Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Í raun gæti ég verið með miklu stærri búð. Bæði er mikið framboð af notuðum fötum og mikil eftirspurn. Stærsti kúnnahópurinn er ekkert endilega fólk sem hefur lítið milli handanna, eins og ég átti von á. Þetta er alls konar fólk, ömmur að kaupa handa barnabörnunum og oft er verið að leita eftir ákveðnum merkjum. Það er bara svo stór hópur sem finnst óþarfi að kaupa allt nýtt þegar hægt er að kaupa vel með farin föt fyrir minna verð,“ segir Laufey Aðalsteinsdóttir í Blómabörnum, en hún verslar með notuð barnaföt sem hún kaupir í kílóavís af þeim sem þurfa að losa geymslurnar. Laufey tók við rekstr- inum fyrir tveimur árum en verslunin var sett á fót árið 2009, rétt eftir hrun. Til stóð að loka búðinni þegar Laufey ákvað að hella sér út í verslunarrekstur. „Ég var stödd í búðinni þegar ég heyrði að það ætti að loka henni. Mig vantaði vinnu eftir fæðingarorlof, fór heim og ræddi málið við mann- inn minn og við ákváð- um að demba okkur á þetta,“ segir Laufey. Þá var verslunin til húsa í Hafnarfirði en Laufey flutti hana nýverið í Faxafen 12. „Það fannst mörgum óþarflega langt að keyra í Hafnarfjörð- inn,“ segir hún sposk og sér ekki eftir því að hafa farið út í verslun- arstörfin. „Mér finnst þetta ótrúlega gaman. Sumarvörurnar eru komnar upp hjá mér en ég flokka fötin niður eftir árstíðum, hef spari- fötin sér og svo fram- vegis. Ég er eingöngu með notuð föt en sel eitthvað af handprjón- uðum húfum eftir góðar prjónakonur.“ Þeir sem vilja losna við barnafötin úr geymslunum geta haft samband við Laufeyju í gegn- um Facebook. ÓÞARFI AÐ KAUPA ALLT NÝTT BARNAFÖT Laufey Aðalsteinsdóttir verslar með notuð barnaföt sem hún kaupir eftir vigt af þeim sem þurfa að losa geymslurnar. Hún segir fólk meðvitað um betri nýtni og að ekki þurfi alltaf að kaupa allt glænýtt. BLÓMABÖRN Á NÝJUM STAÐ Laufey Aðalsteinsdóttir flutti verslunina Blómabörn nýlega í Faxafen 12. Hún kaupir notuð barnaföt eftir vigt og selur í Blómabörnum. MYND/DANÍEL Skemmtunin í Fífunni er tilvalin fyrir þá sem vilja verjast veðri og vindum en jafnframt sækja góða fjölskylduskemmtun í tilefni sumardagsins fyrsta. Skátafé- lagið Kópar sér um dagskrána og hefur gert undanfarin ár. „Áður vorum við í Íþrótta- húsinu í Smáranum en færðum okkur í Fífuna fyrir nokkrum árum. Aðsóknin hefur sífellt aukist og kosturinn við Fífuna er að þar verður ekki of heitt. Gestir fá fyrst og fremst skjól fyrir ofan- komu og vindi,“ segir skátafor- inginn Hreiðar Oddsson. Dagskráin í Kópavogi hefst með skátamessu í Digranes- kirkju klukkan 11. Klukkan 13.30 verður farið í skrúðgöngu frá Digraneskirkju í Fífuna. Skátafé- lagið Kópar leiðir skrúðgönguna. Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir. Dagskráin í Fífunni hefst með ávarpi Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra klukkan 14. Þá kíkir leikhópurinn Lotta í heimsókn. Tara Sóley, sigurvegari söng- keppni íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs, stígur á svið, Höskuldur Þór Jónsson og Mar- grét Hörn Jóhannsdóttir, sem keppa til úrslita í Ísland got tal- ent, dansa fyrir gesti og Palli jójó mætir á svæðið. Skemmtunin er ókeypis og öllum opin. HOPPUKASTALAR OG FJÖR Í FÍFUNNI Skemmtidagskrá verður í Fífunni í tilefni sumar- dagsins fyrsta í dag en hún er hluti af hátíðahöldum í Kópavogi. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, klifurvegg og hoppukastala. ÞAÐ VERÐUR FJÖR Í FÍFUNNI Í DAG Hoppukastalar tilheyra sumrinu sem gengur í garð í dag. LEIÐRÉTTING Engin dagskrá verður á Seltjarnarnesi á morgun í tilefni sumardags- ins fyrsta eins og sagt var í blaðinu í gær. Sumargjöfin fæst í Safnbúðinni Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Víkingaserkur 6.350 kr. Þórshamar–hálsmen 750 kr. Drykkjarhorn 3.250 kr. Hjálmur 3.495 kr. Skjöldur 3.990 kr. Teygjubyssa og tíu mjúkar kúlur 2.500 kr. Bogi og þrjár örvar 3.990 kr. Lásbogi og tvær örvar 5.500 kr. Hjálmur 3.995 kr. Atgeir 2.695 kr. Valkyrja, víkingur, ræningjadóttir eða ljónshjarta? Sverð 1.750 kr. Sverð í slíðri 2.995 kr. Fleiri stærðir af sverðum til. Víkingaserkur 6.500 kr. Sverð 2.750 kr. Skjöldur 2.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.