Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 58

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 58
KYNNING − AUGLÝSINGGarðurinn LAUGARDAGUR 26. APRÍL 20144 Tekkstólarnir sem voru um borð í farþega- skipinu Titanic þegar það sökk fyrir rúmum hundrað árum eru afar vinsælir á verönd- ina. Eftirlíkingar stólanna má fá víða en þá má leggja saman svo lítið fari fyrir þeim. Stólarnir eru sögulegir en aðeins eru til örfá eintök af upprunalegum Titanic-stólum og eru þau á söfnum, til dæmis í Halifax. Flest- ir stólarnir sukku með skipinu en þeir voru 614. Það var fyrirtækið R. Holman & Co. sem framleiddi stólana fyrir Titanic. Aðrir stólar sem hafa verið vinsælir á ver- andir og víða á ströndum eru felli stólar með léttu áklæði. Þeir voru upphaflega einnig hannaðir til að vera á þilfari skipa. Stól- ana er hægt að leggja saman með einu handtaki svo lítið fari fyrir þeim og stafla þeim upp, sem þótti handhægt ef veður breyttist snögglega á hafi úti. Stól arnir eiga sér langa sögu sem nær aftur til Egyptalands hins forna. Stólarnir voru ómissandi á þilförum farþegaskipa um miðja nítj- ándu öld, bæði í Bandaríkjun- um og á Bretlandi. Í upphafi tuttugustu aldar fóru stól- arnir að sjást í skemmtigörðum á Bretlandi og á íþróttaleikjum. Vinsælir sólstólar LYKTAR EINS OG FISKUR Stærsta blóm heims ber fræði- heitið Amorphophallus titanum en kallast risakólfur á íslensku. Hið risavaxna blóm plöntunnar vex út úr stórum jarðstöngli sem getur vegið allt að áttatíu kíló. Blómstilkurinn sem liggur fyrir miðju blómsins getur orðið á þriðja metra á hæð og mælist blómið yfir einn metri í þvermál. Risakólfur blómstrar stöku sinnum í grasagörðum og þykir það merkur atburður. Blómgunin stendur aðeins yfir í tvo til þrjá daga. Þegar plantan er í fullum blóma gefur hún frá sér lykt sem minnir helst á úldinn fisk. Með því er hún að reyna að líkja eftir lykt af rotnandi dýrum og laða þannig að skordýr sem verpa eggjum sínum við slíkar aðstæður. Skordýrin, sem eru ýmsar bjöllur eða flugur, bera svo frjókornin á milli plantna þannig að frjóvgun á sér stað. Heimild: Vísindavefurinn FJÖLDI SKÓGA Á ÍSLANDI Á Íslandi er fjöldi skóga aðgengilegur almenningi. Skógrækt ríkisins á eða hefur í sinni umsjón 53 þjóðskóga. Skógarnir eru opnir öllum og eru um allt land að undanskildum Vestfjörðum. Í suma er auðvelt að komast, annars staðar þarf að hossast í öflugum jeppa eða ganga upp bratta hlíð. Fyrsta árangursríka skógræktar- tilraun á Íslandi var gerð á Þingvöllum, í Furulundinum í Almannagjá. Á Þingvöllum er víðáttumikið birkikjarr en einnig nokkrir gróðursettir skógarlundir. Frægastur þeirra er Furulundurinn. Þar var fyrst gróðursett 1899 og er Furulund- urinn því einn fyrsti gróðursetti skógurinn á Íslandi. Aðrir lundir á Þingvöllum voru gróðursettir af ýmsum hópum eða tilefnum, t.d. Norðmannareitir og reitir Vestur-Íslendinga sem eru gjafir til íslensku þjóðarinnar. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með skóg- unum á Þingvöllum. Furulundurinn í Almannagjá. MYND/SKÓGRÆKT RÍKISINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.