 7, Helga Einarsdóttir 6. MEISTARADEILDIN GALATASARAY - CHELSEA 1-1 0-1 Fernando Torres (9.), 1-1 Aurelien Chedjou (63.). SCHALKE - REAL MADRID 1-6 0-1 Karim Benzema (13.), 0-2 Gareth Bale (21.), 0-3 Cristiano Ronaldo (52.), 0-4 Karim Benzema (57.), 0-5 Gareth Bale (69.), 0-6 Cris- tiano Ronaldo (88.), 1-6 Klaas-Jan Huntelaar (90.+1). FÓTBOLTI Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að rússneska úrvals- deildarfélagið Rubin Kazan hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason. Þetta kemur fram á rsport.ru en í frétt vefmiðilsins segir að þó nokkur bresk félög hafi lengi haft augastað á sóknarmanninum öfluga. Alfreð er sagður kosta tíu milljónir evra, um einn og hálfan milljarð króna, en að Rubin geti boðið betri kjör en hann fengi í Bret- landi. Rubin seldi sóknarmanninn Jose Salomon Rondon til Zenit St. Pétursborgar í lok janúar og er félagið því að leita að leikmanni til að fylla skarð hans. Félagaskipta- glugginn er lokaður víðast hvar í Evrópu en í Rússlandi er hann opinn til föstu- dags. - esá Rubin spennt fyrir Alfreð SPORT HANDBOLTI Undanúrslitin í Coca- Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu sam- kvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna und- anfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslita- leiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálf- ari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvænt- an en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikj- um í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfs- traustið í botni,“ segir Jón Gunn- laugur. Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mán- uðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olís- deildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaug- ur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leik- mannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stan- ciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikil- vægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florent- inu í markinu. Unnur [Ómarsdótt- ir] mun fá sín hraðaupphlaups- mörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við. Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlut- verki hjá Haukum gegn bikar- meisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleik- maður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dug- leg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjóns- dóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Páls- dóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunn- laugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigur- stranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því lík- legra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“ Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslita- leikirnir á laugardaginn. eirikur@frettabladid.is Bestu liðin eru líka brothætt Tveir spennandi leikir eru á dagskrá undanúrslita Coca-Cola-bikarkeppni kvenna í kvöld. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, reiknar með að Stjarnan og Valur mætist í úrslitum en það sé ekki sjálfgefi ð. BESTA SKYTTA DEILDARINNAR Þjálfarar í Olísdeild kvenna völdu Haukastúlkuna Mariju Gedroit bestu skyttu deildarinnar í úttekt Fréttablaðsins. Hún verður í lykilhlutverki gegn Val í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Dómaranefnd KKÍ ákvað í gær að senda kæru til aganefndar sambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í Domino‘s-deild karla á mánudagskvöldið. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk þá högg í andlitið frá Keflvíkingnum Magnúsi Þór Gunnarssyni. Sjálfur baðst Magnús Þór afsökunar á þessu í yfirlýsingu á heimasíðu Keflavíkur í fyrradag. „Það er ljóst að ég fór mjög ógætilega að því að losa mig frá Brynjari,“ sagði hann meðal annars. Svo gæti farið að Magnús Þór verði dæmdur í leikbann vegna málsins en dómarar leiksins dæmdu ekki villu á hann í leiknum sjálfum. KR vann Keflavík, 90-89, og er efst í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppn- inni. - esá Magnús Þór fer mögulega í bann HANDBOLTI „Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Ólafur Bjarki Ragnarsson, lands- liðsmaður í handbolta, við Frétta- blaðið en hann sleit krossband í leik með Emsdetten í Íslendinga- slag gegn Eisenach í þýsku 1. deildinni í handbolta um síðustu helgi. „Ég var bara sækja á markið og það var ýtt örlítið á bakið á mér en ég fann ekkert fyrir því. Síðan stíg ég í löppina og heyri smell- inn og finn hvernig hnéð gefur sig. Krossbandið fór og liðþófinn líka,“ segir Ólafur Bjarki sem drif- inn var í aðgerð strax á þriðjudag- inn en vanalega er beðið í nokkra daga með slíkt. „Krossbandið var svolítið illa skemmt,“ segir hann. Þeir vildu prófa nýja aðgerð sem þetta sjúkrahús hérna er eitt með. Í henni er sinin ekki tekin. En kross- bandið var svo illa farið að það var ekki hægt. Ég hef samt trú á að endurhæfingin verði bara þetta venjulega, svona 7-9 mánuðir.“ Verður heima og úti Aðgerðin heppnaðist vel að sögn Ólafs og lá hann fyrir á hóteli sjúkrahússins þegar Fréttablað- ið heyrði í honum hljóðið. „Það er bara verið að tríta mann. Ég fæ svo að fara heim á föstudag eða laugardag. Ég fæ meðhöndlun þangað til sem er gott,“ segir hann. Árið 2014 hefur ekki reynst Ólafi gæfuríkt. Þvert á móti. Hann meiddist rétt fyrir EM í Danmörku og nú er þessu tímabili og fyrstu mánuðum þess næsta lokið. Þá er HM í Katar á næsta ári augljóslega í mikilli hættu hjá leikmanninum öfluga. „Þetta er aðeins búið að leggjast á mann. Maður getur ekki forðast svona meiðsli. Nú tekur bara við langur pakki en maður reynir að hugsa jákvætt. Ég er með samn- ing áfram út næsta tímabil þann- ig maður þarf ekkert að hugsa um það. Það er gott,“ segir Ólafur Bjarki sem stefnir á að stunda end- urhæfingu sína úti og hér heima. „Það er ekki það skemmtilegasta að horfa á strákana spila alla þessa leiki og geta ekki verið með. Þá er nú skemmtilegra að koma heim og vera með fjölskyldunni,“ segir Ólafur Bjarki Ragnarsson. - tom Heyrði smell og fann hvernig hnéð gaf sig Ólafur Bjarki Ragnarsson verður frá næstu 7–9 mánuði. Krossbandið illa farið en aðgerðin heppnaðist vel. LENGI FRÁ Ólafur Bjarki Ragnarsson sleit krossband í leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.