Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.04.2014, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2014 | LÍFIÐ | 45 Sara Kapfer, eiginkona leikarans Cuba Gooding Jr. til tuttugu ára, er búin að sækja um skilnað. Sara biður um að hún og Cuba deili for- ræði yfir börnunum þeirra þremur – Spencer, nítján ára, Mason, sautj- án ára og Piper, átta ára. Sara og Cuba kynntust sem unglingar og giftu sig árið 1994. Leikarinn hefur ávallt talað vel um konu sína og kemur skilnaðurinn mörgum á óvart. „Ég á yndislega konu sem veit hvernig á að reka heimili þegar ég er ekki á staðnum. Og við njótum blessunar í þremur yndislegum börnum,“ sagði Cuba í viðtali við sjónvarpsþáttinn The View í fyrra. - lkg Sækir um skilnað TUTTUGU ÁR Sara og Cuba giftu sig árið 1994. „Ég held að ég hafi verið eins og allar stúlkur sem klæða sig í prinsessukjóla og búast við því að allir veiti þeim óskipta athygli. Flest okkar vaxa upp úr því. Ég lék oft í leikritum en mér fannst ég vera of hégómafull til að vera leikkona,“ sagði leikkonan Meryl Streep þegar hún var gerð að heiðursdoktor í háskólanum í Indiana fyrir stuttu. „Mér fannst ég líka of ljót til að vera leikkona. Gleraugu voru ekki æðisleg í þá daga,“ bætti Meryl við. „Mig langar til að segja ungum konum að hafa ekki of miklar áhyggjur af þyngd sinni. Stelpur eyða of miklum tíma í að hugsa um það og það eru betri hlutir í lífinu,“ sagði leikkonan, sem margir myndu segja að væri íðilfögur. „Það sem gerir þig öðruvísi eða skrítinn er styrk- ur þinn. Allir reyna að líta út á einhvern ákveðinn hátt en í raun er það fólkið sem lítur öðruvísi út sem er ráðið. Ég hataði einu sinni nefið á mér. Ekki núna. Það er í lagi.“ - lkg Hélt að hún væri of ljót til að vera leikkona Leikkonunni Meryl Streep fannst það fj arlægur draumur að vinna við leiklist. SÁTT Í EIGIN SKINNI Meryl segir styrk falinn í því sem er öðruvísi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ➜ Meryl hefur unnið þrenn Óskarsverðlaun á ferlinum; fyrir The Iron Lady árið 2012, Sophie‘s Choice árið 1983 og Kramer vs. Kramer árið 1980. Leikkonan Emmy Rossum, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Shameless, birti ansi fyndna mynd af sér á Twitter-síðu sinni í vikunni. Á myndinni sést hún þefa af brauð- beyglu. „Stundum sakna ég glútens svo mikið að ég verð að lykta af því,“ skrifaði Emmy en hún er með ofnæmi fyrir glúteni, líkt og söngkonan Miley Cyrus. - lkg Má ekki borða glúten Leikarinn Billy Bob Thornton segir í samtali við vefsíðuna YourTango að hann haldi enn miklu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína, Angelinu Jolie, en þau skildu í maí árið 2003. „Hún er ótrúleg, ótrúleg. Hún er svo orkumikil og svo góð- hjörtuð. Við tölum saman við og við. Hún tryggir það að ég hafi það gott og ég geri slíkt hið sama fyrir hana,“ segir Billy Bob. Billy Bob og Angelina eyddu tveimur stormasömum árum saman og hefur leikarinn látið hafa það eftir sér að hann hafi klúðrað sambandinu af því að hann hélt að hann væri ekki nógu góður fyrir hana. Angelina hefur verið með leik- aranum Brad Pitt síðan árið 2005 og eiga þau sex börn saman. - lkg Halda enn sambandi STORMASAMT SAMBAND Billy Bob og Angelina voru saman í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÞRÁIR GLÚTEIN Emmy er ekki sátt við að mega ekki borða glúten. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SumaríSlendIngar upPlifið sóL og SumarYl með ekta RjóMaís Með kókOs, áStaraldIn, mangó og súKkulaðIdropuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.