Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 17

Fréttablaðið - 27.02.2014, Page 17
FIMMTUDAGUR 27. febrúar 2014 | FRÉTTIR | 17 UTANRÍKISMÁL Utanríkismála- nefnd Alþingis mælir með því, í nýútgefnu nefndaráliti, að þings- ályktunartillaga um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vest- ur-Sahara verði samþykkt. Í henni felst bæði staðfesting á fyrri afstöðu Íslands að sjálfs- ákvörðunarréttur íbúa Vestur- Sahara verði virtur og hvatning til utanríkisráðherra um að beita sér með virkum hætti á alþjóða- vettvangi fyrir þeirri stefnu. Vestur-Sahara var innlimað af Marokkó fyrir rúmum 30 árum. Þó hafa vestræn ríki, og þar með talið Ísland, hvorki viðurkennt sjálfstæði Vestur-Sahara né inn- limun Marokkó. - þj Álit utanríkismálanefndar: Ráðherra styðji Vestur-Sahara KL. 13.00 SETNING Hvernig gerum við iðnnámið samkeppnishæft við bók námið og hvaða áhrif hefur stytting framhaldsskólans á iðnnám? Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra KL. 13.30 UM STYTTINGU IÐN- OG VERKNÁMS Hvernig munu skólar bregðast við styttingar- áformum? Hvaða áhrif hefur stytting náms til stúdents prófs á lengd iðnnáms? Iðnnám og framhalds- skólapróf. Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 14.00 VINNUSTAÐANÁM / STARFSÞJÁLFUN Er starfsþjálfun á vinnustað nauðsynleg? Hvernig er vinnustaðanámi háttað í Hollandi og Finnlandi. Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR Fræðsluseturs Er það samfélagskylda fyrir tækjanna að taka nema í starfsþjálfun? Dagmar Viðarsdóttir, starfsmannastjóri ÍAV Skóli sem vinnustaður, vinnustaður sem skóli. Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 15.00 FRAMHALDSMENNTUN IÐNAÐARMANNA Er þörf á sérstökum fagháskóla? Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar Nám við HR í framhaldi af iðnnámi, hvernig mætum við þörfum iðnaðarmanna og atvinnulífsins. Dr.Ing. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar hjá HR Hvernig menntun þarf atvinnulífið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. Fyrirspurnir og viðbrögð KL. 16.15 SAMANTEKT Dr. Elsa Eiríksdóttir Lektor í verk- og starfsmenntun við Menntavísindasvið HÍ KL. 16.30 RÁÐSTEFNUSLIT Stytting framhaldsskólans, vinnustaðanám og fagháskóli Ráðstefnustjóri: Edda Jóhannesdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá IÐUNNI Fræðslusetri Menntaþing SAMIÐNAR verður haldið föstudaginn 28. febrúar 2014 á Grand Hóteli Reykjavík FRAMTÍÐ IÐNNÁMS Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGAMENNTAÞINGIÐ ER ÖLLUM OPIÐ ÞÝSKALAND, AP Stjórnlagadóm- stóll Þýskalands hefur ógilt þá reglu að flokkar í framboði til Evrópuþingsins þurfi að fá að minnsta kosti þrjú prósent atkvæða til að ná þingsætum. Þar með aukast verulega mögu- leikar minni flokka í Þýskalandi, svo sem Pírata og hægri þjóðern- issinna, á því að koma fulltrúum sínum á Evrópuþingið. Í þingkosningum í Þýskalandi þurfa flokkar að fá þrjú prósent atkvæða til að komast á þjóðþing- ið, en dómstóllinn segir þessa reglu mismuna þýskum flokkum þegar kosið er til Evrópuþingsins. - gb Dómarar í Þýskalandi: Smærri flokkar fá tækifæri AUSTURRÍKI, AP Ulrike Haider- Quercia verður í fyrsta sæti flokks austurrískra þjóðernis- sinna í kosningum til Evrópu- þingsins í vor. Flokkurinn heitir Bandalag um framtíð Austurríkis og var stofn- aður árið 2005 af föður hennar, Jörg Haider, sem lést árið 2008. Hann var um skeið í forystusveit austurríska Frelsisflokksins og var þekktur fyrir hægri popúl- isma og þjóðernisdekur. Nýi flokkurinn komst inn á þing árið 2009, stuttu eftir lát Haiders, en mælist með sáralítið fylgi núna. - gb Dóttir Jörgs Haider: Býður sig fram til Evrópuþings ÚKRAÍNA, AP Átök brutust út milli and- stæðra fylkinga mótmælenda á Krímskaga í Úkraínu í gær. Meirihluti íbúanna þar hallast að nán- ara sambandi við Rússland. Þeir studdu því Viktor Janúkovítsj forseta og efndu til mótmæla í gær gegn bráðabirgðaforsetan- um, fulltrúa þeirra sem steyptu Janúkovítsj af stóli. Aðrir íbúar Krímskaga eru hins vegar hæstánægðir með að búa í sjálfstæðri Úkraínu og komu saman til að lýsa yfir stuðningi við hina nýju stjórn, sem væntan- lega verður kynnt í dag. Stjórnarmyndunartilraunir hafa þó geng- ið brösuglega, þar sem engan veginn er samhljómur meðal þeirra ólíku hópa sem tóku þátt í mótmælunum gegn Janúkovítsj. Upphaflega átti að kynna nýju stjórnina á þriðjudag, en stefnt er að því að stefna hennar og ráðherralisti liggi fyrir í dag. Rússar hafa svo enn aukið á spennuna með því að efna til heræfinga í vestanverðu Rúss- landi. Þær hefjast á morgun og standa í fjóra daga. Um 150 þúsund hermenn taka þátt í þeim og notaðir verða 880 skriðdrekar, 90 herþotur og 80 herskip. Með heræfingunum sýna Rússar fram á ótvíræða getu sína til að grípa inn í, líki þeim ekki þróun mála í Úkraínu. - gb Innbyrðis ágreiningur meðal andstæðinga Janúkovítsj hefur flækt stjórnarmyndun í Úkraínu: Átök milli mótmælenda á Krímskaga HINNA LÁTNU MINNST Á Maidan-torginu í Kænu- garði hélt fólk á ljósmyndum af látnum ástvinum sínum, sem höfðu tekið þátt í mótmælum þar. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNLAGADÓMARAR Þýskar kosn- ingareglur hafa mismunað flokkum í Evrópuþingkosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÖRG HAIDER Þjóðernissinnar vonast til þess að framboð dóttur hans auki fylgið. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.